Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 68

Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 68
03/04 pisTill að virkja, framleiða ál og kaupa hlutabréf. Markmiðið var kaupmáttur og nóg af honum og hún kaus til áhrifa stjórn- málamenn í samræmi við þetta. Það var einhver einfaldleiki við þetta sem er ekki til stað- ar í dag. Tilveran hjá kynslóðinni sem er núna um þrítugt er orðin miklu flóknari og óskýrari. Prógrammið sem þessi kyn- slóð átti að ganga inn í að námi loknu gekk ekki upp – 90% húsnæðislánið frá bankanum og gengistryggða bílalánið frá Lýsingu reyndist ekki vera mjög rausnarlegur heimanmundur, heldur nokkurra milljóna króna myllusteinn um hálsinn sem fólk neyddist í mörgum tilfellum til að taka á sig. Sparnaðurinn og/eða fyrirframgreiddi arfurinn hvarf og við tóku erfið ár í að berjast í gegnum hrunið. Þessi kynslóð þurfti að sætta sig við miklu hærra atvinnuleysi en þekkst hefur hér á landi, en atvinnuleysi bitnar oftar en ekki verst á þeim yngstu á vinnumarkaði. Enn er dýrt að lifa og hjá mörgum duga launin ekki fyrir öðru en því allra nauðsynlegasta. refresh? Það er svolítið erfitt að vita hverju á að treysta núna. Eigum við að ýta á refresh-takkann og taka annan snúning á þessu hjóli, þ.e. steypa okkur í skuldir sem nánast öll mannsævin fer í að borga af með tilheyrandi áhættu á skakkaföllum síðar meir sem lendir öll hjá lántakanum? Svo bara virkjum við til þess að það sé nóg atvinna þannig að allir eigi fyrir afborgun unum? Skiljanlega eru ekki margir tilbúnir að stökkva fram og boða þessa framtíð. Kannski á bara að prófa að gera eitthvað allt annað en hvað það á að vera hefur ekki enn komið í ljós. að bjarga heiminum... eða bara sleppa því Heimsmyndin er líka orðin flóknari og það er ekki jafn- skýrt og áður hverjir eru góðu kallarnir. Við erum orðin miklu meðvitaðri um vandamál heimsins, sem eru aldrei lengra frá okkur en sem nemur einum netrúnt í ágræddum „Hvernig stend- ur á því að heil kynslóð er nán- ast ekki með?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.