Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 10

Kjarninn - 19.06.2014, Blaðsíða 10
03/04 EfnaHagsmÁl ísland þátttakandi Mikil leynd hvílir yfir umræddum skjölum og viðræðunum í heild. Þær þykja gríðarlega viðkvæmar, enda verið að sýsla með grundvallarréttindi á vettvangi sem lýtur í raun engum reglum. Á forsíðu skjalanna segir meðal annars að ekki megi aflétta trúnaði á þeim fyrr en fimm árum eftir að TISA-samkomulagið taki gildi eða fimm árum eftir að viðræðunum ljúki, fari svo að samningar náist ekki. Á skjölunum stendur að þau verði að „vera vistuð í lokaðri eða öruggri byggingu, herbergi eða hirslu“. Viðræðurnar fara líka fram utan Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) og lúta því ekki þeim reglum sem gilda um þá stofnun. Hvað er Tisa og Hverju er verið að reyna að ná fram? TISA stendur fyrir Trade In Services Agreement. Viðræðurnar sem nú standa yfir eru marghliða og snúast um að auka frelsi í þjónustuviðskiptum milli landa. Yfirlýst markmið þeirra er að fækka hindrun- um í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustu- viðskipta og auka gegnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Samningsviðræðurnar skipta Ísland miklu máli enda spanna þátttökuríkin helstu markaðs svæði íslenskra fyrirtækja. Auk einstakra ríkja er Evrópusambandið aðili að viðræðunum. Samkvæmt skýrslu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Alþingis, sem skilað var inn í mars 2014, eru þjónustuviðskipti nú 36 prósent af heildarviðskiptum Íslands við umheiminn. Þau hafa aukist mikið á síðustu misserum, sérstaklega samhliða ótrúlegum vexti í ferðaþjónustu, sem nú er orðin ein helsta stoð íslensks atvinnulífs. Langflestir Íslendingar starfa líka við þjónustustarfsemi. Árið 2012 átti það við um 76 prósent vinnandi fólks. Meðal þeirra eru starfsmenn í fjármálageiranum, blaðamenn, starfsmenn í verslun, þeir sem sinna opinberri þjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta mikla mikilvægi þjónustu- starfsemi fyrir heiminn hefur einungis einu sinni verið gerður almennur alþjóðlegur samningur um þjónustuviðskipti. Hann gengur undir nafninu GATS og gekk í gildi árið 1995. GATS-samningur- inn er fjarri því að vera óumdeildur þótt hann beri ekki oft á góma í þjóðfélagsumræðunni. Fimm þingmenn Vinstri grænna lögðu til dæmis fram þingsályktunar tillögu haustið 2003 þar sem meðal annars var óskað eftir því að gerð yrði úttekt á efnahagslegum, félagslegum og stjórnmálalegum áhrifum sem og umhverfisáhrifum GATS-samn- ingsins á Íslandi. Í greinargerð með tillögunni sagði: „GATS-samningurinn hefur færst æ meira í sviðsljósið síðastliðin 2–3 ár í kjölfar þess að verka- lýðsfélög, sjálfstæðir rannsóknaraðilar, háskólar, rannsóknarnefndir þjóðþinga sem og frjálsir félaga- hópar og samtök, hafa tekið hann til skoðunar. Gagnrýni á samninginn hefur ekki síst beinst að áhrifum hans á stjórnunarhætti hvers þjóðríkis sem er aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, sjálfstæði og sjálfræði innlendra stjórnvalda og þær almennu breytingar á félagslegu og efnahagslegu umhverfi sem af samningnum hljótast. Nauðsynlegt er að hafa í huga að þær skuldbindingar sem ríki gera undir GATS-samningnum eru nánast óafturkræfar og því geta einstaka ríkisstjórnir bundið hendur komandi kynslóða með þvílíkum hætti að vart finnast sambærileg dæmi í öðrum alþjóðlegum viðskiptasamningum.“ Og nú á að hlaða í uppfærða útgáfu á yfir- þjóðlegum þjónustusamningi til að þjóna þörfum nútímaviðskipta. smelltu hér til að skoða gögnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.