Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 30

Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 30
10/11 viðtal á þessu kjörtímabili. „Við erum að vinna að svæðisskipulagi með hinum sveitarfélögunum. Það er nokkuð góð samstaða að hugsa í þessa átt. Mér fyndist það mjög spennandi. Ákvörðun er hins vegar eitt en skipulag og framkvæmd annað. Það er oft sagt að eftir að ákvörðun hefur verið tekin taki 7-10 ár að koma svona afkastameira samgöngukerfi á koppinn.“ Ekki á leið í landsmálin Þrátt fyrir að Samfylkingunni hafi gengið mjög vel í Reykja- vík í síðustu kosningum verður ekki það sama sagt um árangur hennar á landsvísu. Og í síðustu þingkosningum beið flokkurinn afhroð. Að mati margra, bæði innan og utan flokksins, er hann að upplifa leiðtoga- og jafnvel hugmynda- fræðilega krísu. Það er því stíft horft til Dags með það fyrir augum að hann gefi færi á sér sem næsti leiðtogi Samfylk- ingarinnar. Er hann farinn að hugleiða að taka það skref? „Nei. Ég er mjög ánægður með árangur flokksins hér í Reykjavík og hann hefði gjarnan mátt vera meiri annars staðar á landinu. Ég held að jafnaðarstefnan eigi mjög mikið erindi og það er klárt verk að vinna innan flokksins. Það er þörf á uppbyggingarstarfi. Ég er alveg sammála því. En ég held að núverandi forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar eigi að ráðast í það. Og ég skal glaður styðja þau í því en ég er augljóslega ekki á leiðinni í landsmálin. Ég er nýorðinn borgarstjóri og hef mín verk að vinna hér.“ Spurður hvort það komi til greina að færa sig yfir í landsmálin einhvern tímann segist Dagur ekki sjá það fyrir sér í fyrirsjáanlegri framtíð. „Það hefur svo sem oft komið upp á árum áður. En þegar ég hef farið í gegnum þetta með sjálfum mér hafa þessi verkefni í borginni alltaf verið það stór og mikilvæg og spennandi í mínum huga að þau hafa togað meira. Ég held að borgarmálin séu svolítið vanmetin stærð í pólitík. Mér finnst skrýtið að heyra það að það sé einhvern veginn sjálfsagt að menn fari í sveitarstjórnarmál en fari síðan á þing og í landsmál. Í Danmörku er til dæmis býsna algengt að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fari í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.