Helgafell - 02.12.1943, Page 19
ÁRNI PÁLSSON:
Lögskilnaður eða hraðskilnaður?
i.
Vorið 1940 gerðust mikil og háskaleg tíðindi bæði á Islandi og í Dan-
mörku, enda lék þá öll Evrópa á reiðiskjálfi. Hinn 9. apríl tóku Þjóðverjar
Danmörku herskildi, en hinn 10. maí sendu Englendingar nokkur herskip
hingað í sömu erindum. Þá var lýðum ljóst, — og höfðu þó mjög margir
bæði hér og í Danmörku vitað það löngu áður, — að enginn heldur grund-
völlur var undir hinu pólitíska sambandi þessara tveggja þjóða. Ef pólitískt
samband þjóða í milli er ekki reist á gagnkvæmum hagsmunum, getur það
ekki reynzt haldgott til lengdar. Vera má, að sá aðili sambandsins, sem mátt-
armeiri eða máttarmestur er, telji sér mikinn styrk að einhvers konar póli-
tískum félagsskap, við annað eða önnur þjóðfélög, — meira að segja þótt
þau séu orkusmá og ekki aflögufær til sameiginlegra þarfa. Getur þar margt
komið til greina, t. d. hnattstaðan ein. Þá er og hitt kunnara en frá þurfi að
segja, að oft hefur vanstyrkum, fámennum eða lítt menntuðum þjóðum ver-
ið það mikill styrkur og jafnvel lífsnauðsyn að standa í skjóli voldugs ríkis,
þar sem pólitísk siðmenning hefur náð miklum þroska. Alls staðar, þar sem
sambönd og pólitísk samskipti milli þjóða eru svo vaxin, eiga sambands-
þjóðirnar gagnkvæmra hagsmuna að gæta.
Allt öðru máli gegndi um samband Islands og Danmerkur. Ekki gat kom-
ið til nokkurra mála, að íslendingar væru þess umkomnir að verða Dönum
að nokkru liði, ef þeim yrði sýnd ágengni eða ofbeldi — en slíks átti Dan-
mörk von úr einni átt aðeins — frá Þýzkalandi. Hins vegar gátum við
aldrei gert okkur nokkra von um nokkra hjálp frá Dönum, ef eitthvert ríki
þættist þurfa eða þyrfti að hafa hönd yfir Islandi. En þar komu einkum til
greina engil-saxnesku stórveldin tvö, austan hafs og vestan. —'Það er ekki
fjarri sanni að athuga í þessu sambandi, að í raun og veru seildust Danir
aldrei til yfirráða hér að fyrra bragði og myndu að líkindum aldrei hafa gert
það, ef Noregskonungar hefðu ekki rutt þeim brautina. En fyrir undarlega
og torskiljanlega rás pólitískra viðburða í Noregi, komust yfirráðin bæði yfir
Islandi og Noregi snemma í hendur Dana, og reyndust þeir allfastheldnir á
þau, svo sem íslendingar komust að nokkurri raun um, einkum á 19. öld og í
upphafi hinnar tuttugustu. En þó er það satt sem fyrr sagði, að aldrei hvíldi