Helgafell - 02.12.1943, Side 22
404
HELGAFELL
ennþá farnir að beita skaflajárnunum að neinu ráði. Sumir stungu upp á,
að ísland gerðist eitt af sambandslöndum Breta. Aðrir heimtuðu, að Islend-
ingar segðu skilið við Dani og stofnuðu lýðveldi þá þegar. Létu þeir sem
mestan gust fylgja þessari kröfu og lögðu landráðasök við hverjum þeim,
er fylgdi henni eigi fram. Höfuðröksemd þeirra var sú, að ef Islendingar létu
dragast að ákveða sjáljir sjálfstæði sitt og alþjóðlega réttarstöðu fram yfir
ófriðarlok, þá mundi verða svo sem ekkert úr þeim og þeirra málefnum á
friðarþinginu. Annað mál væri, ef við létum stórveldi friðarþingsins standa
gagnvart fullgerðu stórvirki, hinu íslenzka lýðveldi, sem við hefðum stofnað
af hugprýði og karlmennsku án þess að virða nokkra þjóð viðtals og þó
sízt Dani. ,,Ætli það fari ekki að koma á þá fyrir sunnan“, sagði norð-
lenzki vinnukarlinn, er húsbóndi hans sendi einu Reykjavíkurblaðanna
harðorða ádeilugrein um landsmál. — Þó ber að geta þess, að til voru
íslenzkir stjórnmálamenn, sem litu allt öðrum augum á þetta mál og létu
óp hinna eins og vind um eyrun þjóta. Bæði Hermann Jónasson, sem þá var
forsætisráðherra, og Jóhann Þ. Jósefsson, þingmaður Vestmannaeyinga,
rituðu vel og viturlega um málið og sýndu þjóðinni fram á með slíkum rök-
um sem stjórnmálamönnum sæma, að íslendingar ættu vísan veg til full-
komins sjálfstæðis, ef þeir kynnu til að gæta. Hitt gæti e. t. v. orðið þeim full-
dýrt, ef þeir færi að leika listir sínar á gönuskeiðum eða láta öðrum illum
látum. Þetta var mergurinn málsins í greinum þeirra, sem þeir orðuðu
annars af mikilli varfærni og kurteisi.
IV.
Jóhann Þ. Jósefsson gat þess í ritgerð sinni, að varla gæti hjá því farið,
að Englendingar veittu sjálfstæðismáli voru nokkur afskipti, ef lslendingar
ætluðu sér að ráða því til lykta upp á eigin eindæmi. lsland var þá hernum-
ið í þeirra höndum, og því hætt við, að þeim yrði kennt um allt það, er Is-
lendingar hefðust að í utanríkismálum sínum. Þessi spá Jóhanns átti sér
ekki langan aldur. Þá er það spurðist til Englands, að mörgum íslenzkum
forustumönnum væri ríkt í hug að geisast fram til hraðskilnaðar, þá sáu
enskir valdhafar ekki annað ráð vænna en að grípa í taumana. Sneri brezki
sendiherrann sér þá til íslenzku ríkisstjórnarinnar og réð eindregið frá að
sambandsslit væru framkvæmd og hraðskilnaður gerður að svo vöxnum
málum, enda var fyrirtækið, ef satt skal segja, ekki efnilegt: Island hernumið,
Danmörk hernumin og Englendingar töldu sig vitanlega ábyrga allra pólit-
ískra athafna Islendinga út á við I Mega það undur heita, að nokkur Islend-
ingur skyldi þá telja hraðskilnaðarleiðina færa eða æskilega, þar sem hins
vegar blasti við augum léttfær lagaleið til fullkomins sjálfstæðis á fárra ára
fresti. Islendingar fóru vitanlega að ráðum Englendinga í þessu efni, —
jafnvel þeir pólitísku snarfarar, sem aldrei höfðu haft eirð í sér til þess að