Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 58

Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 58
04/07 tónlist vill hanga með sigur rós Þið hafið verið töluvert mikið viðloðandi All Tomorrow‘s Parties í gegnum tíðina. Hver er munurinn á hátíðinni og öðrum hátíðum að þínu mati? Þetta er svo frábær hátíð. Barry Hogan og Deborah Kee Higgins eru virkilega gott fólk og andrúmsloftið í kringum þau og hátíðina er svo gott og áhugavert. Tónlistin er alltaf góð og hátíðin er ekki rekin með gróða að leiðarljósi. Við höfum þrisvar verið gestgjafar og við völdum öll atriðin á há- tíðinni. Hátíðin á Íslandi er örlítið ólík þeim sem við höfum spilað á áður þar sem við erum bara að spila en ekki að velja böndin. Við vitum þó að andrúmsloftið verður mjög einstakt og við hlökkum mjög mikið til þess að koma að spila. Hvernig líst þér á hin tónlistaratriðin á hátíðinni á Íslandi? Ég þekki ekki öll böndin sem eru að spila og ég verð að segja að ég er ansi svekktur yfir því að missa af Neil Young & Crazy Horse, þar sem við verðum ekki komin þegar þeir spila. Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá Mogwai, Shellac, Liars og Swans og svo hef ég aldrei séð The Haxan Cloak spila á tón- leikum. Mér finnst hann vera frábær og hlakka mjög mikið til að sjá tónleikana hans. Ég ætla að reyna að sjá allt sem ég get á meðan við verðum á landinu og vonandi náum við að hitta meðlimi Sigur Rósar og hanga aðeins með þeim. Bristol hefur lengi verið suðupottur fyrir spennandi og áhuga- verða tónlist. Hvernig upplifir þú tónlistarlífið þar? Mér hefur alltaf fundist tónlistin héðan vera mjög fjölbreytt og frábær en borgaryfirvöld hafa aldrei sýnt senunni hérna neinn sérstakan áhuga og hefur það oft vakið upp gremju í manni. Við höfum aldrei átt almennilegt tónlistarhús og tónleikastaðir eru alltaf að loka. Borgaryfirvöld reyndu lengi að góma myndlistarmanninn Banksy sem er héðan og mála yfir verkin hans en þau eru aðeins farin að slaka á núna þar sem hann þénar mikið með list sinni. Það er frekar fúlt hvað það er lítið gert til þess að styðja við bakið á listalífinu hér „Ég er þakklátur fyrir að hafa alist upp við það að tónlistar- fólk var leyndardómsfyllra af því að upplýsingarnar um það voru ekki auðfundnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.