Kjarninn - 19.06.2014, Side 16
04/05 DómsmÁl
við ríkissaksóknara vegna þessara mála fyrir hönd Hreiðars
Más og krafist þess að ólöglegum hlerunum verði hætt hið
snarasta, og hefur einnig fært fyrir því rök fyrir dómi að
þessar ólöglegu aðgerðir saksóknara eigi að vera næg ástæða
til þess að vísa málum á hendur Hreiðari Má frá dómi.
Grafalvarlegt sé að beita ólölegum rannsóknaraðferðum í
málum og það eigi að nægja til þess að láta mál niður falla.
Eins og áður segir hefur sérstakur saksóknari alfarið
hafnað þessu, telur hleranirnar ekki vera neina ástæðu til
þess að vísa málum frá eða fella niður mál.
Í bréfi sem Hörður Felix sendi sérstökum saksóknara
hinn 11. mars í fyrra tilgreinir hann sérstaklega fjögur símtöl
þar sem sérstakur saksóknari var að hlera samtal Harðar og
Hreiðars Más. Þau fóru fram á árinu 2010, 20. og 28. apríl,
og síðan hinn 20. og 26. maí sama ár. Þessi símtöl fóru fram
skömmu áður og skömmu eftir að Hreiðar Már hafði verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald, en fallist var á beiðni sérstaks
saksóknara um það hinn 7. maí 2010.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sendi Herði
Felix svarbréf níu dögum síðar, hinn 20. mars 2013. Í því
segir hann orðrétt, um ástæður þess að símtölin milli hans
og Hreiðars Más voru geymd eftir að þau voru tekin upp:
„Skýringin á því hvers vegna umræddum símtölum var ekki
eytt á réttum tíma eru eftirfarandi: Þau símtöl sem hlustuð
voru á umræðuddum tíma voru tekin upp með aðstoð tölvu-
rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau
Hleranir Hafa ekki ráðið úrsliTum í neinu máli
Hrunmálin sem hafa komið til kasta dómstóla eru
nokkur og varða margvísleg efnhagsbrot. Í þeim
málum þar sem sakfelling hefur náðst fram hafa
hleranir á símtölum, löngu eftir atburðina sjálfa,
hvorki skipt neinu máli fyrir sönnunarfærslu fyrir
dómi né heldur þegar kemur að rökstuðningi dóm-
ara þegar á hólminn er komið.
Töluvert hefur verið vitnað til tölvupósta fyrir
dómi í aðalmeðferðum og skýrslutökum en lítið
sem ekkert til upplýsinga sem hafa komið fram í
hlerunum símtala.
Í flestum málunum, sem varða meðal annars
brot á lögum um innherjaviðskipti, markaðs-
misnotkun, umboðssvik og fjársvik, hefur verið
stuðst við frumgögn um viðskipti, gögn um
fjármagnshreyfingar og síðan skjalfesta pappíra
þar sem aðdraganda ákvörðunar er lýst, svo sem
fundargerðir.