Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 35
hefði það og sagðir mér oft hversu stolt þú værir af okkur krökkun- um, enda held ég að þú megir líka vera það. Við höfum, að mér best sýnist, komist þokkalega vel til manns og er okkar vegferð rétt að byrja. Ég sakna þín, amma mín, og mun ætíð minnast þín og vonandi segja mínum börnum frá þér og hvernig þú varst. Þá mun auðvit- að sagan fylgja þegar ég útskrif- aðist frá háskóla í fyrsta sinn og fékk minn lærdómstitil. Ég var nú frekar rogginn með þetta allt saman en ég hafði samt á tilfinn- ingunni að þú værir spenntari en ég og linntir þú ekki látum fyrr en ég var búinn að bæta titlinum við í símaskrána svo allir gætu nú séð. Eða þegar ég var lítill og þú varst ekki alveg viss hvort þú ættir að skamma mig fyrir að brjóta loft- netið af bláa bílnum hans afa. Ég held bara að þú hafir ekki kunnað að skamma þennan glókoll þannig að ég komst upp með þetta skammastrik, spurning hvort afi hafi frétt af þessu, ef hann vissi ekki að ég braut loftnetið þá veit hann það núna. Já ánægð varstu og stolt og allt fram á síðasta dag hringdir þú til að heyra í mér þrátt fyrir veikindi. Stundum var erfitt að heyra hversu veik þú varst orðin og maður reyndi að hlusta vel á hvað þú hafðir að segja. Stundum gat ég ekki gefið mér nægan tíma til að tala við þig, þurfti að rjúka eða náði ekki símanum. Ég er afskap- lega feginn því að hafa hitt þig í sumar og átt þessa stund með þér. Ég trúði því að þú myndir bragg- ast eins og svo oft áður og færir heim aftur. En í þetta skipti var það ekki svo, ég þarf að kveðja þig núna, elsku amma, með miklum trega og söknuði. Ég mun standa við mitt loforð og hugsa vel um stúlkurnar mínar, hvíldu í friði og takk fyrir allt. Þinn Gunnar Pétur Garðarsson. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Guð geymi þig, elsku amma mín. Þitt barnabarn, Þóra Björg A. Elsku amma. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Þú hefur verið mér góð fyrir- mynd síðan ég man eftir mér. Svo óendanlega hlý og góð en á sama tíma svo ákveðin, þrjósk og sjálf- stæð. Ég var heppin að fá að vera svona mikið hjá ykkur afa. Sofið í miðjunni og vaknað með fótinn á kinninni þinni og höndina hjá afa, og hvorugt ykkar kippti sér upp við það. Ég hef alltaf getað leitað til þín og talað við þig um allt milli him- ins og jarðar. Eftir að ég varð eldri hefurðu ekki bara verið amma mín heldur svo ótrúlega góð vinkona mín. Þú stappaðir í mig stálinu, tókst utan um mig þegar þess þurfti og hrósaðir mér í hvert einasta skipti sem ég kom til þín. Margar eru minningarnar, fyndnar og fallegar. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar við vorum í Banda- ríkjunum og fórum í sundlaugina rétt hjá húsinu okkar. Ég spurði hvort þú vildir synda með mig á bakinu. Alsæl sat ég ofan á þér í lauginni, þú bakveik, og mamma á bakkanum segjandi mér að nú væri komið gott. En það kom ekki til greina hjá þér að hætta fyrr en við værum búnar að fara laugina fram og til baka. Allir göngu- túrarnir sem við fórum í þegar ég var lítil og blómin sem við plönt- uðum saman í garðinum á Urð- arvegi. Þegar við stóðum við stofu- gluggann og horfðum út á fólkið á götunni, pælandi og bendandi, eða sátum saman, ég, þú, afi og Brynjar, og horfðum á Spaugstof- una á laugardögum með Síríus- rjómasúkkulaði í skál. „Já, elsku engillinn minn, auðvitað máttu þetta,“ var þitt eina svar við ósk- um mínum, sama hvað mamma reyndi að segja þér að dekra mig ekki svona. Allt eru þetta einar af bestu æskuminningum mínum en ekk- ert breyttist þótt ég hafi elst. Allt- af jafndekruð, alltaf jafngott að vera í návist þinni. Það sem ég og við öll börnin höfum verið heppin að eiga þig að. Ég veit hvað þú hefur þolað, harðjaxlinn minn. Nú færð þú þína hvíld, en elsku amma, hvað ég á eftir að sakna þín. Ég er þakklát fyrir tíma okkar saman. Þakklát fyrir öll nöfnin sem þú kallaðir mig – prinsessa, gullmoli, poppkorn, engill, fiðrild- ið – ég held þú hafir kallað mig þessum nöfnum oftar en mínu eig- in. Ég er þakklát fyrir að þú sást mig á tónleikum spila og syngja. Ég er þakklát fyrir að þú skulir hafa séð mig setja upp hvíta koll- inn. Ég er þakklát fyrir að líkjast þér af og til og ég er svo endalaust þakklát fyrir að hafa átt jafn full- komna og góða ömmu og þig. Ég mun elska þig að eilífu, elsku amma mín. Hvern einasta dag mun ég minnast þín. Hvíldu í friði. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín dótturdóttir, Berglind Halla. Í dag kveð ég kæra frænku, sem mér þótti svo undur vænt um. Stína frænka hafði mikil áhrif á mig á unglingsárum mínum því ég eyddi öllum sumrum og páskum á fallegu og hlýlegu heimili hennar, Gunnars Péturs og barna þeirra. Stína líkti mér við farfuglana, ég kom í stutta heimsókn á páskum þar sem við krakkarnir lékum okkur á skíðum og kom svo aftur í sumarbyrjun og bjó hjá þeim þeg- ar ég vann í frystihúsinu. Þegar fór að skyggja í sumarlok fór ég suður í skóla og beið spennt eftir því að vetri lyki til að komast „heim“ aftur. Stína var ákveðin kona, hlý og glettin. Við höfðum eflaust svip- aðan húmor og náðum því vel saman. Í minningunni eru ljóslif- andi stundir þar sem við vorum að spila saman, sátum niðri í her- bergi hjá Mumma að hlusta á tón- list, fórum í dagsferðir um Vest- firði, borðuðum góðan mat og sátum í eldhúsinu að spjalla, Stína með kaffi í litlu vatnsglasi og ekki verra ef hún hafði steikt kleinur. Stína gerði nefnilega þær bestu kleinur sem ég á ævinni hef bragðað. Við hittumst sjaldnar þegar ég hafði sjálf stofnað fjöl- skyldu og oft leið mjög langur tími milli heimsókna. Mér var þó ávallt tekið fagnandi þegar ég kom vest- ur, ósjaldan fékk ég að gista og naut þess þá að sitja með Stínu og Gunnari langt fram á nótt og spjalla. Við gátum rætt allt milli himins og jarðar og svei mér þá ef við leystum ekki lífsgátuna nokkrum sinnum. Ég tel mig afar lánsama að hafa átt þess kost að komast tvisvar vestur í sumar og heim- sækja Stínu mína þar sem hún lá á sjúkrahúsinu. Í fyrra skiptið var hún nokkuð hress en um verslun- armannahelgina var hún orðin mjög veik. Kærri frænku vil ég þakka ást og umhyggju í minn garð um leið og ég færi Gunnari Pétri, Mumma, Garðari Smára, Disdu, Brynjari, tengdabörnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Lilja. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 ✝ Steinunn Stef-ánsdóttir fædd- ist á Smyrlabergi, Torfalækjarhreppi í A-Húnavatnssýslu 8. okt. 1914. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga á Húsavík. Foreldrar henn- ar voru hjónin Stef- án Jónsson bóndi, f. 20.9. 1863, d. 29.4. 1924, og Guðrún Kristmunds- dóttir, f. 5.12. 1883, d. 28.12. 1947. Steinunn var sjötta í röð- inni af 10 systkinum, en þau voru: Jón Bergmann, f. 20.7. 1908, Helga Ingibjörg, f. 23.5. 1910, Kristmundur, f. 3.10. 1911, Páll, f. 6.9. 1912, Hjálmar, f. 20.8. 1913, Jónína Sigurlaug, f. 25.9. 1915, Sigríður Guðrún, f. 15.8. 1916, Gísli Þorsteinn, f. 18.2. 1920, og Unnur Sigrún, f. Maður hennar er Gísli Gunnar Pétursson, f. 11.7. 1938. Þau eiga þrjá syni, níu barnabörn og fimm barnabarnabörn. 2) Stef- án, f. 10.3. 1941. Kona hans er Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 18.6. 1943. Þau eiga sex börn, nítján barnabörn og átta barna- barnabörn. 3) Tryggvi, f. 18.3. 1942. Kona hans er Árdís Sig- urðardóttir, f. 8.7. 1947. Þau eiga fjögur börn og ellefu barnabörn. 4) Erla, f. 15.8. 1943. Maður hennar var Aðalbjörn Sigurður Gunnlaugsson, f. 26.2. 1936, d. 25.8. 1990. Þau eiga sex börn og 15 barnabörn. 5) Fann- ey, f. 12.10. 1953. Maður hennar er Guðmundur Salómonsson, f. 19.5. 1956. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 6) Ásgeir Rúnar, f. 10.10. 1956. Kona hans er Hulda Jóna Jónasdóttir, f. 26.7. 1958. Þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. Á þessu má sjá að fjölskylda Steinunnar er orðin stór, afkomendur hennar eru nú 105 talsins. Útför Steinunnar fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag, laugardaginn 25. ágúst 2012, kl. 10:30. 19.6. 1922. Öll eru þau látin. Steinunn giftist 2. júlí 1938 Óskari Sigtryggssyni bónda og smiði, f. 29.9. 1914, d. 13.2. 1998. Foreldrar hans voru hjónin Sigtryggur Hall- grímsson, f. 29.5 1884, d. 27.9. 1979, bóndi á Stóru- Reykjum og Ásta Lovísa Jón- asdóttir húsfreyja, f. 19.12. 1873, d. 17.2. 1965. Steinunn og Óskar byggðu nýbýlið Reykj- arhól 1940 úr Stóru-Reykjalandi og bjuggu þar í 54 ár með bland- aðan búskap, m.a. ylrækt. 1994 fluttu þau í Miðhvamm á Húsa- vík og síðustu árin bjó Steinunn á Hvammi, heimili aldraðra. Þau eignuðst sex börn en þau eru: 1) Svanhildur, f. 1.1. 1939. Mamma mín, nú hefur þú kvatt þennan heim eftir langa vegferð. Á þessari vegferð hef- ur þú afrekað margt. Ung fórstu að heiman til að sjá fyrir þér sjálf. Í Reykholti í Borg- arfirði hittir þú lífsförunaut þinn. Saman byggðuð þið ný- býlið Reykjarhól og bjugguð þar í hálfa öld. Þú varst mikil atorkumanneskja til allra verka hvort sem var úti eða inni, enda kom það sér vel þegar pabbi var að heiman við smíðar og fleira. Þá saumaðir þú og prjónaðir á okkur systkinin vönduð föt. Gerðir góðan og hollan mat, enda ræktaðir þú alls konar grænmeti. Þótt þér félli aldrei verk úr hendi hafðir þú samt tíma fyrir börnin þín. Sumir geta gert svo margt í einu. Þér var mjög annt um að af- komendur þínir fengju ein- hverja menntun. Sjálf fékkstu ekki tækifæri til menntunar. Marga flíkina ert þú búin að gefa barnabörnunum þínum, sokkar og vettlingar voru ætíð til handa gestum og gangandi. Alltaf hafðir þú áhuga og sterk- ar skoðanir á landsmálum og vildir gjarnan ræða málin við aðra. Þú varst grönn og léttfætt og mér er það í minni hversu gaman var að sjá ykkur pabba taka dansspor á eldhúsgólfinu heima á Reykjarhóli þegar danslög ómuðu úr útvarpinu. Ég man líka eftir því þegar við vorum að raka dreif og svo ótt og títt rakaðir þú að margar tuggur voru á lofti í einu! Mamma mín, bestu þakkir fyrir það veganesti sem þú gafst mér út í lífið og hefur reynst mér vel. Nú skilur leiðir í bili en ég veit að pabbi tekur vel á móti þér. Við viljum þakka starfsfólki Hvamms og Heilbrigðisstofn- unar Þingeyinga fyrir einstaka umönnun og hlýju í garð móður okkar. Svanhildur, Stefán, Tryggvi, Erla, Fanney og Rúnar. Mér er skylt að skrifa nokk- ur minningarorð um Steinunni Stefánsdóttur eftir að hafa í tvígang leitað til hennar varð- andi upplýsingar frá æskuárum hennar. Steinunn tók því vel að koma í Borgarhólsskóla og segja 11 ára nemendum frá skólagöngu sinni og barnæsku. Hún var vel til fara að vanda og það var reisn yfir henni þar sem hún sat fyrir framan 30 nemendur og fræddi þau um æskuárin. Steinunn naut kennslu árin sem hún var 10-14 ára, tvo mánuði að vetri. Kennt var á sveitabæ 5 km frá heimili henn- ar og þurfti hún að ganga þá leið til og frá skóla ásamt systkinum sínum. Þá mánuði sem systkinin voru ekki í skóla áttu þau að sinna heimilisstörf- um. Frá blautu barnsbeini voru þau höfð með til allra verka. Það þurfti að taka mó, stinga út úr útihúsum og bera vatn bæði til skepna og einnig inn til mannfólksins. Stöku sinnum gafst þó tími til leikja. Skammt frá var stærðar vatn sem lagði að vetrum og þá fóru systkinin á skauta sem bræðurnir smíð- uðu út á vatnið. Þeir smíðuðu einnig lítinn sleða úr tunnustöf- um og ef vindaði notuðu börnin kápu fyrir segl og brunaði þá sleðinn eftir svellinu. Þessar sögur sagði Steinunn börnun- um. Áður hafði hún sagt mér frá æskuárum sínum t.d. þegar dauðinn heimsótti heimilið og tók með sér heimilisföðurinn. Eftir það bjó móðir þeirra ein með börnunum sem var mikið þrekvirki. En bæði móðir og börn voru harðdugleg og þeim tókst að halda heimilinu saman. Þau vissu að sveitarfélagið veitti enga hjálp. Í þá daga var algengt að föðurlaus heimili væru leyst upp og börnum komið fyrir hjá vandalausum. Áður en faðir Steinunnar dó hafði hann tekið að sér mal- arvinnu vegna vegagerðar, sem hann náði ekki að klára áður en veturinn skall á. Sumarið eftir varð svo móðirin að klára vega- vinnuna svo þau fengju eitthvað greitt fyrir verkið. Vissulega hjálpuðu börnin. Þau fóru með hest og kerru, haka og skóflu og kom það í hlut Steinunnar að teyma hestinn með kerruna. Þetta var veganestið sem Steinunn fékk út í lífið og hver þekkir ekki seigluna, dugnað- inn og baráttuviljann ekki bara hjá Steinunni heldur einnig hjá afkomendum hennar. Hún var vinnusöm og verklagin, en einnig útsjónarsöm og hafði vilja til að skapa verðmæti úr vinnu sinni og henni fannst ekki réttlátt að konur gæfu vinnu sína. Samt var hún gest- risin alveg fram í andlátið og þurfti alltaf að eiga eitthvað gott til að gefa þeim sem heim- sóttu hana. Steinunn var metnaðargjörn og gerði kröfur til sjálfrar sín og afkomenda sinna. Í umbylt- ingu síðustu aldar lofaði hún aukna menntunarmöguleika og þráði að afkomendur sínir fengju notið þeirra. Með góðri menntun taldi hún að ung- mennin hefðu bestu mögu- leikana til að verða nýtir þjóð- félagsþegnar. Ég fékk að dvelja hjá Steinunni og Óskari nokkra mánuði á barnaskólaárum mín- um og vil ég hér þakka Stein- unni kærlega fyrir gott atlæti og umhyggju. Ég vil einnig votta börnum hennar, tengda- börnum og öllum afkomendum hennar samúð mína. Steinunn var sterkur persónuleiki og við gleymum henni seint. Kristín Sigurðardóttir. Steinunn Stefánsdóttir Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ ANDRÉS ÞORVARÐARSON lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð þriðjudaginn 19. júní. Útför hans fór fram þriðjudaginn 3. júlí frá Höfðakapellu á Akureyri í kyrrþey. GUÐRÚN ESTER ÞÓRÐARDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði, sunnudaginn 29. júlí. Útför hennar fór fram fimmtudaginn 9. ágúst í kyrrþey. Þórður Grétar Andrésson, Helga Sigríður Árnadóttir, Ágústa Kristín Andrésdóttir, Ásdís Erna Guðmundsdóttir, Björgúlfur Bóasson, Grétar Örn Guðmundsson, Aþena Dís Björgúlfsdóttir. ✝ Okkar yndislega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR EGGERZ, Hábæ - Hrafnkelsstöðum, Borgarfirði áður Litla-Kambi, Breiðuvíkurhreppi, Snæfellsbæ, lést á sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 20. ágúst. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Valur Gunnarsson, Hanna Kristín Daníelsdóttir, K. Heiður Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Snjólaug Jóna Sveinsdóttir, Guðbjartur Sigurðsson, Bragi Sveinsson Birgir Sveinsson, Dóra Sjöfn Valsdóttir, Hjörtur Sveinsson, Kaja Kristjánsdóttir, Sigrún Karlsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.