Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 15

Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 15
03/05 DómsmÁl Kjarninn beindi fyrirspurnum um þessi mál til embættis sérstaks saksóknara í mars síðastliðnum eftir að upplýsingar bárust til ritstjórnar um að samtöl blaðamanna við suma þeirra sem hefðu verið til rannsóknar hefðu verið hleruð og þau geymd. Samkvæmt svörum frá embættinu var tekið fram að svo væri ekki, það er að samtöl blaðamanna við fólk væru ekki hleruð og geymd. Lögð væri áhersla á það að afla aðeins upplýsinga um það sem máli skipti, öðru væri eytt. En í ljósi þess hvernig hlerunin færi fram væri óhjákvæmilegt að símtöl sem vörðuðu annað en málið sem til rannsóknar væri gætu verið hleruð af starfsmönnum embættisins. Þeim bæri hins vegar að eyða öllu sem ekki tengdist málinu, og þá væri óheimilt að hlera símtöl milli lögmanna og þeirra sem til rannsóknar væru. Í einhverjum tilvikum kynni að hafa orðið misbrestur á þessu, en þá hefði verið brugðist við því og öllu efni eytt sem þyrfti að eyða. líka í rauntíma Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur auk þess svarað því til að ekki sé hlerað í rauntíma heldur séu tekin upp öll samtöl, á grundvelli dómsúrskurðar þar sem heimildar tímabil til hlerunar er tiltekið, og síðan fari starfs- menn sérstaks saksóknara í gegnum þau eftir á og meti hvað eigi erindi við málið og hvað ekki. Samkvæmt heimildum Kjarnans er þessi lýsing ekki alls kostar rétt. Í mörgum til- vikum hafa starfsmenn embættisins hlerað símtöl í rauntíma og hafa getað fylgst með því í gegnum tölvukerfi hvenær sá sem heimilt er að hlera hefur átt samtöl í síma. Það er ekkert annað að gera en að setja heyrnartólin á höfuðið og hlusta á það sem fram fer. ríkissaksóknari skoðar málið Ríkissaksóknari hefur haft starfsaðferðir embættis sérstaks saksóknara til skoðunar og rannsóknar í nokkuð langan tíma, ekki síst vegna síendurtekinna kvartana lögmanna yfir starfsaðferðum þegar kemur að hlerunum. Fyrr- nefndur Hörður Felix hefur átt í formlegum samskiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Kjarninn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-4402
Tungumál:
Árgangar:
2
Fjöldi tölublaða/hefta:
57
Gefið út:
2013-í dag
Myndað til:
25.09.2014
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Rafrænt dagblað sem kemur út einu sinni í viku, á fimmtudögum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað: 44. útgáfa (19.06.2014)
https://timarit.is/issue/370134

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

44. útgáfa (19.06.2014)

Aðgerðir: