Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 58
440
HELGAFELL
fyrlr oss, sem hér búum, og vissulega furðar
mig á því, að jafn hraðgáfaðir menn og scjórn-
málaritstjórar Morgunblaðsins skuli nokkurn
tíma geta gleymt því, að það hefur kostað
mannkynið margra alda harða baráttu að
tryggja þeim frelsið til að hugsa og álvkta
jafn látlaust og heimskulega eins og þeim
er eðlilegt.
*
* *
HÁSKÓLINN
VERÐUR FYRIR
ÁFÖLLUM
Margir telja, að Evrópustyrjöldinni kunni
að verða lokið á þessu ári, en öllu minni
bjartsýni gætir um það, að takast megi að
koma á varanlegum friði hér innanlands á
næstu mánuðum. Síðasta ár hefur verið róstu-
samt í þjóðfélaginu, og jafnvel Háskólinn, sem
hefur unnið sér verðskuldað traust og ást-
sæld þjóðarinnar, hefur ekki farið varhluta
af umtali og deilum. Hann
hefur meira að segja orð-
ið fyrir þrennum áföllum
þann stutta tíma, <-em lið-
inn er af þessu háskólaári, en engin þeirra
eru þó þess eðlis, að þau þurfi að valda iion-
um varanlegum álitshnekki. I byrjun háskóla-
ársins sá guðfræðideildin sig til þess neydda
að losa sig við einn af k.ennurum sinum, sr.
Sigurð Einarsson dócent. Að vísu má scgia,
að það sé full hátíðlegt að tala um áfall í
þessu sambandi, þar sem það er vitað, að
kristin kirkja hefur, þótt ótrúlegt sé, komizt
af án hans í nær tuttugu aldir, en áíall er
þetta engu að síður. Það er áfall fyrir Há-
skólann, ef svo reynist, að dócentinn hafi
verið borinn röngum sökum og áfall fyrir
guðfræðideildina að hafa ekki haft Lirðu eða
hugsun á að losna við hann fyrr, ef sakar
giftirnar reynast á rökum byggðar. Margir
munu og verða til þess að efast meira en áður
um uppcldisáhrif guðfræðideildarinnar hafi
þau eigi enzt til þess að gera nothæfan dócent
úr Sigurði öll þau ár, sem hann hefur lifað
ÁFALL NR. „ °S
SR SIGURÐUR ”"”r' fy
DÖCENT V“f'r aí
sogðu fullyrt eins og
sakir standa, því málið er enn til rannsóknar
í höndum dómbærra manna, sem allir bera
óskorað traust til. Hins vegar mun ekki óvar-
lega ályktað, þótt sagt sé, að sr. Sigurður
hafi haft ýms önnur hugðarefni um dagana
en þau, sem snerta heilagleikann í þrengstu
merkingu, og vitanlega getur guðfræðideildin
ekki til lengdar unað því, að kennimenn
hennar láti sér nægja að daðra við kristin-
dóminn í tómstundum sínum. Það vill líka
svo vel til, að guðfræðideildin hefur miklum
ágætismönnum á að skipa, þótt Sigurður fari,
og t. d. er Magnús Jónsson prófessor svo
mikill áhrifamaður, að telja má víst, að enginn
standi betur en hann að vígi um að koma í
veg fyrir, að höfuðkennurum prestastéttar-
innar haldist það uppi, að vera stöðugt að
braska í þingmennsku, bankastjóm eða út-
varpsmálum. Því má vel fara svo, að ein-
mitt brottrekstur dócentsins leiði til varan-
Iegrar blessunar fyrir kristnihaldið í landinu.
*
* #
En hvort sem dósentsmálið ber að teljasc
áfall fyrir Háskólann eða ekki, er hitt víst,
að hann hlaut annað og miklu alvarlegra á-
fall 14. nóvember sl., en þá birtist í Morgun-
blaðinu grein eftir dr. Alexander fóbannesson
ÁFALL NR. 2: HÓfessor. Þótt ritsmíð
DR. ALEXANDER verðl Serð * ”m;
talsefni, sneiöi eg hja
því að fara verulega út í það, sem hún að
efni til fjallar um, en það er skilnaðarmálið.
Fyrir Léttara hjali vakir einungis að gera
nokkra grcin fyrir andlegu viðhorfi þessa full-
trúa vestrænnar háskólamenningar, og það er
því meiri ástæða til þess sem dr. Alexander
hefur marga þá eiginleika til að bera, sem
gera hann að atkvæðamiklum áhrifamanni.
Hann er gæddur óvenjulegum áhuga og
bjartsýni, dugnaði og ósérplægni, en auk
þess nýtur hann að verðleikum mikilla
persónulegra vinsælda hjá öllum, er honum
kynnast. Allra þessara ágætu eiginleika hcf-
ur Háskólinn notið í ríkum mæli, enda mun
almennt viðurkennt, að hann eigi ytra gengi
sitt að þakka dr. Alexander meira en nokkr-
um einum manni öðrum. Það er ekki fyrr
en dr. Alexander fer a8 skrifa, sem hann ger-
ist Háskólanum óparfur.
Prófessorinn færir tvær meginástæður fyrir
því, að hraða bcri fullum sambandsslitum.