Helgafell - 02.12.1943, Page 53

Helgafell - 02.12.1943, Page 53
BERTEL THORVALDSEN 435 blindni er ríkjandi gagnvart form- bundnu samræmi, hlýtur jafnframt að vera í eðli sínu fjandsamleg bróun sanngildrar og fullkominnar högg- myndalistar. 1 kirkjunni Santa María della Vittorio í Róm getur enn að líta marmarahópmynd, sem talin er frá- bærust allra verka Berninis, — en ber þó framansögðu ótvírætt vitni. Hópmynd þessi sýnir hina frægu spönsku nunnu, ,,heilaga“ Theresu, helgifjálga á svip, en næsta holdlega í sniðum, þrátt fyrir hin þungu og fellingamörgu klausturklæði, sem hjúpa hana frá hvirfli til ilja. Yfir henni stendur hálfglottandi engill og heldur á gullinni ör, sem hann miðar á hjarta hinnar krjúpandi nunnu. Margir dást enn að þessari högg- mynd fyrir undursamlega sviptján- ingu, rétt eins og hin fíngerðu blæ- brigði andlitsfallsins væru raunveru- legt aðal og takmark allrar höggmynda- listar. — Sannleikurinn er sá, að ein- mitt þessi fjálglegi höggmyndastíll á aðeins gervilistarnafn skilið, hvað sem allri leikni og tækni líður. Undir lok 18. aldar voru þó uppi í Frakklandi, Ítalíu og Þýzkalandi rithöfundar og fornfræðingar, sem bentu samtíðar- mönnum sínum á hinn sanna tilgang og markmið höggmyndalistarinnar, en enn sem komið var hafði samt ekki um langt skeið bólað á nokkrum lista- manni innan Evrópu, sem gæddur var í senn listgáfu og sköpunarorku til þess að meitla í marmara hinar göf- ugu hugsjónir fornaldarinnar og end- urreisa höggmyndarlistina úr öskustó niðurlægingarinnar. Einmitt á þessu aðfaraskeiði hins nýja tíma, á fyrsta tugi 19. aldar, kom ungur danskur listnemi til Borgarinnar eilífu til þess að kynnast gömlu meist- urum. Hann eyddi þar mörgum ár- um í námunda við fjársjóðu listar- innar án sýnilegs árangurs, var að lok- um að því kominn að missa móðinn og orðinn sjálfum sér ráðgáta. Dval- artími hans í Róm var senn úti, far- arefnin þrotin, og fyrir honum lá ekki nema annað af tvennu : að ljúka miklu listaverki eða hverfa hið bráðasta heim til Kaupmannahafnar. Við svo þjakandi aðstæður, andlega sem efna- lega, mótaði Thorvaldsen styttuna af Jason. Slíkt er sönnun þess, að þar

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.