Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 39

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 39
SKÁLDIÐ Á LITLU-STRÖND 421 an og óæðri bekk en Noregskonunga og íslendinga sögum. Stefán Helgason kvæntist öðru sinni og átti Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Arn- arvatni. Fluttist bú þeirra í Arnarvatn. — Vorið sem Jón Stefánsson varð 17 ára, fóru þeir sambýlismenn frá Arnar- vatni, Stefán faðir Jóns og Guðni Jóns- son, mágur hans, til veiða í Mývatni. Hvolfdi fari því, er þeir höfðu, og fórust báðir mennirnir. Var þetta hið þyngsta áfall vandamönnum öllum. Þrjú voru börn þeirra Stefáns og Sig- urbjargar, tvær stúlkur og einn piltur. Var sveinninn sá Helgi Stefánsson, sem ,,Helgaerfi“ Stephans G. Steph- anssonar greinir frá. Þetta áfall kom á Jón Stefánsson á því aldursskeiði, þegar hann er byrj- aður að fylgja föður sínum til starfa með sameiginlegum áhuga fyrir dags- verki hverju, sameiginlegri hlutdeild í árangri þess, á þeim aldri, þegar ung- menni er mest þörf samvistar þess, sem skilur með góðvild og leiðbeinir af vakandi ábyrgðartilfinningu, — mest þörf á stuðningi föðurhandar. Líklegt er, svo viðkvæmur og til- finningaríkur sem Jón var, að sjálfs- tamning sú, er nú þurfti með, hafi að nokkru ofið þann ytra kufl fálætis á fullorðinsárum og nokkurs brúna- þunga, sem hann bar að jafnaði við fyrstu kynning. Harðari kufl er þó hraunstorkan, sú er beinir útrás kalda- vermslum og jarðyl unglingsstöðva hans. Næsta vor réðst Jón til föðurbróður síns, Hjálmars Helgasonar, sem þá bjó í Vogum. Þetta var lán. Vogar eru næsti bær við Reykjahlíð og þar á vatnsbakkanum, sem aldrei frýs á innstu vogum, en landeign þessara jarða ríkidæmi fjölbreytninnar í nátt- úrufari og lífsskilyrðum og störfum því til samræmis, og þar kemur vorið fyrst í sveitina. Húsráðandinn, Hjálmar Helgason, var glaður og reifur hvern dag, árrisull til starfa og garpur að verki, — skýr- greindur, minnugur á það, er hann las og heyrði, og sagði vel frá. Hús- freyjan, Sigríður Pétursdóttir frá Reykjahlíð, var raungóð við kynning og sýnt um, að þess nyti í verki. Eftir fjögra ára dvöl í Vogum hafði Jón Stefánsson þroskazt vel, vaxið á- hugi á störfum og kunnátta til verka. Jafnframt fylgdi hann jafnöldrum sín- um að íþróttum, var laglega glíminn og góður skautamaður. Lærði hann þar sund, svo að hann var síðar sund- kennari í sveitinni. í Reykjahlíð var um þetta leyti fjöl- mennt af ungu fólki, fullvaxinn hóp- ur þeirra mannvænlegu barna Péturs Jónssonar, er flest voru enn heima þar og þeirra meðal konuefni Jóns. Á þessu höfuðbóli, við þjóðleið þeirr- ar tíðar, var einatt gestkvæmt lang- ferðamanna, og þangað leituðu grannakynnin. Jón Stefánsson hafði notið ferming- arundirbúnings hjá Þorláki presti Jóns- syni á Skútustöðum, móðurbróður sín- um, og um leið fengið góða tilsögn í skrift og reikningi. Hafði hann þar vetrarpart tilsögn prests, samtíða þeim frændum sínum Kristjáni Jónssyni (dómstjóra) og Birni Þorlákssyni (presti á Dvergasteini), er þá var ver- ið að búa undir för í skóla. Naut hann með þeim byrjunarkennslu í dönsku og fleiri undirstöðuatriðum. I Vogum fékk Jón sig lausan annan vetrarpart til dvalar hjá Benedikt presti Kristjánssyni á Skinnastöðum, síðar Grenjaðarstöðum. Naut hann þar góðr- ar kennslu í íslenzku og dönsku, hlaut
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.