Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Stefán Ólafsson tal- ar mikið um aukinn jöfnuð og snjalla stefnu stjórnvalda í atvinnu- og bóta- málum. Hann fer auk þess mörgum og hóf- sömum orðum um frjálshyggju og auð á bloggsíðu sinni. En er það endilega rétt, þó Stefán segi það og styðji reiknikúnstum og staðalfráviknum tölum, að hér sé allt í blóma? Vissulega er hér margt gott. Hér býr rík þjóð. En getur verið að þjóðin sé rík, þrátt fyrir aðgerð- ir núverandi stjórnvalda fremur en vegna þeirra? Það eru margar leið- ir við að túlka tölur og fræði. Ef ég á tvær vatnsfötur, aðra fulla af vatni og hina tóma, þá er harla óumdeilt að ójöfnuður er í innihaldi þeirra. Ef ég sæki meira vatn í þá tómu, þá eykst jöfnuður- inn á milli þeirra. Það hlýtur að vera nokkuð óumdeilt líka. Ég get líka borað gat í fötuna með vatn- inu, og látið innihaldið leka stefnu- laust á jörðina. Jöfnuður milli ílát- anna mun við þá aðgerð aukast. En ég tapa um leið hluta af vatn- inu og það verður engum til gagns. Og það er einmitt það sem er að gerast í fyrirmyndarsamfélagi Stefáns Ólafssonar. Jöfnuður hefur auk- ist á Íslandi frá því fjármálakreppan skall á. Bil milli þeirra sem eiga og þeirra sem minna eiga, hefur minnkað. Algjörlega tilgangslaust að þræta fyrir það enda ekki til- gangur þessara skrifa. En sem góður og gegn borgari þá ber mér að spyrja, – af hverju minnkaði bilið ? Jukust tekjur í neðri þrepum? Stækkaði kakan? Jókst velferðin? Fækkaði fólki án at- vinnu? Svörin við þessum spurningum ættu auðvitað að vera já í öllum til- vikum. En eru því miður, nei. Á því tímabili sem Stefán Ólafs- son vitnar helst til, þá sjáum við að þeim fækkar jafnt og þétt sem eiga auðvelt með að ná endum saman, á meðan þeim fjölgar sem eiga erfitt með að ná endum saman. (mynd 1) Þetta bendir til þess að tekjur hjá ákveðnum hópi fólks hafi lækk- að. Jafnframt benda þessar tölur til þess að tekjuhópar séu að verða jafn stórir. Sem vissulega bendir til þess að jöfnuður sé að aukast, en gefur jafnframt sterka vísbendingu um að sá jöfnuður sé fenginn með því að bora gat í fullu fötuna frekar en að bæta vatni í þá tómu. Þessu til staðfestingar sjáum við að heildarvelta atvinnugreina í evr- um talið, (mynd 2) hefur dregist verulega saman. Það þýðir að tekjur fyrirtækja hafa minnkað og þá um leið, tekjur einstaklinga. Og þar sem við höldum ennþá uppi lágmarksframfærslu með bóta- greiðslum, þá fækkar ekki í lægsta framfærsluþrepinu þó þeir tekju- hærri missa vinnuna. Þvert á móti, þá fjölgar í lægri framfærsluþrep- um. Eðlilega dregur saman með launahópum við þetta og jöfnuður eykst. Erfitt er þó að færa rök fyr- ir því að slíkt sé þjóðhagslega hag- kvæmt, hvort svo sem litið er til skemmri eða lengri tíma. Þriðja atriðið sem mikið er um rætt og hér er litið til, er uppgefin staða atvinnuleysis á Íslandi. Sam- kvæmt tölum ríkisstjórnarinnar, og Stefáns Ólafssonar, þá er at- vinnuleysi hér á niðurleið. Jafnvel er talað um að stjórnvöld hafi skapað þúsundir starfa sem leitt hafi til minnkandi atvinnuleysis. Tölur Hagstofunnar sýna hins vegar að á sama tíma og mann- Auga fyrir auga, gerir allan heiminn blindan Eftir Guðmund Andra Skúlason »Eðlilega dregur sam- an með launahópum við þetta og jöfnuður eykst. Erfitt er þó að færa rök fyrir því að slíkt sé þjóðhagslega hagkvæmt Guðmundur Andri Skúlason Höfundur er formaður Samtaka lánþega. fjöldi eykst þá fækkar starfandi einstaklingum. (mynd 3) Þeim með öðrum orðum fjölgar verulega sem eru án atvinnu. Það er því von að spurt sé, hver sé hagur okkar af hinum aukna jöfnuði ef grundvöllur hagkerfisins er á sama tíma að molna? Er eitt- hvað gagn í því að vera með jafn- mikið í tveimur fötum, ef báðar eru tómar? Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands 30.000 25 .000 20 .000 15 .000 10 .000 5 .000 0 2004 2011 Heildarvelta atvinnugreina EUR 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2004 2011 Heimild: Hagstofa Íslands Mjög erfitt Erfitt, nokkuð erfitt Auðvelt Heimild: Hagstofa Íslands 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 Mannfjöldi 1. janúar Starfandi 1. janúar Í skrúðgörðum landsins nýtur ekki sólar á gangstígum mikinn hluta ársins, enda þótt sólin skíni á trén. Skipulag skrúðgarða hér á landi hef- ur ekki lagað sig að því, að sólin skín hér framan í fólk, en í löndum, sem eiga langa skrúðgarðamenningu, skín sólin á sumrin í hvirfil manna. Í skrúðgörðum suðursins gat fólk var- ið sig fyrir sterku skini sólar. Um aldir bjargaði sólskin á andlitið Ís- lendingum frá kröm, en nú má kaupa ígildi sólar í fjölbreyttri fæðu og í lyfjabúðum. Eftir situr djúpt í sálinni þrá eftir sólarljósinu. Íslend- ingar ganga því helst sólarmegin á eigin borgargötum, og þeir forðast skuggsæla göngustíga skrúðgarða. Ég nefni nokkur göngusvæði, sem ég nýti mér, þar sem maður lendir gjarna í skugganum þegar í ágúst og bíður lengi á vorin eftir því, að sól- argeislarnir lyfti sér yfir trén. Í skrúðgarðinum í Laugardal í Reykjavík hafa trén teygt sig æ hærra, svo að sólar nýtur illa á göngustígum. Eins er á Klambra- túni. Á heilsuhælinu í Hveragerði er ganga undir stjórn kunnáttumanna fastur liður hjá dvalargestum, það er fyrir hádegismatinn. Þar er orðið til vandræða gróðursælt fyrir göngu- flokkinn, til að njóti sólar, það á við um götur þorpsins og Reykjaland. Skógi vaxinn Noregur er póst- kortaland. Á ferð í bíl eða járnbraut- arlest fær maður sjaldan meira en andartaks sýn á fagurt land; annars byrgja trén út- sýnið. Þessi andartök eru seld á póstkortum. Á Íslandi hefur skógur óvíða byrgt sýn. Í fyrrahaust ók ég dag einn um miðjan nóvember úr Reykjavík snemma morguns austur í Skaftafellssýslu. Himinninn var heiður. Dagrenningin var hæg og löng. Það var fyrst í Mýrdal, að sólin mætti manni í háaustri. Á leið um Flóa, Holt og Rangárvelli blasti við víður fjallahringur, í Holtunum lít- illega skertur af tráreitum. Ég fór þarna aftur um daginn, farþegi í bíl. Þá tók ég eftir því, að fyrir norðan þjóðveginn á Rangárvöllum hafa all- víða verið gróðursett tré. Þau eru enn lágvaxin, en fyrr en varir má bú- ast við, að þau verði hærri en venju- legur bíll. Þá lokast bílfarþegum sýn á fjallahringinn nema á efri hæð í tveggja hæða bílum. Síðari tíma menn munu ekki sakna þessa, þar sem þeir munu ekki hafa hugmynd um þá dýrð, sem nú getur mætt aug- anu. Á Suðurlandi hefur sýn til fjalla reyndar þegar lokast vegna trjá- ræktar, svo sem á leiðinni upp að Flúðum, og ógnin vex hratt í Bisk- upstungum. Þannig breytist útsýn- islandið Ísland í póstkortaland. BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient. Skuggahliðar trjáræktar Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson Bréf til blaðsins - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FRÁ REDKEN. Finndu það sem hentar þínu hári. Takmarkað magn, tilboð á meðan birgðir endast. SÖLUSTAÐIR REDKEN BEAUTY BAR FAGFÓLK HJÁ DÚDDA HÖFUÐLAUSNIR MEDULLA MENSÝ N-HÁRSTOFA PAPILLA SALON REYKJAVÍK SALON VEH SCALA SENTER Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á KAUPTU 2 + 1 FRÍTT Redken vörur Redken sjampó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.