Kjarninn - 19.06.2014, Page 65

Kjarninn - 19.06.2014, Page 65
03/04 kJaftÆði að dómurum af því að okkur er farið að leiðast svo að senda bankamenn í fangelsi. Núna er Siggi hakkari okkar ofsóttasta þjóðhetja. Ef Sigmundur Davíð er Árni Magnússon okkar tíma, sem er rökrétt að álykta, þá er Siggi hakkari hinn nýi Hrói Höttur (nei, ekki pítsustaðurinn). Alveg eins og Hrói hélt þurfalingunum uppi með því að ræna vondu lénsherrana hefur Siggi stolið fyrir tugmilljónir af sálar- og siðlausum skyndibita-, bílaleigu- og úlpukeðjum og leyft svöngum sautján ára unglingsstrákum að njóta afrakstursins á milli þess sem hann bregður sér á leynileg stefnumót með FBI í Bandaríkjunum og býður sjálfum sér á þingnefndarfundi í fylgd lífvarða. Og ef Sigmundur er Árni og Siggi er Hrói þá er Jón Ásgeir Jóhannesson hinn fagurhærði píslarvottur sem umburðarlausir valdsmenn hafa einelt í á annan áratug og leitt fram fyrir lýðinn til krossfestingar. Barrabas hét hann – sá sem slapp. Munaði litlu að það yrði hinn, þessi með þyrnikórónuna. framsókn er ekki nútíma-neitt En Framsóknarflokkurinn, nútíma-hvað er hann? Stutta svarið er að hann er ekki nútíma- neitt, þótt hann hafi lagst í sama leiðangur og útgerðarmennirnir og reynt að telja okkur trú um að hann sé hinn nýi gyðingur og allir aðrir hinar nýju SS-sveitir; Sláturfélag Samfylkingar- innar. Um þessa helför vorra daga eru meira að segja haldin seminör í útlöndum þar sem Eygló Harðardóttir, sem einhvern veginn hafði tekist að skapa sér ímynd skyn- sama framsóknarmannsins – aðallega með því að segja sem minnst – tók að sér það óeigingjarna hlutskipti að messa yfir hausamótunum á kvenréttindafrömuðum Norðurlandanna um það hvílíku misrétti og hatri forystuflokkur íslensku ríkisstjórnarinnar þyrfti að sæta heima við. Fulltrúar hans fá ekki einu sinni vel launuð sæti í stjórn Faxaflóahafna lengur eins og hefðarrétturinn gerir ráð fyrir. Þar eru þeir jaðar settir og útskúfaðir eins og annars staðar. Gott ef „Þarna vantaði bara eintak af Stuttum Frakka á VHS og þá hefði þetta verið svo til fullkomið þjóðmenningar- legt yfirlit yfir Ísland tíunda áratugarins.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.