Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 67

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 67
BÓKMENNTIR 449 Afmælisgjöf Guðm. Finnbogasonar Guðmundur Finnbogason: HUGAN- IR. ísaf. 1943. 362 bls. Innb. kr. 50.00. Ríkið hefur tekið þann hátt upp að heiðra starfsmenn sína, er þeir hafa náð vissum aldri, með því að reka þá úr þjónustu sinni, og þai sem dr. Guðmundur Finnbogason varð sjötug- ur á síðastliðnu vori, hlaut þessi regla einnig að bitna á honum. Sjálfsagt hefur hann tekið þessu hlutskipti glaður og reifur og víst er um það, að hann hefur sjálfur gefið þjóð sinni góða ,,afmælisgjöf“ í tilefni þessara tímamóta. Dr. Guðmundur er meðal fyrstu fslendinga, sem lagt hafa stund á ritgerðir sem sjálfstætt ritlistarform, og er bók sú, er að ofan getur, á- gætt sýnishorn þess, er hann hefur afrekað á því sviði. í bókinni eru þrjátíu ritgerðir frá ár- unum 1905—1942 og segist höfundinum svo frá í formála, að hann hafi valið þær greinar einar í þetta safn, sem séu honum jafn kærar nú og þegar hann samdi þær. Allar bera ritgerðirnar órækan vott um íhygli höfundarins og ímynd- unargleði, en þótt þær fjalli um mörg og næsta óskyld efni, leynir það sér hvergi, að íslenzk tunga, saga þjóðarinnar og menningarerfðir, eru honum öðru fremur hjartfólgin hugðarefni. Bókin er að vissu leyti afmælisrit eins og áður er getið, og þess vegna hefur útgefandinn látið taka s^man skrá yfir ritverk höfundarins, frumsamdar bækur, ritgerðir og þýðingar. Nær skráin yfir tólf þéttletraðar síður og má af henni marka, að hvorki hefur höfundurinn setið auð- um höndum um dagana né horft hugsunarlaust á tilveruna. T. G. Ævisögur tónsnillinga Theodór Arnason: TÓNSNILLINGA- ÞÆTTIR I. Útgefancli Þorleifur Gunn- arsson. Steindórsprent h. f. 1943 — 270 bls. Innb. kr. 30,00. Bók þessi hefur að geyma stuttar asvisögur merkra tónsnillinga frá fyrri hluta sextándu ald- ar til vorra tíma, og kveðst höfundurinn hafa samið þœttina með þaÖ fyrir augum, að þeir gætu orðið eins konar „handbók útvarpshlust- enda" um þessi efni. A vorum tímum verður það að teljast til sjálfsagðrar og almennrar menntunar, að menn viti nokkur deili á þeim mönnum, sem hæst hafa borið í heimi tónjistar- innar, en hins vegar er fátt um slíka fræðslu á ís- lenzkri tungu og má því ætla, að bók þessi verði þegin með þökkum. Hefur höfundurinn sýni- lega gert sér far um að leysa verk sitt vel af hendi, en hann er sjálfur mjög vel heima í tón- list og er auk þess smekkvís á mál og segir skemmtilega frá. Útgefandinn, Þorleifur Gunn- arsson, hefur einnig látið sér annt um að vanda tij bókarinnar. Eru í henni m. a. margar ágæt- ar myndir af þeim mönnum, er þar segir frá. T. G. Alþingishátíðin 1930 Dr. Magnús Jónsson prójessor: AL- ÞINGISHÁTÍÐIN 1930. - H. f. Leift- ur. Reykjavík 1943. — 386 bls. Líklega er það einsdæmi í veraldarsögunni, að tekist hafi að safna þriðjungi heillar þjóðar á einn stað til sameiginlegs fagnaðar, en þetta gerðu íslendingar á Þingvöllum árið 1930. Al- þingishátíðin er langsamlega stærsta útiskemmt- un, sem stofnað hefur verið til hér á landi og mátti raunar teljast hið mesta þrekvirki þegar á allt er litið. Nú hefur h. f. Leiftur gefið út stórt og mjög prýðilegt rit um þennan sérstæða og sögulega viðburð og ekkert til sparað, aS þaS mætti verða hið veglegasta. Frásögnin af hátíðahöldunum og undirbún- ingi þeirra virðist mjög ýtarjeg og þarf víst ekki að efa, að hún sé ennfremur hin sannorðasta, enda átti höfundurinn, dr. Magnús Jónsson pró- fessor, sæti í hátíðanefndinni frá öndverðu. Er svo að sjá sem hér sé flestu því, er verulegu máli skiptir, haldið til haga, en auðvitað er þess aldrei að vænta, að rit, slíkt sem þetta, taki til allra þeirra atriða, sem einstakir lesendur kynnu aS vilja spyrjast fyrir um. Ég get t. d. hugsað mér, að einhver, er síðar meir les bók þessa, sakni þess að sjá hvergi getið þess virðulega aðbúnaðar, sem Jíklegt er, að Einari Benedikts- syni, öðrum aðalverÖlaunahöfundi hátfðarljóð- anna og stórbrotnasta skáldi Islendinga að fornu og nýju, hafi verið búinn á þessari höfuðhátíð hinnar fornfrægu bókmenntaþjóðar. ÞaS, sem einkum setur svipinn á þessa bók, eru myndirnar, en þær skipta hundruðum og eru margar þeirra mjög góðar og sumar með ágætum. Hins vegar hefði jafn glæsileg bók átt það skiliS að vera rituð á miklu betri og veg- legri íslenzku, því víða er málfariÖ fremur hroð- virknislegt og stíljinn losaralegur. Þrátt fyrir þaS er bókin í heild langt frá því að vera óviS- felldin til lestrar. Hún er öll skrifuð í hinum þægilega og „sjálfglaða'' mærðartón, sem höf- undinum lætur svo ágætlega. T. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.