Helgafell - 02.12.1943, Side 59
LÉTTARA HJAL
441
Önnur er ástandið í landinu, en því lýsir
hann m. a. svo: „ . . . Allt er nú á hverfanda
hveli í tslenzku þjóðlífi. Mögnuð stéttabarátta
hefur sundrað þjóðinni. Alþingi er orðin mátt-
laus stofnun, þar sem hver höndin er ttpp á
móti annarri . . . Sjálft stjórnskipulagið er
meingallað eins og reynslan hefur sýnt. . .
Við Islendingar erum nú eins og litil fleyta,
sem berst áfram t ólduróti œgilegustu styrj-
aldar, sem geisað hefir . . Ef erlendur mað-
ur hefði lýst oss eins og hér er gcrt mundum
vér hafa brugðizt við hinir verstu og talið
þetta grófgert níð, enda er það mála sann-
ast, að vér höfum fram á þennan dag unnið
stöðugt að ýmsum umbótamálum og ráðizt
í merkilegar framkvæmdir, sem vonlaust væri
um, ef lýsingin væri rétt í öllum atriðum.
Það vill einnig svo til, að einn af mætustu
mönnum Háskólans, prófessor Ólafur Lárus-
son, hefur nýlega séð ástæðu til þess að vara
þjóð sína við því að vega að sjálfri sér með
ofstækisfullum áróðri, og þó að hann sé mjög
eindreginn sjálfstæðismaður, þykir mér senni-
legt, að hann mundi jafnvel telja nokkra tví-
sýnu á því, að svo hörmulegt innanlands-
ástand væri jafn bráðæskilegur sjálfstæðis-
grundvöllur, eins og dr. Alexander virðist á-
líta. Það yrði ennfremur að teljast hæpið, að
tafarlaus sambandsslit gætu út af fyrir sig
orkað venilega á stjórnarfar okkar og inn-
byrðis hegðun, þar sem því verður ekki neit-
að, að vér höfum að undanförnu farið öllu
voru fram sem hvert annað fullvalda riki,
og þær vonir, sem vér gerum oss öll um það,
að geta algerlega staðið á cigin fótum sem
óháð og sjálfstæð þjóð í framtíðinni, hljóta
auðvitað fyrst og fremst að byggjast á með-
vitundinni um það, að vér eigum menningar-
legan og stjórnarfarslegan þroska til að fara
sjálfir með öll vor mál. Dr. Alexander virð-
ist einnig hafa hugboð um það, að ófarnaður
vor í innanríkismálum sé ekki einhlítur, því
hann rennir annarri og miklu veigameiri stoð
undir hraðskilnaðarkenningu sína, en hún er
sú, að hann (sjálfur) hafi lýst yfir því i
heyranda hljóði árið 1935, að vér betðum í
hyggju að gerast „frjálsir og fullvalda“. Ég
furða mig á því, að mér skuli ekki blöskra
það að geta ekki verið sammála prófessorn-
um um blygðunarleysi þeirra manna, scm þver-
skallast við að telja málið til lykta leitt, eftir
að hann (sjálfur) hefur gefið slíka yfirlýs-
ingu, sérstaklega þó, þegar þess er gætt, að
ekki er vitað um einn einasta Islending, sem
hefur óskað þess og gert ráð fyrir, að sam-
bandinu við Dani yrði haldið áfram. En það
er öðni nær en að allir hafi látið sér segj-
ast. M. a. hafa þrjátíu menn, sem annaðhvort
hafa ekki heyrt um þessa frumlegu yfirlýs-
ingu prófcssorsins, eða ekki talið hana nægi-
lega, gerzt svo djarfir að skrifa bækling um
ýms framkvæmdaratriði varðandi skilnaðar-
málið, enda er dr. Alexander ekki lengi að
sjá, hvað að þeim gcngur. Hann kemst að
þcirri einföldu niðurstöðu, að „nokkrir höf-
undanna" séu „danskari en Danir sjálfir i
viðhorfi þeirra til frelsismála íslendinga". Ég
þekki raunar ekkert til þessa ,,viðhorfs“ Dana,
en hins vegar er mér fullkomlcga ljóst, að það
sem prófessorinn á við með ummœlum sin-
um, er hvorki annað né minna en það, að
allmargir þessara fjórtán manna œski þess að
gerast svikarar við íslenzkan málstað. Þar sem
allir þessir fjórtán menn hafa komizt að svip-
aðri niðurstöðu í greinum sínum, hefði verið
sanngjarnt að ætlast til þess af prófessornum
að tilgreina, hverjir þeirra væru einkum föð-
urlandssvikarar, úr því að hann tekur sér
fyrir hendur að gera upp á milli þeirra. Hins
vegar er óþarft að taka það fram, að ég er
persónulega ekki í neinum vafa um það, að
hver og einn þessara fjórtán höfunda er full-
komlega jafn eindreginn og einlægur sjálf-
stæðismaður og dr. Alexander og alveg jafn-
mikill föðurlandsvinur og góður íslendingur
eins og hann. Og stæði ég í sporum dr.
Alexanders og væri jafn samvizkusamur og
góður drengur eins og ég veit að hann er,
þrátt fyrir þetta, mundi ég telja mér sérstaka
ánægju að því að taka þegar í stað til ná-
kvæmrar rannsóknar möguleikann fyrir því
að skammast mín rækilega fyrir svo ósæmileg-
an sleggjudóm um samborgara mína. Vel má
vera, að hann sé þcgar búinn að þessu, en
hafi hann látið það ógert, kynni sú van-
ræksla að standa í sambandi við heimspóli-
tískt viðhorf prófessorsins, því að satt að
segja gætir þess raunalega lítið í greininni,