Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Kári Eyþórsson MPNLP • Er sjálfstraustið í ólagi? • Viltu betri líðan? • Skilja þig fáir? • Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu? • Gengur öðrum betur í lífinu en þér? • Gengur illa að klára verkefni? • Er erfitt að höndla gagnrýni? Með breyttu hugarfari getur þú öðlast það líf sem þú óskar þér. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. NLP er öflugasta sjálfstyrking sem völ er á. Námskeið í NLP tækni verður haldið 21. - 23. sept. og 28. - 30. sept. 2012. www.karieythors.is; karieythors@gmail.com: 894-1492 „Hugurinn ber þig alla leið“ © Kári NLP Pracitioner Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nær 400 milljóna sekt  Síminn unir ekki niðurstöðunni og leitar til dómstóla með fyrrgreindum verðþrýstingi. Síminn áfrýjaði þeirri niðurstöðu til áfrýjunarnefndarinnar. Að mati áfrýjunarnefndarinnar er brot Sím- ans alvarlegt í ljósi yfirburðastöðu fyrirtækisins og vegna alvöru brot- anna er ekki tilefni til að fallast á kröfur Símans um lækkun eða nið- urfellingu á sekt. Síminn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kemur fram að úrskurður áfrýjunarnefndarinnar sé veruleg vonbrigði. Margrét Stef- ánsdóttir, upplýsingafulltrúi Sím- ans, segir að með úrskurðinum hafi nefndin virt að vettugi óháð mat virtra prófessora í samkeppnisrétti við lagadeild Kings-háskóla í Lond- on og Bristol-háskóla. Niðurstaða fræðimannanna hafi verið að ákvörð- un Samkeppniseftirlitsins hafi verið haldin verulegum ágöllum. aðrar 50 milljónir króna fyrir að gefa rangar og villandi upplýsingar við rannsókn málsins. Áfrýjunarnefndin taldi vafa leika á um það meinta brot Símans og felldi umrædda sekt nið- ur. Forsaga málsins er sú að Nova kærði Símann vegna verðlagningar Símans á farsímamarkaði. Sam- keppniseftirlitið komst í apríl sl. að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins þess efnis að Sím- inn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að beita keppi- nauta sína samkeppnishamlandi verðþrýstingi. Með ákvörðun áfrýj- unarnefndarinnar er sömuleiðis staðfest að Símanum verði gert að greiða 390 milljónir króna í sekt vegna málsins. Forsvarsmenn Sím- anns hafa lýst yfir verulegum von- brigðum með úrskurðinn og að fyr- irtækið muni skjóta málinu til dómstóla. Felldi niður 50 milljóna sekt Í niðurstöðu Samkeppniseftirlits- ins var Síminn einnig sektaður um Sekt Síminn misnotaði aðstöðu sína. BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Með hverju árinu sem líður þar sem vaxandi makrílgengd er við landið staðfestir það enn að makríllinn er kominn til að vera í miklu magni. Samningsstaða okkar styrkist við þessar niðurstöður. Ég legg hins vegar áherslu á það að við teljum mikilvægt að ná samningum um makrílveiðar. Það er engum í hag ef afli er langt yfir ráðlögðu magni ár eftir ár,“ segir Sigurgeir Þorgeirs- son, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins, eftir að niðurstöður um makrílgengd á Íslandsmiðum var kunngerð í gær. Sigurgeir fer fyrir samninganefnd Íslands í makríldeil- unni. Niðurstaða leiðangurs Hafrann- sóknastofnunar auk norskra og fær- eyskra rannsóknarskipa sýnir að aldrei hefur meira magn makríls ver- ið við Íslandsstrendur. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar ganga rúm 29% hins samevrópska makríl- stofns inn í íslenska lögsögu. Í heild hefur mælst um 5,1 milljón tonna í Norðaustur-Atlantshafi og þar af um 1,5 milljónir tonna innan íslenskrar lögsögu. Markmið leiðangursins var m.a. að kortleggja útbreiðslu og magn makríls og annarra uppsjávar- fiskistofna í Norðaustur-Atlantshafi meðan á ætisgöngum þeirra um norðurhöf stendur. Hinn 3. september fer fram ráð- herrafundur í London þar sem makríldeilan verður rædd. Íslend- ingar hafa undanfarin ár sjálfir sett sér kvóta til makrílveiða. Norðmenn og Evrópusambandið hafa ekki við- urkennt rétt Íslendinga til þess. „Við samþykkjum ekki þær ásakanir um að við umfram aðra berum ábyrgð á ofveiði á makríl. Norðmenn og ESB hafa sjálfir sett sér kvóta yfir 90% af ráðlagri veiði. Það gefur augaleið að Íslendingar, Færeyingar og Rússar geta ekki sætt sig við að veiða sam- eiginlega um 10% af ráðlagðri makrílveiði,“ segir Sigurgeir. Íslendingar settu sér kvóta árið 2012 upp á 147 þúsund tonn sem eru um 16% af ráðlögðum heildarveiðum. Það er langt umfram það sem samn- ingsaðilar ESB og Noregs hafa viljað bjóða Íslendingum. Tilefni til frekari rannsókna Niðurstöður leiðangursins sýndu að mestur þéttleiki makríls og rauð- átu er fyrir vestan Ísland. Rauðáta er ein helsta fæða makríls. „Nú er mik- ilvægt að rannsaka betur hvaða áhrif makríll hefur á annað lífríki. Eldri rannsóknir sýna að makríll étur hér 1,5-3 milljónir tonna á hverju ári og miðað við síðustu tölur má sjálfsagt auka þetta magn,“ segir Friðrik Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Styrkir samningsstöðuna  Niðurstöður sýna að um 1,5 milljónir tonna af makríl ganga inn í lögsöguna Ljósmynd/Hafsteinn Hinriksson Vertíð Aflaskipin Aðalsteinn Jónsson SU og Huginn VE mætast á Eskifirði, annað með frystan makríl á leið til löndunar hitt á leið á makrílmiðin. Útbreiðsla Auk makríls og norsk-íslenskrar síldar varð vart við talsvert af hrognkelsi fyrir norðan land og einnig loðnu. Fyrir Suðurlandi kom gull- depla m.a. í veiðarfærin og sandsíli fyrir vestan land. Ekki reyndist mikið af kolmunna á rannsóknasvæðinu. Dreifing afla Grænland Noregur Svíþjóð Ísland 0,01-500 kg 501-1.000 kg >1.000 kg Makríll Síld Kolmunni Annað Heimild: Hafrannsóknarstofnun Sigurgeir Þorgeirsson Friðrik J. Arngrímsson Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis fundaði tvívegis í vikunni um gengislánamálin með fulltrúum fjár- málafyrirtækja. Nefndin vill ganga úr skugga um að þeir viðskiptavinir fyrirtækjanna sem tekið hafi gengis- tryggð lán fái allir sambærilega og sanngjarna meðferð óháð því hvort þeir hafi tekið lánin hjá viðskipta- bönkunum, Lýsingu eða Dróma. Sömuleiðis að fyrirtækin tryggi end- urgreiðslur til þeirra sem ofgreiði lán og tryggi úrræði svo kröfur lán- takenda fyrnist ekki. „Við vorum að inna fyrirtækin eft- ir því til hvaða ráðstafana þau hafa gripið og hvaða tilboð þau bjóði við- skiptavinum sínum til að tryggja að fólk sé ekki að ofgreiða til fyrirtækj- anna á meðan óvissa er um stöðu gengistryggðra lána,“ sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og við- skiptanefndar. Sömuleiðis vilji nefndin ganga úr skugga um að þeir sem hafi ofgreitt fái örugglega end- urgreitt. „Við munum í framhaldinu fá skrifleg minnisblöð frá þessum að- ilum um það hvernig þeir muni tryggja þessi atriði,“ segir Helgi. Hann segist þess fullviss að félögin leysi málin sjálf en ef það gangi ekki eftir muni nefndin hlutast til með lagasetningu. Á fund komu einnig fulltrúar Samkeppniseftirlitsins en þeir tjáðu nefndinni að eftirlitið hefði óskað eftir frekari gögnum frá fjár- málafyrirtækjunum í framhaldi af samráðsferli um gengislán sem sett var í gang í vor. hjaltigeir@mbl.is Tryggja sanngjarna lausn mála  Fundað með fjár- málafyrirtækjum Þingflokkur Samfylkingarinnar hef- ur verið boðaður til fundar kl. 8.30 í dag og verður á fundinum rætt um breytingar á skipan ríkisstjórnar- innar sem Jóhanna Sigurðardóttir, formaður flokksins og forsætisráð- herra, leggur fram. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kemur síðan saman kl. 10. Að lokinni ræðu Jóhönnu verða umræður og svo verður gengið til af- greiðslu um tillögu formannsins. Fleiri mál eru á dagskrá fundarins svo sem tillaga að reglum um val á framboðslista sem lögð var fram á flokksstjórnarfundi 10. mars sl. Breytt ráð- herraskipan Alþjóðahafrannsóknaráðið ráð- lagði veiðar upp á rúm 600 þús- und tonn af sameiginlegum deili- stofni makríls í ár. Norðmenn og Evrópusambandsþjóðir skiptu um 90% af þeim kvóta á milli sín. Í of- análag hafa Íslendingar, Færey- ingar og Rússar veitt meira en 300 þúsund tonn. Veiðar hafa því verið nærri 900 þúsund tonnum í ár. Norðmenn og Evrópusambandið hafa ekki samþykkt það magn kvóta sem Færeyingar og Íslend- ingar settu sér. „Um helmingi minni makríll er í færeyskri lög- sögu en við Ísland. Evrópusam- bandið og Noregur hafa samt litið mjög undarlegum augum á það mál og sameinast um að Íslend- ingar eigi að veiða mun minna en Færeyingar úr sameiginlega stofn- inum,“ segir Friðrik Arngrímsson. Ætla Færeyingum meiri makríl UM HELMINGI MEIRI MAKRÍLL VIÐ ÍSLAND EN VIÐ FÆREYJAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.