Kjarninn - 19.06.2014, Síða 24

Kjarninn - 19.06.2014, Síða 24
05/11 viðtal inn með mikla áherslu á lýðræðismál og ná í fyrsta skipti inn í borgarstjórn. Ég held að það sé mjög heilbrigt að þeir fái að spreyta sig. Þessi breidd verður styrkur. Það mun reyna á alla aðila í samstarfinu á kjörtímabilinu en ég er bjartsýnn á að þetta verði gott.“ framsókn þarf svigrúm til að útskýra Mikið fjaðrafok var í kringum Framsóknarflokkinn í kosn- ingabaráttunni, aðallega vegna ummæla forystumanna framboðsins um lóðaúthlutanir undir mosku í Reykjavík og annarra sem margir túlkuðu sem útlendingaandúð. Það er þó ljóst að eitthvað sem Framsóknarflokkurinn gerði virkaði. Hann er nú með tvo borgarfulltrúa í höfuðborginni í fyrsta sinn í 40 ár. Forvígismenn nýs meirihluta, meðal annars Dagur, hafa hins vegar sagt að Framsóknarflokkurinn sé ekki stjórntækur. Hvað á hann við með því? „Á meðan það er óljóst hvaða sýn Framsóknarflokkurinn hefur á jafnræði og mannréttindi í samfélaginu verður að gefa honum svigrúm til að tala skýrar og gera hreint fyrir sínum dyrum áður en hægt erað svara því hvort flokkurinn er tækur til stjórnarsamstarfs. Það er ekki verið að kvarta yfir umræðu heldur því að það sé verið að ala á ótta og

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.