Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 12

Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 12
04/04 EfnaHagsmÁl Ljóst er á skjölunum að vilji er til þess að auka frelsi fjármálaþjónustu til að stunda sína starfsemi allverulega. Um fimmtíu ríki taka þátt í samningsviðræðunum. Ísland er þar á meðal. Samkvæmt þeim skjölum sem Kjarninn hefur undir höndum gerðu Íslendingar engar athugasemdir við þær tillögur sem settar voru fram. afregluvæðing aðalatriði TISA-viðræðurnar hafa staðið yfir frá því vorið 2013 og samkvæmt þeim litlu tíðindum sem borist hafa af framvindu þeirra hafa þær gengið vel. Sjöttu viðræðulotu lauk í byrjun maí síðastliðins. Viðræðurnar snúast um alla anga þjónustu og frelsis- væðingu þeirra á alþjóðavettvangi. Skjölin sem Wikileaks hefur undir höndum, og Kjarninn segir nú frá, snúast ein- vörðungu um þær áherslur sem stefnt er á að ná í gegn varð- andi fjármálaþjónustu. Tilgangur viðræðnanna er að tryggja algjört aðgengi á milli markaða þeirra um fimmtíu landa sem að samkomulaginu myndu koma, verði það að veruleika. Á undanförnum árum – eftir efnahagshrunið sem skall á haustið 2008 – hafa reglur um fjármálaþjónustu verið hertar töluvert á ýmsum sviðum víðs vegar um heiminn. Í þeim samningsdrögum sem Kjarninn er með virðist stefnan með TISA-samkomulaginu að draga töluvert úr þeim reglum. Auk þess er þar að finna ákvæði sem eiga að heimila stjórnend- um og sérfræðingum sem starfa í fjármálageiranum betra aðgengi að því að dvelja í samningslöndunum en þeir hafa í dag, enda innflytjendamál og hertar kvaðir í þeim mjög ofarlega á baugi víða um heim um þessar mundir. Í skjölunum er líka lagt til að settur verði upp nokkurs- konar yfirþjóðlegur dómstóll til að útkljá deilumál sem kunna að koma upp á milli þeirra sem aðild eiga að samkomulaginu. Þangað gætu til dæmis fjármálafyrirtæki skotið skorðum sem þjóðríki reyndu að setja þeim. ítarEfni The Trade In Services Agreement (TISA) Coalition of services industries PSI Special Report: TISA versus Public Services Scott Sinclair og Hadrian Mertins- Kirkwood fyrir PSI Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.