Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 56

Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 56
02/07 tónlist við Massive Attack, Tricky og Goldfrapp. Dummy seldist í bílförmum í heimalandi sveitarinnar og náði hún einnig að afla sér mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Önnur breiðskífa hennar er samnefnd sveitinni og var hún ekki síður vinsæl þegar hún kom út árið 1997. Hljómsveitin tók sér hlé frá útgáfu og spilamennsku árið 1999 og á meðan sinntu meðlimir hennar öðrum verkefnum við góðan orðstír. Beth hefur gefið út eina sólóskífu, hina mögnuðu Out of Season sem hún gerði með Paul Webb, bassaleikara Talk Talk. Geoff hefur starfrækt hliðarverkefni á borð við Quakers og Beak og svo hefur Adrian m.a. haldið úti Adrian Utley‘s Guitar Orchestra meðfram því að spila inn á og taka upp plötur Goldfrapp. Þriðja breiðskífa Portishead, Third, kom út árið 2008 og eru margir aðdáendur sveitarinnar jafnvel á því að hún sé besta verk hennar hingað til. spila í fyrsta sinn á íslandi Kjarninn setti sig nýverið í samband við Adrian Utley, sem var staddur í hljóðveri sínu í miðborg Bristol, og spurði hann meðal annars um væntanlega tónleika á tónlistar hátíðinni All Tomorrow‘s Parties sem fram fer á Ásbrú dagana 10.–12. júlí næstkomandi. Þar kemur Portishead fram ásamt tónlistar mönnum á borð við Mogwai, Shellac, Swans, Liars, Sóleyju, Kurt Vile, Devendra Banhart, Slowdive, HAM og Low. Er þetta í fyrsta skiptið sem þú heimsækir Ísland? Já, ég hef aldrei áður komið til Íslands en mér hefur lengi þótt landið mjög heillandi og við hlökkum mjög mikið til að koma þangað. Ég hef séð töluvert af íslenskum kvikmyndum sem hafa gefið mér einhverja mynd af því hvernig landið er. Mynd- irnar sem ég hef séð af Íslandi minna mig töluvert á vestur- hluta Skotlands, nema hvað Ísland minnir mig aðeins meira á landslagið á tunglinu. Ég veit hins vegar ekki hvernig það er að spila á Íslandi en þar sem hátíðin er haldin af All Tomorrow‘s Parties getur þetta ekki verið neitt minna en frábært. „Myndirnar sem ég hef séð af Íslandi minna mig töluvert á vestur hluta Skotlands, nema hvað Ísland minnir mig aðeins meira á landslagið á tunglinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.