Kjarninn - 19.06.2014, Side 56

Kjarninn - 19.06.2014, Side 56
02/07 tónlist við Massive Attack, Tricky og Goldfrapp. Dummy seldist í bílförmum í heimalandi sveitarinnar og náði hún einnig að afla sér mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Önnur breiðskífa hennar er samnefnd sveitinni og var hún ekki síður vinsæl þegar hún kom út árið 1997. Hljómsveitin tók sér hlé frá útgáfu og spilamennsku árið 1999 og á meðan sinntu meðlimir hennar öðrum verkefnum við góðan orðstír. Beth hefur gefið út eina sólóskífu, hina mögnuðu Out of Season sem hún gerði með Paul Webb, bassaleikara Talk Talk. Geoff hefur starfrækt hliðarverkefni á borð við Quakers og Beak og svo hefur Adrian m.a. haldið úti Adrian Utley‘s Guitar Orchestra meðfram því að spila inn á og taka upp plötur Goldfrapp. Þriðja breiðskífa Portishead, Third, kom út árið 2008 og eru margir aðdáendur sveitarinnar jafnvel á því að hún sé besta verk hennar hingað til. spila í fyrsta sinn á íslandi Kjarninn setti sig nýverið í samband við Adrian Utley, sem var staddur í hljóðveri sínu í miðborg Bristol, og spurði hann meðal annars um væntanlega tónleika á tónlistar hátíðinni All Tomorrow‘s Parties sem fram fer á Ásbrú dagana 10.–12. júlí næstkomandi. Þar kemur Portishead fram ásamt tónlistar mönnum á borð við Mogwai, Shellac, Swans, Liars, Sóleyju, Kurt Vile, Devendra Banhart, Slowdive, HAM og Low. Er þetta í fyrsta skiptið sem þú heimsækir Ísland? Já, ég hef aldrei áður komið til Íslands en mér hefur lengi þótt landið mjög heillandi og við hlökkum mjög mikið til að koma þangað. Ég hef séð töluvert af íslenskum kvikmyndum sem hafa gefið mér einhverja mynd af því hvernig landið er. Mynd- irnar sem ég hef séð af Íslandi minna mig töluvert á vestur- hluta Skotlands, nema hvað Ísland minnir mig aðeins meira á landslagið á tunglinu. Ég veit hins vegar ekki hvernig það er að spila á Íslandi en þar sem hátíðin er haldin af All Tomorrow‘s Parties getur þetta ekki verið neitt minna en frábært. „Myndirnar sem ég hef séð af Íslandi minna mig töluvert á vestur hluta Skotlands, nema hvað Ísland minnir mig aðeins meira á landslagið á tunglinu.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.