Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 60

Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 60
06/07 tónlist Þú ert búinn að vera viðloðandi tónlist ansi lengi, ekki satt? Jú, ég hef verið að sýsla í tónlist frá því ég flosnaði upp úr listaskólanámi. Ég er jafn spenntur fyrir því að gera tónlist og ég var þegar ég var að byrja. Finnst þér vera mikill munur á tónlistarlandslaginu í dag og þegar þú varst að hefja ferilinn? Já, það er miklu auðveldara að gera tónlist og plötur í dag. Tæknin gerir fólki miklu auðveldara fyrir. Hér áður fyrr voru það nær eingöngu ríkir karlar sem áttu hljóðver og gátu fjármagnað plötur. Nú er hægt að gera plötur nánast hvar sem er. Aðgangur fólks að tónlist og upplýsingum um tónlist er miklu greiðari en hann var áður. Þegar ég var ungur þurfti maður að leggja mjög mikið á sig til að heyra í hljómsveitum á borð við Faust eða Amon Düül. Maður þurfti helst að þekkja einhvern vel stæðan sem átti flott plötusafn til þess að heyra þessa tónlist. Nú er þetta ekkert mál, ef maður vill kynna sér eitthvað eða heyra eitthvað þarf maður bara að leita á internetinu og maður fær það sem maður vill innan fárra sekúnda. Það er reyndar eitt sem ég sakna og það er að í dag er minni dulúð í kringum tónlistarmenn og hljómsveitir. Ég er þakklátur fyrir að hafa alist upp við það að tónlistarfólk var leyndardómsfyllra af því að upplýsingarnar um það voru ekki auðfundnar. Núna finnur maður allt með því að leita á Wikipedia og sambæri- legum vefsvæðum. meiri sál í gömlum hljóðgervlum Meðlimir Portishead hafa verið nokkuð iðnir við að gera tónlist utan hljómsveitarinnar síðastliðin ár. Finnst þér það hjálpa hljóm- sveitinni og ykkur sem skapandi tónlistarfólki? Mér finnst það hjálpa okkur að því leyti að það veitir okkur innspýtingu og aukinn sköpunarkraft að fást við aðra hluti en Portishead. Á hinn bóginn lengir það biðina á milli platna hjá okkur en okkur finnst gott að hafa frelsi til þess að gera hluti fyrir utan hljómsveitina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.