Helgafell - 02.12.1943, Page 46

Helgafell - 02.12.1943, Page 46
428 HELGAFELL Fyrstur leikmanna hér í sveitum mun Jón Stefánsson hafa orðiÖ til þess að halda ræður við greftranir. Þau dánarminni voru venjulega ólík ræðu prestsins, svo að hvort fyrir sig hafði sitt gildi. Jón var fundvís á þær minn- ingar og atburði lokinnar samfylgdar, sem auðkenndu mann og starf og vert var að festa í minni. Sorg og sársauka sýndi hann þátttöku af þeim skilningi, að það varð algengt í sveitinni, að leitað var til hans um þessar minn- ingarræður. Heimili þeirra Jóns og Jakobínu var alla tíð fámennt, mjög lítið hjúa- hald. Dætur þeirra komu snemma for- eldrum sínum til liðs innan bæjar og utan. Ætíð var samhugur og sameiginleg ástundun hjónanna um búþarfir allar og heimilisumhyggju. En á miðkafla sambúðaráranna kom það fram, að hjónin áttu að sumu leyti ekki samleið um lífsskoðun og íhugunarefni. Jakobína var fastlynd og trygg við bernskufræði, þótti sem ekki mætti raska venjum eða skoðunum, sem þeim voru háðar. Og þegar Jón var tekinn að efast um þau bókstafsatriði trúarlærdóms og kennisetninga, sem hann gat ekki samrýmt skilningi sínum eða tilfinn- ingum, hafði hvort fyrir sig sitt sjóuar- mið um þær nýju frfhyggjuskoðanir. Bæði hjónin áttu skap, sem fylgir sínu máli. Og hún hélt á sínum mál- stað jafn vel og hann. Átti þetta þátt í því, að færra varð með hjónunum, og samleiðin vandfarin um skeið. En svo vannst þeim það með samstarfi áranna að skilja hvort annað af nýju og því betur, sem lengur leið. Utsýn beggja stækkaði með aldri, hiti í dórn- um hlífðist við, leit eftir málsbótum komst að, og því fleira varð sameig- inlegt. Þegar fullvaxnar dætur þeirra byggðu upp með þeim heimilið, bar mildan kvöldblæ á sambúð hjónanna. — Og geisli á því kvöldi, báðum sam- eiginlega, varð sveinninn ungi, son- ur Guðrúnar dóttur þeirra og Stein- þórs Björnssonar, er hlaut nafnið Þor- gils. ----- Jón Stefánsson var hraustur maður fram á síðustu ár. Þá kenndi hann vanheilsu af völdum gallsteina, og kom læknisaðgerð ekki að liöi. Að lokum varð af þessu lífhimnubólga. Bar hann með þreki og stilling þunga banalegu og sagði fyrir um búháttu og verkatilhögun að sér látnum. — Jón andaðist 23. júní árið 1915. Eftir þetta stóð bú þeirra mæðgna áfram á Litluströnd. Védís giftist Jóni Sigurðssyni frá Geirastöðum í Mý- vatnssveit, og tóku þau við búi af móður hennar. Hafa þau búið þar síðan og Guðrún verið hjá systur sinni. Jón Stefánsson var myrkfælinn mað- ur frá barnæsku. Hann gekk ekki einn til dyra, þegar dimmt var, ef hjá því varð komizt. Hann minntist þess frá yngri ár- um, þegar hann þurfti að gefa fé í myrkri, að hann greip í fang sér eitt lambið úr húsinu og hafði með sér inn í hlöðuna og þar við hlið sína, meðan hann leysti heyið. Það var lífsmark í grafarmyrkri að heyra lamb- ið kippa stráum úr stálinu og kepp- ast við að tyggja, og sönnun þess, að myrkrið tekur ekki af manni bæði sýn og heyrn. Jón hafði geig af öllu myrkri og kuldanum, sem það elur í skauti og magnar til valda í ríki sínu. Honum

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.