Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 11

Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 11
morgunmat, hádegismat og eftirrétt á kvöldin þessa dagana,“ segir Óm- ar. Meðal dagskráliða í dag, laugar- dag 25. ágúst, má nefna Bláberja- hlaupið sem hefst klukkan 10 og bláberjapæju-átkeppni í Melrakka- setri klukkan 13:30. Allir sem vilja geta tekið þátt í keppninni þar sem kappát fer fram á bláberjagóðgæti. Ómar segir þátttakendur hafa tekið keppnina alvarlega í fyrra en kepp- endur voru á aldrinum 5 ára og upp úr. Einnig verður í boði andlitsmálun og slegið upp flóamarkaði svo að- eins fátt eitt sé nefnt. Hefst síðan dansleikur í samkomuhúsinu klukk- an 23:30. Utan formlegrar dagskrár verður einnig í boði klukkan 13 í dag hvalaskoðunarferð með hvala- skoðunarskipinu Núma. „Hér hafa verið þrjár hrefnur og einn hnúfubakur á dóli fyrir utan hjá okkur síðustu daga og verður því farið í sérstaka náttúrulífsskoð- unarferð gegn sérstöku bláberja- gjaldi. Einnig verður kíkt á Vigur þar sem er mikið lundavarp og einnig er selurinn hér skammt und- an. Það er því tilvalið að fara í slíka skoðunarferð héðan frá Súðavík,“ segir Ómar Már. Tæmandi dagskrá má nálgast á vefsíðunni www.blaberjadagar.com. Kappát Þessir kappar kepptu í bláberjapæju-átkeppni í fyrra. Hópurinn Brúðhjónin með gestum sínum fyrir utan bænahúsið í Furufirði sem vígt var árið 1905. gaf brúðhjónin saman og eftir at- höfnina var kaffi í Furufirði og lítil veisla í Reykjarfirði, þarnæsta firði við Furufjörð, en þangað á Kristjana ættir sínar að rekja. Alls stóð brúðkaupið í þrjá daga frá 18.-20. júlí sem að hluta til var ákveðið þar sem erfitt var að treysta veðurspá fram í tímann. Fór svo að þau Hannes og Krist- jana voru gefin saman miðvikudag- inn 18. júlí og segir Hannes að ekki hafi mátt tæpara standa því daginn eftir brottför gestanna gerði vont veður og gestir hefðu þá líklegast orðið veðurtepptir í nokkra daga án símasambands. Þjóðlegt og fallegt brúðkaup „Það passaði mjög vel fyrir okkur að gifta okkur á mið- vikudegi þar sem það var 18. en við byrjuðum saman 16. júlí fyrir fimm árum og trúlofuðum okkur 17. júlí þremur árum seinna og því lá beint við að gifta sig þann 18, en við kynntumst fyrst í gegnum Rauða krossinn. Við vildum hafa brúðkaupið þjóðlegt og fallegt. Kristjana fékk lánaðan skautbún- ing frá Þjóðdansafélagi Reykjavík- ur og ég var í íslenskum hátíð- arbúningi. Við vildum hafa þetta töluvert óhefðbundið og gekk það eftir. Gaman er að segja frá því að brúðurin fór t.a.m. í hárgreiðslu á byrggjunni í Norðurfirði og bar blágresisblómvönd sem tíndur var í Furufirði,“ segir Hannes. Alls tók ferðalagið frá Reykja- vík til Norðurfjarðar um fimm tíma, þaðan sem siglt var til Furu- fjarðar. Eftir brúðkaupsdaginn dvöldu gestirnir áfram í Reykjar- firði og nutu svæðisins. Gengu til að mynda nokkrir gestanna á Drangajökul. „Við erum mjög ánægð með hvernig til tókst og er þakklæti okkur efst í huga til allra þeirra sem áttu þátt í að láta þetta verða að veruleika,“ segja brúðhjónin. Umhverfið skapaði róm- antíska umgjörð í kring- um brúðkaupið og þar voru aðeins saman- komnir nánustu vinir og ættingjar enda hafði staðsetningin sín áhrif á gestafjöldann. Athöfnin Séra Pétur Þorsteinsson gaf brúðhjónin saman. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Barátta íslenskrar alþýðu „Æviminningar Tryggva Emilssonar verkamanns eru í sjálfu sér svo ágætur vitnisburður um merkilega kynslóð að torvelt verður að finna annan áhrifameiri.“ ÁRNI BERGMANN / ÞJÓÐVILJINN . www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Fátækt fólk og Baráttan um brauðið voru báðar tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs NÝ KILJA Furufjörður Drangajökull Jökulfirðir Ísafjarðardjúp Arnarfjörður Dýrafj. Hælavík Hornvík Reykjarfjörður Bjarnarfjörður Ófeigsfj.flói

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.