Helgafell - 01.12.1943, Side 57
SKÁLDIÐ Á LITLU-STRÖND
373
finna, um leið og hún leitar farvegar
út og niður í Laxárdalinn.
Skjólgarður lágra fjalla er norð-
austan við Mývatnssveit. Minna þau
á trúleikshjú hins gamla tíma um
það að standa hæfilega fjarri til að
skyggja ekki á og láta svo lítið fyrir
sér fara og á sér bera, að engum finn-
ist sér til fyrirstöðu. Geta þó vakið at-
hygli hvert fyrir sig.
Námafjall er leirljóst að sjá með
brennisteinsflekkjum, en reykir standa
hlið við hlið með rótum þess upp
af þakraufum sjóðandi undirdjúpa.
Liggúr yfir það þjóðleiðin til Austur-
lands, og heitir þar Námaskarð. Þeg-
ar komið er á brekkuna að vestan,
er gesti bezt að horfa yfir Mývatn
og umhverfi þess.
En hvað er hinum megin ? Að aust-
anverðu gefur sýn yfir alla þá víð-
áttumiklu hásléttu, sem Mývetningar
kalla Austurfjöll. Hér er samfelldur
flötur, sem tekur suður til Herðibreið-
ar, austur um Jökulsá á Fjöllum að
Dimmafjallgarði og norður að Grjót-
hálsi við Dettifoss.
Sléttan sjálf er skorin og hlutuð
í mislita reiti breytilegra jarðmynd-
ana, gróðrar og gróðurleysis. Þar eru
belti og breiður svartra hrauna, ill-
fær og ófær. Miklar eru þar sandauðn-
ir. En við hlið þessu eru heiðasvæði
með ágætum haga, fjölgróin hraun-
skjól og flákar af melgrasi mitt á
söndum. Einstök fell og fjallaálmur
rísa á þeim víða fleti, vísa leið og
festa stefnu þeim, sem kemur eða
fer.
Mývatnssveit er ævintýraland grann-
sveitanna. Austurfjöll eru ævintýra-
land Mývatnssveitar, auk þess að
eiga gildan þátt í búsæld þar. Langar,
torsóttar leitir fjallanna heilluðu ung-
menni, — vor, haust eða hávetrar
útlegð, sem hraustmennum einum
henti. Þangað horfði hugur drengs,
og þar skyldi reynt, hvað hann dugði.
Og pilturinn fékk að fara í vorgöng-
ur, þegar sótt er langleitum fé til
rúnings. Hann fékk að sitja á frxsk-
um klár í hópi öruggra félaga. Undra-
landið opnaðist og hvert þeirra eftir
annað. Horft var til jarðar, og hik
kom í brjóst, þar sem sprunga var
framan við, jarðvegurinn og bergið
undir rist sundur og myrkt niður að
sjá, en barmurinn hinum megin steypt-
ur veggur yfir höfði manns og sá ekki
fyrir endann. En kunnugu mennirnir
þekktu brú yfir gjána, skafl af fok-
sandi, þar sem einstigi var til upp-
göngu á vegginn — manni með hest
sinn í taumi. — Leitin stóð dag eftir
dag og nóttina með, og loks, þegar
ekki varð lengur vakað, var hvílan
gróin sandflöt, vermd af sólu nótt
sem dag.
Síðar gafst þess kostur að fara í
göngur um miðbik vetrar, þegar sækja
þurfti hross og sauðfé þangað, sem
þrautbezt er útigangan, þingmanna-
leið frá byggð. Nú hefur fönn gert
sléttuna einlita, og dýpra varð að
kafa með degi hverjum. Nokkrir menn
saman fara fótgangandi, og ber hver
sinn bagga, vistir og plögg til nokk-
urra daga útlegðar. Byrði hvers er upp
undir hálfvætt. Leitað er þá daga,
sem veður leyfir, og finna verður gisti-
stað að kveldi, þótt fátt sé við að
styðjast. Hvílzt er á frosnu kofagólfi
og sofið og vakað við hitann í sjálfum
sér. Nóttin er myrk og löng, og dag-
urinn kann að geta orðið það líka.
— Hvor tveggja förin átti sinn þátt
í að gera drenginn að manni og mann-
inn að Mývetningi.
Fram að því, er flutningur á bif-
*eiðum hófst og akbraut var lögð