Helgafell - 02.12.1943, Side 9

Helgafell - 02.12.1943, Side 9
KAJ MUNK 391 sambandi við GuS, sturlast hann einnig og bjargast aSeins fyrir hjálp Drott- ins. RauSi þráSurinn í báSum leikritunum er þessi: engu góSu verSur til vegar komiS nema meS GuSi. I Brœndingen er sama baráttan hjá Krater pró- íessor gegn GuSi eins og í En ldealist. En þar er henni lýst eins og hún er í andlegu lífi sannleiksleitandi nútímamanns, sem berst viS þessi viSfangs- efni. I Cant er þaS yfirgnæfandi máttur eigingirninnar, jafnvel í djúpi undir- vitundarinnar, sem veldur harmsögu Hinriks VIII. Kaj Munk var sívakandi andi, og stóS föstum fótum í æsandi hringiSu nýsköpunarinnar í stjórnmálum og trúarlífi nútímans. Hann gat þessvegna ekki stillt sig um, aS taka afstöSu til ýmissa stórmála samtímans. Hann kast- aSi sér út í baráttuna meS hnittnum, eggjandi, ástríSuþrungnum orSum. Þannig skrifaSi hann bráSskemmtilegar greinar um Oxfordhreyfinguna, um íþróttir og mörg fleiri dægurmál. I leiknum Sejren og Han sidder tíed Smeltediglen er gengiS rakleitt aS þeim úrlausnarefnum, í stjórnmálum og andlegu lífi, sem tengd eru fasisma og nazisma. ASalpersónan í ,,Sejren“ (þ. e. sigri Mussolinis yfir Abessiníu) er kanzlari, sem berst fyrir ríki af þessum heimi og hlýtur því aS sturlast and- lega. I hinum leiknum, ,,Ved Smeltediglen“, fæst Kaj Munk viS hiS eilífa úrlausnarefni: sannleikann, sem verSur þrándur í götu valdastreitunnar í stjórnmálum, þ. e. þarna þrándur í götu nazismans. Mensch prófessor berst fyrir sannleikanum, og ,,foringinn“ gefur honum þaS sérkennilega svar, aS fyrir honum sé föSurlandiS sannleikurinn, og ef sannleikurinn bregSi fæti fyrir foringjann, verSi hann barinn niSur. ÞaS var ekki nema eSlilegt, aS maSur meS hugsjónum og skapferli Kaj Munks yrSi einn af fremstu leiStogum Dana í menningarbaráttu þeirra gegn þýzka hernáminu. 1 prédikunarstóli og ræSustóli lét hann í ljós skoSanir sínar á þann óbeina, en samt hispurslausa hátt, sem honum var laginn. Þetta sézt bezt í söguleiknum Niels Ebbesen, sem var leikinn í íslenzka útvarpinu í fyrra. Kaj Munk hefur eins og Kierkegaard mætur á hnittilegum, hispurslausum orSatiltækjum, sem geta nálgast götumál. Hvorugur þeirra lætur sér slíkt fyrir brjósti brenna og Munk þó enn þá síSur. BáSir geta tekiS upp í sig, þeg- ar um þaS er aS ræSa aS hæSa hræsni, yfirdrepsskap og þvaSur. OrS eins og ,,Pokker“, ,,Satan“ og ,,a5 Helvede til“ eru ekki óalgeng hjá þeim. BáSir dást þeir aS hinum þróttmiklu orSum Jesú viS Faríseana, Kierkegaard í Öje- bli\b.et, Munk í prédikun sinni, MeS stíerÖi orSsins, er hann ræSir um þaS, hvaS keisarans er og hvaS GuSs er. Hann fagnar orSunum: ,,Þér hræsnarar'* og kallar þau sigri hrósandi „svona líka dásamleg og ótvíræS fúkyrSi". 1 prédikunum Kaj Munks er ýmislegt, sem minnir á hinn mikla aftur- hvarfsprédikara Savonarola, sem boSaSi sínar sterku, ströngu kröfur um ,,eftirdæmi Krists", og þrumaSi á móti harSstjórunum í Firenze. En mest ber í prédikununum á anda Sören Kierkegaards, einkum eins og hann kemur

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.