Helgafell - 02.12.1943, Page 55

Helgafell - 02.12.1943, Page 55
Hús Bjarna riddara Sívertsens. í Hafnarfirði stendur enn hús Bjarna riddara Sívertsens, byggt 1804. Húsið er enn að mestu í upprunalegri mynd. Breytingar hafa verið smá- vægilegar, og mikið af viðum hússins er óskemmt með öllu, svo sem í efra gólfi, sperr- um og þaki. Utveggir eru hlaðnir úr múrsteini í timburbinding. Er þetta líklega eina húsið hér- lendis, sem byggt er á þennan hátt. Sem stendur eru skrifstofur bæjarins í hús- inu, en þar sem ráðhús bæjarins verður full- gert innan skamms, verða þær fluttar þangað á næstunni. Sé hið gamla hús látið standa autt og afskiptalaust, er því eyðilegging vís, áður en langt um líður. Samkvæmt skipulagsuppdrætti bæjarins á húsið líka að þoka þaðan sem það nú er, enda nýtur það sín þar illa sökum þrengsla. Eina ráðið til þess að bjarga húsinu frá glöt- un er því að flytja það. Til þess þarf nokkurt fé. En væri þvf fé illa varið, sem til þess færi að bjarga húsi Bjarna Sívertsens? Húsi, sem er dýrgripur á margan hátt, fallegt, hefur menningarsögulegt gildi og er síðast, en ekki sízt minnisvarði Bjarna riddara Sívertsens, sem vissu- lega á skilið, að minningu hans sé haldið á lofti, og engu síður fyrir það, þótt gleymzt hafi að geta hans í nýútkominni Iðnsögu íslands, hvern- ig sem á því stendur. Nú, þegar menn virðast kunna að meta bet- ur en nokkru sinni fyrr gömul menningarverð- mæti, ætti fjárskortur ekki að hamla björgun hússins, eins og árar. — Verzlunarstéttinni ætti að vera það metnaðarmál, að varðveitt sé minning hins fyrsta íslenzka verzlunarmanns, sem nokkuð kvað að. Iðnaðarmenn ættu að minnast fyrsta skipasmiðsins. Hafnarfjarðarbær ætti að hlúa að minningu eins bezta borgara síns. Þjóðin öll á að læra að meta heillastörf beztu sona sinna og sýna slíkt í verki. Agúst Steingrlmsson. O tempora, o mores Ritstjórar góSir. Eftir að hafa lesið bréf hins „ágæta" vinar Helgafells, f n.sfðasta hefti, furðaði mig á, að þið skylduð hafa birt það í tímaritinu. Fæ ég ekki betur séð, en að bréfritarinn skarti að rökvísi á við aðra hraðskilnaðarmenn, og hefði því eins mátt prenta upp einhverja klausuna úr Morgun- blaðinu eða Vísi. Að vísu koma greinilega í ljós f bréfinu höfuðeinkenni á rökfærslu hraðskiln- aðarmanna eða öllu heldur það, sem kalla mætti rangfærslu þeirra á kjarna málsins. En einmitt þvf atriði hafið þið ekki gefið gaum í athuga- semd yðar, og væri þó ástæða til að vekja at- hygli almennings á því, hvernig hraðskilnaðar- menn halda á málum. Þessi háttvirti bréfritari og „ágæti" vinur Helgafells segir, að þeir, sem fresta vilja af- greiðslu skilnaðarmálsins til styrjaldarloka, vilji ,,slá á jrest fullveldi landsins”. Af þessum ummælum er augljóst, að þessi maður annað tveggja veit ekki, hvað er mergur þessa máls eða þyrlar vfsvitandi upp moldviðri og rangfærslum til þess að villa mönnum sýn, og véla þá til fylgis við hraðskilnaðarmenn á röngum forsendum. Þessar blekkingar eru að vísu ekki nýnæmi, því að fyrr hefur þeim verið hampað til þess að styðja að landráðaáburði hraðskilnaðarmanna. Þessu er eflaust skákað í því skjóli, að al- menningur sé búinn að gleyma því, að ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. des. 1918, og er aðeins í sambandi við Dani um persónu kon- ungs, eða þá að teflt er djarft í skjóli skilnings- leysis og hugtakaruglings.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.