Kjarninn - 19.06.2014, Page 30

Kjarninn - 19.06.2014, Page 30
10/11 viðtal á þessu kjörtímabili. „Við erum að vinna að svæðisskipulagi með hinum sveitarfélögunum. Það er nokkuð góð samstaða að hugsa í þessa átt. Mér fyndist það mjög spennandi. Ákvörðun er hins vegar eitt en skipulag og framkvæmd annað. Það er oft sagt að eftir að ákvörðun hefur verið tekin taki 7-10 ár að koma svona afkastameira samgöngukerfi á koppinn.“ Ekki á leið í landsmálin Þrátt fyrir að Samfylkingunni hafi gengið mjög vel í Reykja- vík í síðustu kosningum verður ekki það sama sagt um árangur hennar á landsvísu. Og í síðustu þingkosningum beið flokkurinn afhroð. Að mati margra, bæði innan og utan flokksins, er hann að upplifa leiðtoga- og jafnvel hugmynda- fræðilega krísu. Það er því stíft horft til Dags með það fyrir augum að hann gefi færi á sér sem næsti leiðtogi Samfylk- ingarinnar. Er hann farinn að hugleiða að taka það skref? „Nei. Ég er mjög ánægður með árangur flokksins hér í Reykjavík og hann hefði gjarnan mátt vera meiri annars staðar á landinu. Ég held að jafnaðarstefnan eigi mjög mikið erindi og það er klárt verk að vinna innan flokksins. Það er þörf á uppbyggingarstarfi. Ég er alveg sammála því. En ég held að núverandi forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar eigi að ráðast í það. Og ég skal glaður styðja þau í því en ég er augljóslega ekki á leiðinni í landsmálin. Ég er nýorðinn borgarstjóri og hef mín verk að vinna hér.“ Spurður hvort það komi til greina að færa sig yfir í landsmálin einhvern tímann segist Dagur ekki sjá það fyrir sér í fyrirsjáanlegri framtíð. „Það hefur svo sem oft komið upp á árum áður. En þegar ég hef farið í gegnum þetta með sjálfum mér hafa þessi verkefni í borginni alltaf verið það stór og mikilvæg og spennandi í mínum huga að þau hafa togað meira. Ég held að borgarmálin séu svolítið vanmetin stærð í pólitík. Mér finnst skrýtið að heyra það að það sé einhvern veginn sjálfsagt að menn fari í sveitarstjórnarmál en fari síðan á þing og í landsmál. Í Danmörku er til dæmis býsna algengt að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fari í

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.