Kjarninn - 19.06.2014, Page 9

Kjarninn - 19.06.2014, Page 9
02/04 EfnaHagsmÁl v ilji er til þess að vinda ofan af því regluverki sem sett hefur verið á fjármálaþjónustu eftir hrun, liðka fyrir veru lykilstjórnenda og sér- fræðinga í fjármálageiranum í öðrum löndum en þeirra eigin umfram aðra og setja upp ein- hvers konar yfirþjóðlegan dómstól til að taka ákvarðanir um deilumál sem munu spretta upp á milli fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skjölum úr yfir- standandi TISA-viðræðum um aukið frelsi fjármálaþjónustu á alþjóðamörkuðum. Skjölin eru dagsett 14. apríl 2014 og hafa aldrei birst opinberlega áður. Wikileaks komst yfir skjölin og ýmsir fjölmiðlar víðs vegar um heiminn greina nú frá þeim. Kjarninn er eini íslenski fjölmiðillinn sem það gerir. Hyglar ríkum alþjóðafyrirtækjum Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) hafa gagnrýnt TISA-viðræðurnar harðlega. Í skýrslu sem þau gáfu út vegna þeirra í lok apríl síðastliðins segir meðal annars að viðræðurnar séu vísvitandi tilraun til að auka hagnað stærstu og ríkustu fyrirtækja og þjóðríkja heims á kostnað þeirra sem verst hafa það. Verði samkomulagið að veruleika muni það auka ójöfnuð gríðarlega. Með TISA-samkomulaginu, og öðrum slíkum yfir- þjóðlegum viðskiptasáttmálum, sé verið að festa í sessi rétt fjárfesta og koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geti gripið til aðgerða á fjölmörgum sviðum sem tengist viðskiptum. Á meðal þess sem PSI segir að TISA-samkomulagið muni hafa í för með sér er að ríkisstjórnir muni ekki geta tekið aftur yfir opinbera þjónustu ef einkavæðing hennar hafi mis- tekist, reglugerðir þjóða sem snúa að öryggi verkamanna verði takmarkaðar, sömuleiðis umhverfisverndarregluverk, neytendavernd og eftirlitsstarfsemi með heilbrigðisþjónustu, orkuverum, úrgangslosun og faggildingu í menntakerfinu. „Þetta samkomulag mun koma fram við farandverkamenn (e. migrant workers) sem vörur og takmarka getu ríkisstjórna til að tryggja réttindi þeirra,“ segir enn fremur í skýrslu PSI. EfnaHagsmÁl Þórður Snær Júlíusson í samstarfi við Wikileaks L @thordursnaer „Þetta samkomu- lag mun koma fram við farand- verkamenn (e. migrant workers) sem vörur og takmarka getu ríkisstjórna til að tryggja réttindi þeirra.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.