Helgafell - 01.12.1943, Page 66
382
HELGAFELL
komizt var að orSi í tilkynningu þýzku
herstjórnarinar daginn eftir.
Snemma morguns 29. ágúst var les-
in upp í KalundborgarútvarpiS til-
kynning Hannekens, um aS herlög
væru gengin í gildi í Danmörku, en
daginn áSur hafSi hann skipaS svo
fyrir, aS handtaka skyldi alla liSsfor-
ingja, sem gegndu herþjónustu í
danska landhernum og sjóliSinu. Þeg-
ar byrjaS var aS framkvæma þessar
fyrirskipanir, fór Dani aS gruna hvaS
í vændum var, og víSa gripu her-
mennirnir til vopna. Framganga líf-
varSasveita konungs er fræg orSin,
en sögulegust var þó vörn dönsku
sjóliSanna. Vedel varaflotaforingi
hafSi aS sögn skipaS svo fyrir, aS
dönsku herskipunum skyldi siglt til
sænskra hafna eSa sökkt, ef ÞjóSverj-
ar reyndu aS ná þeim. Þessari skip-
un hlýddu döneku sjóliSarnir. Nokkur
hundruS þeirra vörSu ÞjóSverjum aS-
gang aS höfninni um nóttina, meSan
hinir sigldu skipunum á brott eSa
sökktu þeim. TaliS er, aS 200 danskir
sjóliSar hafi falliS í þessari orustu, en
þeim tókst aS ljúka hlutverki sínu.
ÞjóSverjar munu ekki hafa náS nema
tveim varSbátum. Hin skipin lágu á
hafsbotni eSa náSu til sænskra hafna.
Snemma þennan morgun vöknuSu
Kaupmannahafnarbúar viS sprenging-
arnar viS flotahöfnina, klukkan hálf
sjö flugu þýzkar sprengjuflugvélar
lágt yfir borgina eins og þær höfSu
gert 9. apríl, fyrir rúmum þrem árum.
Á hverju götuhorni gat aS líta tilkynn-
ingu um herlögin, prentaSa á rauSan
pappír. Þýzkir hermenn tóku sér stöSu
viS allar opinberar byggingar, m. a.
ráShúsiS og lögreglustöSvarnar. Þegar
umferSabann gekk í gildi klukkan 9
um kvöldiS, byrjuSu þýzku dátarnir
aS skjóta á fólkiS á götunum, kastljós-
um var brugSiS á strætin og húsþökin,
og skothríSin heyrSist á slitringi alla
nóttina. Sjónarvottar telja, aS þessa
síSsumarnótt hafi 23 menn veriS
drepnir í Kaupmannahöfn og aS
minnsta kosti 90 særSir.
Um allt landiS biSu menn þess, aS
fregnir bærust af hinum aldurhnigna
og ástsæla konungi, sem öll hernáms-
árin hafSi veriS ímynd danska þjóSar-
viljans og danskrar andstöSu gegn of-
beldismönnunum, en dagurinn leiS
svo aS kvöldi, aS ekki var á hann
minnzt í útvarpinu, blöSin komu ekki
út, og almenningi var bannaS aS nota
póst og síma.
Kristján konungur X. var í haldi í
höll sinni, Sorgenfri. Þar hafSi líf-
vörSur hans varizt hraustlega. Á
gluggarúSu í vinnustofu konungs voru
tvö göt eftir þýzkar kúlur. Konungur
benti síSar ráSherrum sínum á þessi
vegsummerki og varS aS orSi: ,,Ja,
de var temmelig brutale.“
Stjórnin baðst lausnar á sunnudag-
inn, en konungur neitaði að fallast á
lausnarbeiðni hennar, svo að hver sú
stjóm, er Þjóðverjar hefðu sett á
stofn, hefði verið ólögleg. Það kom
brátt í ljós, að Þjóðverjar voru illa
undir það búnir að taka í sínar hend-
ur stjórnina í landinu, og mörgum á-
kvæðum herlaganna var aldrei fram-
fylgt. Þegar daginn eftir bað Best
Scavenius að mynda nýja stjórn, en
honum þótti nóg komið og neitaði því,
Þjóðverjar lögðu síðan fast að kon-
ungi að mynda stjórn embættismanna,
en hann hvikaði ekki frá þeirri skoð-
un sinni, að stjórnmálaflokkarnir og
gamla stjórnin yrðu að ráða í þeim
málum. Þjóðverjar reyndu þá að lokka
flokkana til samvinnu með loforðum