Helgafell - 02.12.1943, Síða 54

Helgafell - 02.12.1943, Síða 54
436 HELGAFELL hefur hann fylgt eÖlishvöt hinnar styrku norrænu skapgerðar sinnar. Á tímum Fídíasar kepptu myndhöggvar- ar ekki að því marki einu að knýja fram óvænt áhrif né tjá hin fíngeru ummerki mannlegra ástríðna á mennskri ásýnd. Listarhugsjón Fídías- ar hafði verið einföld, ströng og styrk, en þó guðdómleg, og einmitt þannig var Jasonarstytta Thorvald- sens. Hún varð samtíðarmönnum hans ný opinberun, enda greinilega fjarri því að vera eftirlíking á grískum eða rómverskum stíl. Hún var hvorttveggja í senn: af æskuheiðum hálfguði forn- aldarinnar og norrænni sagnahetju. Frá þeim degi var Thorvaldsen ágætasti myndhöggvari á sinni tíð. Hann hafði næstum óvitandi gert frumlegt listaverk án þess að hlaupa yfir reglur listarinnar, eins og þær höfðu verið á glæsilegasta skeiði hennar í fornöld. Auðugur Englend- ingur, mr. Hope, hafði til allrar ham- ingju nægan skilning á list til þess að hrífast af hinum göfugu verkum Thor- valdsens og næg fjárráð til að kaupa þau. Upp frá því mátti sjá ítalska borgara og erlenda ferðamenn flykkj- ast til vinnustoíu Thoi~valdsens í Róm. ítalski myndhöggvarinn Canova, sem hjó í marmara þræltrúar eftirlíkingar á hinum munarfögru grísku gyðju- myndum af frábærri kunnáttu og leikni, gekk út úr vinnustofu Thorvald- sens muldrandi fyrir munni sér í að- dáunarrómi, er hann hafði leitt sjónum hin frumlegu verk meistarans: ,,Ah, quel gjovane Danese!“, sem réttilega útleggst: Þessi danski unglingur hefur vissulega fundið listarinnar leyndar- dóma! Og því má vel bæta við, að Canova sjálfum var það fullljóst, að landar hans mundu hafa haft hann að háði og spotti, ef hann hefði reynt að gera höggmynd í þessum sama frjálsborna hetjustíl. Italir fundu fljót- lega af óbrigðulu listarskyni sínu, að Thorvaldsen var enginn hermilista- maður. Samtímis gerðu þeir sér einn- ig ljóst, að mikill skyldleiki væri með anda og stíl Thorvaldsens og Fídíasar, höfundar hinnar fornu höggmynda- listar. Þess vegna heilsuðu þeir líka Thorvaldsen einu sinni við hátíðlegt tækifæri með þessum viðurkenningar- orðum: ,,Tu sei Fidia, oh Islandese!" — ,,Þú ert Fídías endurborinn, Is- lendingur!“ Að vísu verður að játa, að Thor- valdsen neyddist oft til þess á hinum langa listamannsferli sínum, að hvarfla frá eðlisbornum hugsjónum sínum og laga sig eftir listarsmekk samtíðar sinnar af ýmsum ástæðum. En þótt hann tryggði list sinni fjár- hagslegan stuðning með þeim hætti, var það einmitt þetta, sem olli því, að hann sjálfur mat ekki listamanns- heiður sinn ávallt að verðleikum. Vér mundum t. d. telja betur farið, að Thorvaldsen hefði aldrei tekið að sér, að gera minnismerki það fyrir Píus páfa VII, sem sjá má í Sánkti-Péturs basilíkunni í Róm. En hér er ekki staður til að fjölyrða um slík efni né heldur stefnur í höggmyndarlist Ev- rópu og gildi hennar eftir dauða Thor- valdsens og fram á vora tíma. Ég get látið mér þau niðurlagsorð nægja, að hvar og hvenær sem ég hef átt því láni að fagna að hitta fyrir sanna listamenn og glögga listdómara, hef ég ávallt orðið þess var, að þeir hafa talið Thorvaldsen frumlegasta og frjó- asta myndhöggvara 19. aldarinnar og litið svo á, að ef til vill hefði hann orð- ið ennþá meiri listarrlaður, ef hann hefði verið uppi á öld sjálfs Fídíasar. Bertel Gunnlögsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.