Helgafell - 02.12.1943, Side 39

Helgafell - 02.12.1943, Side 39
SKÁLDIÐ Á LITLU-STRÖND 421 an og óæðri bekk en Noregskonunga og íslendinga sögum. Stefán Helgason kvæntist öðru sinni og átti Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Arn- arvatni. Fluttist bú þeirra í Arnarvatn. — Vorið sem Jón Stefánsson varð 17 ára, fóru þeir sambýlismenn frá Arnar- vatni, Stefán faðir Jóns og Guðni Jóns- son, mágur hans, til veiða í Mývatni. Hvolfdi fari því, er þeir höfðu, og fórust báðir mennirnir. Var þetta hið þyngsta áfall vandamönnum öllum. Þrjú voru börn þeirra Stefáns og Sig- urbjargar, tvær stúlkur og einn piltur. Var sveinninn sá Helgi Stefánsson, sem ,,Helgaerfi“ Stephans G. Steph- anssonar greinir frá. Þetta áfall kom á Jón Stefánsson á því aldursskeiði, þegar hann er byrj- aður að fylgja föður sínum til starfa með sameiginlegum áhuga fyrir dags- verki hverju, sameiginlegri hlutdeild í árangri þess, á þeim aldri, þegar ung- menni er mest þörf samvistar þess, sem skilur með góðvild og leiðbeinir af vakandi ábyrgðartilfinningu, — mest þörf á stuðningi föðurhandar. Líklegt er, svo viðkvæmur og til- finningaríkur sem Jón var, að sjálfs- tamning sú, er nú þurfti með, hafi að nokkru ofið þann ytra kufl fálætis á fullorðinsárum og nokkurs brúna- þunga, sem hann bar að jafnaði við fyrstu kynning. Harðari kufl er þó hraunstorkan, sú er beinir útrás kalda- vermslum og jarðyl unglingsstöðva hans. Næsta vor réðst Jón til föðurbróður síns, Hjálmars Helgasonar, sem þá bjó í Vogum. Þetta var lán. Vogar eru næsti bær við Reykjahlíð og þar á vatnsbakkanum, sem aldrei frýs á innstu vogum, en landeign þessara jarða ríkidæmi fjölbreytninnar í nátt- úrufari og lífsskilyrðum og störfum því til samræmis, og þar kemur vorið fyrst í sveitina. Húsráðandinn, Hjálmar Helgason, var glaður og reifur hvern dag, árrisull til starfa og garpur að verki, — skýr- greindur, minnugur á það, er hann las og heyrði, og sagði vel frá. Hús- freyjan, Sigríður Pétursdóttir frá Reykjahlíð, var raungóð við kynning og sýnt um, að þess nyti í verki. Eftir fjögra ára dvöl í Vogum hafði Jón Stefánsson þroskazt vel, vaxið á- hugi á störfum og kunnátta til verka. Jafnframt fylgdi hann jafnöldrum sín- um að íþróttum, var laglega glíminn og góður skautamaður. Lærði hann þar sund, svo að hann var síðar sund- kennari í sveitinni. í Reykjahlíð var um þetta leyti fjöl- mennt af ungu fólki, fullvaxinn hóp- ur þeirra mannvænlegu barna Péturs Jónssonar, er flest voru enn heima þar og þeirra meðal konuefni Jóns. Á þessu höfuðbóli, við þjóðleið þeirr- ar tíðar, var einatt gestkvæmt lang- ferðamanna, og þangað leituðu grannakynnin. Jón Stefánsson hafði notið ferming- arundirbúnings hjá Þorláki presti Jóns- syni á Skútustöðum, móðurbróður sín- um, og um leið fengið góða tilsögn í skrift og reikningi. Hafði hann þar vetrarpart tilsögn prests, samtíða þeim frændum sínum Kristjáni Jónssyni (dómstjóra) og Birni Þorlákssyni (presti á Dvergasteini), er þá var ver- ið að búa undir för í skóla. Naut hann með þeim byrjunarkennslu í dönsku og fleiri undirstöðuatriðum. I Vogum fékk Jón sig lausan annan vetrarpart til dvalar hjá Benedikt presti Kristjánssyni á Skinnastöðum, síðar Grenjaðarstöðum. Naut hann þar góðr- ar kennslu í íslenzku og dönsku, hlaut

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.