Helgafell - 02.12.1943, Síða 11

Helgafell - 02.12.1943, Síða 11
KAJ MUNK 393 halds og miðlunar og skrifað undir samninginn með blóði annarra. Þessvegna heppnast okkur allt. Penninn logar í hendi minni, meðan ég skrifa þessi orð, eins og hann væri úr glóandi járni. En ég skal þola þann járnburð. Hvers- vegna ? Vegna þess að ég er kristinn maður, vegna þess að ég stend í pré- dikunarstólnum, vegna þess að guðspjall dagsins nefnir orðið Jesú. Það er hann, sem knýr mig áfram'*. 1 þessari sömu ræðu má einnig heyra Kaj Munk tala um þær hugsjóna- kröfur, sem ég nefndi áðan: ,,Hvar er“, segir hann, „barátta þjóðar okkar fyrir þeirri trú, sem hún hefur játað hingað til ? Hvar eru afrek hennar til sigurs þeim hugsjónum, sem hún, þrátt fyrir allt, vill að sigri ?“ Og hann heldur áfram að tala um það, að fólk skuli ekki reiða sig á stjórnmálamenn, ekki lýðháskólamenn (,,æ, hvar er nú lýðháskólans rauð- glóandi trú og hvítglóandi reiði í þessari svörtu nótt?"), og ekki of mikið á prestana (,,þeir prédika frið umfram allt, andskotanum til uppbyggingar, því hann vill gjarnan, að hið illa fái frið til að útbreiðast"). 1 þessari sömu ræðu um ,,Krist og Danmörku" sagði Kaj Munk, að ,,hin frjálsa danska þjóð hefði svo að segja án þess að bregða sverði látið gera sig að þrælaþjóð". Kaj Munk vildi vekja þjóð sína og hvetja. t annarri prédikun um ,,Dan- mörku og konunginn" komst hann svo að orði: ,,Við erum í syndinni, og versta synd okkar er sú, að þjóð okkar er enn ekki vöknuð. Bölvunin lýstur hvern þann, sem sefur áfram, þegar Drottinn blæs í básúnu sína. Bölvun yfir hvern þann, sem svíkur á degi alvörunnar. Bölvun yfir allt það í okkur, sem af hóglífi og ragmennsku gerist vinnuhjú var- mennskunnar og situr með hendur í skauti, meðan ranglætið breiðir úr / •• ser . En Kaj Munk var það einnig ljóst, að þegar á þurfti að herða, höfðu Dan- ir oft og mörgum sinnum áður gert skyldu sína og risið upp með dáð og drengskap. Þessvegna segir hann í ræðunni ,,Með sverði orðsins": ,,Ef keisarinn krafðist meira en þess, sem keisarans var, þá voru engir uppreisnarmenn til öflugri en við. Ókúgandi ár eftir ár. Áratug eftir áratug. Öld eftir öld. Þangað til við sigruðum. Ef þess var af okkur krafizt, að við skyldum segja, að svart væri hvítt, að þrældómurinn væri frelsi, lygin sannleikur, ofbeldið réttlæti, þá svöruð- um við: Skrifað stendur: Þú skalt ekki aðra guði hafa en mig“. Kaj Munk var sannur danskur föðurlandsvinur: ,,Við elskum þetta land", sagði hann, ,,vegna skálda okkar og spekinga, vegna sveitahermannsins, sem allar götur frá Sveini tjúguskegg til Kristjáns tíunda hefur haft fyndni á tak- teinum, jafnvel í dauðanum".
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.