Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 15
03/05 DómsmÁl
Kjarninn beindi fyrirspurnum um þessi mál til embættis
sérstaks saksóknara í mars síðastliðnum eftir að upplýsingar
bárust til ritstjórnar um að samtöl blaðamanna við suma
þeirra sem hefðu verið til rannsóknar hefðu verið hleruð
og þau geymd. Samkvæmt svörum frá embættinu var tekið
fram að svo væri ekki, það er að samtöl blaðamanna við fólk
væru ekki hleruð og geymd. Lögð væri áhersla á það að afla
aðeins upplýsinga um það sem máli skipti, öðru væri eytt. En
í ljósi þess hvernig hlerunin færi fram væri óhjákvæmilegt að
símtöl sem vörðuðu annað en málið sem til rannsóknar væri
gætu verið hleruð af starfsmönnum embættisins. Þeim bæri
hins vegar að eyða öllu sem ekki tengdist málinu, og þá væri
óheimilt að hlera símtöl milli lögmanna og þeirra sem til
rannsóknar væru. Í einhverjum tilvikum kynni að hafa orðið
misbrestur á þessu, en þá hefði verið brugðist við því og öllu
efni eytt sem þyrfti að eyða.
líka í rauntíma
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur auk
þess svarað því til að ekki sé hlerað í rauntíma heldur séu
tekin upp öll samtöl, á grundvelli dómsúrskurðar þar sem
heimildar tímabil til hlerunar er tiltekið, og síðan fari starfs-
menn sérstaks saksóknara í gegnum þau eftir á og meti hvað
eigi erindi við málið og hvað ekki. Samkvæmt heimildum
Kjarnans er þessi lýsing ekki alls kostar rétt. Í mörgum til-
vikum hafa starfsmenn embættisins hlerað símtöl í rauntíma
og hafa getað fylgst með því í gegnum tölvukerfi hvenær sá
sem heimilt er að hlera hefur átt samtöl í síma. Það er ekkert
annað að gera en að setja heyrnartólin á höfuðið og hlusta á
það sem fram fer.
ríkissaksóknari skoðar málið
Ríkissaksóknari hefur haft starfsaðferðir embættis sérstaks
saksóknara til skoðunar og rannsóknar í nokkuð langan
tíma, ekki síst vegna síendurtekinna kvartana lögmanna
yfir starfsaðferðum þegar kemur að hlerunum. Fyrr-
nefndur Hörður Felix hefur átt í formlegum samskiptum