Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 72
02/05 umhVErfismál
umræðu í um áratug áður, en aldrei höfðu fengist eins
drama tískar mælingar og árið 1985.
Um svipað leyti var að verða mikil vitundarvakning um
umgengni mannfólks á jörðinni. Ári eftir að sannað var að
ósonlagið var götótt sprakk heill kjarnaofn í Úkraínu og
mengaði gríðarstórt landsvæði svo að þar verður ekki hægt
að búa næstu 600 árin. Þremur árum síðar kom í ljós að
gríðarstór ruslaeyja flýtur með hafstraumum Kyrrahafsins
og nú, rúmum 20 árum síðar, erum við búin að hita andrúms-
loftið svo mikið að sífrerinn í norðan-
verðu Rússlandi er farinn að bráðna og
auka á gróðurhúsaáhrifin.
ósonlagið þynnist enn
Ljóst var að ekki væri hægt að leyfa
ósoninu í heiðhvolfinu, einhverjum 15
til 30 kílómetrum yfir jörðinni, að eyð-
ast frekar og mikil umræða spratt upp
um „ósongatið“ meðal almennings og í fjölmiðlum á tíunda
áratugnum. Börnum var kennt um áhrif nútímamannsins
á umhverfið í skólum og ýmis skaðleg efni voru hreinlega
bönnuð með tímamótasamningi allra ríkja Sameinuðu þjóð-
anna árið 1989.
Lesendur Kjarnans ættu einnig að muna eftir umræðunni
sem náði hámarki á tíunda áratugnum um aukna hættu
á krabbameini vegna útfjólublárrar geislunar og áhrifa
ósongatsins á uppistöðufæðu í sjónum. En síðan er eins og
gatið á ósonlaginu, þarna yfir Suðurskautslandinu, hafi bara
gufað upp. Því er kannski mál að spyrja hvað hafi eiginlega
orðið um það.
Skemmst er frá því að segja að gatið er þarna enn. Undan-
farin 15 ár eða svo hafa orðið gríðarlega framfarir í mæling-
um á ósoni í lofthjúpi jarðar. Geimferðastofnun Bandaríkj-
anna rannsakar gatið yfir Suðurskautslandinu sérstaklega og
Finnar eru orðnir leiðandi meðal Evrópuþjóða í rannsóknum
á ósoni á norðurhveli jarðar. Eiga Geislavarnir íslenska
ríkisins í samstarfi með Finnunum.
„Ári eftir að sannað var að
ósonlagið var götótt sprakk
heill kjarnaofn í Úkraínu og
mengaði gríðarstórt landsvæði
svo að þar verður ekki hægt
að búa næstu 600 árin.“