Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 23

Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 23
04/11 viðtal ný hugsun og tilraunastarfsemi Allar skoðanakannanir sem gerðar voru í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga bentu til þess að mynd- un meirihluta Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins í Reykjavík, yrði formsatriði. Þegar talið var upp úr kössunum kom hins vegar í ljós, þrátt fyrir mikla fylgisaukningu Samfylkingarinnar, að flokkarnir tveir væru ekki með nægilega marga borgarfulltrúa til þess. Leita þyrfti víðar til að mynda nýjan meirihluta. Það kom hins vegar á óvart að bæði Vinstri grænum og Pírötum skyldi vera boðið í þann meirihluta, þegar ljóst var að einungis þyrfti annan flokkinn til að mynda meirihluta. Margir hafa fullyrt að þetta hafi verið gert annaðhvort til að dempa kostnað vegna kosninga loforðs Vinstri grænna um gjaldfrjálsan leikskóla eða einangra ríkisstjórnarflokkanna saman í minnihluta. Dagur segir hvorugt rétt. Það hafi ekki síður verið hug- mynd fulltrúa Pírata og Vinstri grænna að allir hittust saman strax frá upphafi. „Við höfðum alveg séð fyrir okkur að heyra í þeim hvoru í sínu lagi í upphafi. Þannig að þetta fæddist út úr opnu samtali okkar á milli. Eitt af því sem mér hefur fundist einkenna borgarstjórn- ina undanfarin misseri er ný hugsun og tilraunastarfsemi í pólitík á undaförnum árum. Ég held að það hafi gert pólitík- inni almennt mjög gott. Þetta er framhald af því. Og ég held að í þessum fjölbreytileika liggi mikill styrkur. Píratar koma Dagur B. eggerTsson um sameiningu sveiTarfélaga „Það er hægt að vera í góðu samstarfi. Við höfum sýnt það á síðustu árum. En ég hef lengi talað fyrir því að það þurfi að fækka sveitarfélögum á íslandi og að róttæk skref í því væru mjög skynsamleg. Ekki síst fyrir hinar dreifðu byggðir, vegna þess að þessar mörgu og dreifðu og litlu einingar eru hluti af vanda byggðanna. Þar er ekki hægt að veita þá öflugu þjónustu sem fólk kallar eftir. Á höfuðborgarsvæðinu eru sveitarfélögin hins vegar flest stór þó að þau séu mjög tengd. Við erum þegar í byggðarsamlögum með almenningssamgöngur og sorpið, þannig að samstarfið er náið. Við þurfum númer eitt að tryggja að við náum þeim árangri sem þarf til að höfuðborgarsvæðið þróist á góðan hátt og skapi þau tækifæri sem þarf til framtíðar. Ef samstarfið væri slæmt væri er engin önnur leið en að fara í sameiningar. En á meðan samstarfið er gott liggur ekki jafnmikið á því. Og svo er hitt. Ég hef stundum sagt að það séu örugglega allir til í að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema ef Reykjavík leggur það til. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.