Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður tími til að koma skipulagi á líf þitt. Mundu að þú ert að taka mikilvægt skref inn í framtíðina. Slappaðu af og gleymdu ekki kímnigáfunni þótt ým- islegt beri út af. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu opinn gagnvart tillögum sam- starfsmanna þinna og leyfðu þeim að velta upp sem flestum flötum þeim til stuðnings. Hættu að bíða eftir því að aðrir taki fyrsta skrefið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú pælir sjaldan í hvers vegna lífið leiki við þig, en gerðu það núna. Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga vel á þessu ári. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Kannski uppgötvar þú nýja tekjulind eða kaupir eitthvað sem þig hefur langað í lengi. Vertu útsjónarsamur og berðu saman verð og gæði því þá geturðu gert góð kaup. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Þér tekst að koma umbótum til leiðar í vinnunni, þú sérð hvernig hlutirnir mega betur fara. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinir og kunningjar eru alls staðar þar sem þú ert og fara þangað sem þú leiðir þá. Kúrðu með ástvini þínum og hjalaðu krúttlega í eyra viðkomandi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert klár og sérð hlutina í í ljósi heimsborgarans. Verkefni sem krefjast ein- beitingar og úthalds liggja vel fyrir þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ein frumleg hugmynd getur kollvarpað öllu, ekki síst peningamálunum. Láttu það ekki vaxa þér í augum því þú ert ágætlega fær um að leysa það af hendi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú nýtur mikilla vinsælda og því tekur félagslífið óvenjumikinn tíma. Fólk er með þrjósksta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft bara að nefna það að þú eigir í vanda og sérfræðingar í honum skjóta upp kollinum. Góður undirbúningur tryggir farsæla framkvæmd. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú getur lært eitthvað mikilvægt af einhverjum í kringum þig í dag, t.d. get- um við lært margt af unga fólkinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er affarasælast að vita gjörla með hverjum maður deilir sínum innstu skoðunum. Meira er ekki hægt að biðja ykk- ur um og aðrir verða að sjá um aðra hluti. Karlinn á Laugaveginum hafðiekki langan formála, þegar ég hitti hann í Bakarabrekkunni fyrir ofan stjórnarráðið heldur sagði: „Nú halda þau flokksráðsfundi um helgina bæði tvö, Jóhanna og Stein- grímur, og auðvitað tala þau ekki um það sem máli skiptir atvinnu- leysið og sveltið í heilbrigðiskerf- inu, – hallelúja!“ Og svo saug hann upp í nefið. Stjórnarfarið versnar og versnar var það bölvað þó Menn eru löngum lamdir og barðir í lífsins ólgu sjó. Valdhafana varðar ekki um verkamannsins kjör ég sé þá stinga saman nefjum með sigurbros á vör. Nú reikum við um rústir einar þar sem rauður loginn brann - en alltaf er nóg af allsnægtunum í Edens fínum rann. Eftir langan, vondan vetur mun vorið koma á ný upp rís sól og aftur sumar og enginn fær gert við því! Guðmundur Arnfinnsson sendi mér þrjár limrur sem hann leyfði mér að birta með þessari athuga- semd „p.s. vaknaði illa í morgunsárið“: Ævi manns endar skjótt og er sem „leiftur um nótt“, en maður hjarir, meðan það varir. Mér er samt ekki rótt. En þessar eru limrurnar þrjár: Einn skáldjöfur skondinn ég þekki, sem skreytt hefur þingsins bekki, ég veit upp á hár að Blöndal er blár en blár er hann vafalaust ekki. Er hann um Laugaveg lallar og léttur í bragði spjallar við Pétur og Pál, þá er pottþétt mál, að undir flatt Halldór hallar. Blöndal er brattur og glaður og blæs við á göngu hraður, hann er blendinn í bland og býsna grand, en Halldór er hæglætismaður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Og enginn fær gert við því Víkverji dagsins ákvað að bregða sér í Krikann á fimmtudagskvöld til að fylgjast með viðureign FH og KR í Íslandsmeistaramótinu í fótbolta. FH-ingar hafa farið á kostum í und- anförnum leikjum og sallað inn mörkum, en KR-ingar hafa verið öllu brokkgengari og ekki spilað vel, þótt ekki sé hægt að kvarta undan því að nú þegar er bikar kominn í hús og liðið í baráttu um Íslands- meistaratitil. Hann mætti nokkrum mínútum of seint á völlinn og ákvað að lauma sér hljóðlega í stúku gest- anna úr Vesturbænum. Við eitt hlið- ið upp í stúkuna sá hann skilti, sem á var letrað aðkomufólk og taldi víst að þar ætti hann heima. Brá þá ekki betur við en að hann kom beint inn harðasta kjarna stuðningsmanna FH. Víkverji fipaðist lítið eitt við þetta, en ákvað að fá sér sæti meðal stuðningsmanna andstæðinganna, þótt í honum væri beygur um að það gæti orðið óskemmtilegt færu FH- ingar á flug. x x x En það var öðru nær. Liðsmenn FH voru heillum horfnir á meðan leikmenn KR léku á alls oddi og sigruðu sanngjarnt. Þessi reynsla varð Víkverja eftirminnileg fyrir ýmsar sakir. Víkverji er vanur því á KR-leikjum að vera innan um KR- inga, sem iðulega hafa hátt þegar dómari dæmir brot á KR eða lætur hjá líða að dæma á andstæðinga KR. Þá er að lágmarki farið fram á gult spjald, yfirleitt rautt og formælingar í garð dómarans látnar fylgja og finnst Víkverja þeir, sem setja fram slíkar kröfur yfirleitt hafa nokkuð til síns máls. Nú upplifði Víkverji hróp og köll vegna atvika á vellinum, sem hann sá nákvæmlega ekkert at- hugavert við með sínu óskeikula auga og velti því iðulega fyrir sér hvort stuðningsmenn FH væru að horfa á sama leik og hann. x x x Í seinni hálfleik færði Víkverji sig til í stúkunni og komst að því að þar sat fólk, sem hafði mun meira vit á dómgæslu. Hann kann hins vegar enga skýringu á þessum mun, hvort hann er erfðafræðilegur eða sál- rænn, en hann er vissulega rann- sóknarefni. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því. (Lúk. 8,21). - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r ÁSTIN ... ER HVERFUL. GR ET TI R FÉKKSTU 7 Í SÖGU? ÞAÐ ER BARA Í MEÐALLAGI! HVAÐ MEÐ ÞAÐ? ÉG ER MEÐALNEMANDI Í MEÐAL- SKÓLA Í MEÐALBÆ. HVAÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ VERA Í MEÐALLAGI? ÞÚ GÆTIR GERT MIKLU BETUR EF ÞÚ REYNDIR! ÞETTA SVAR VAR Í MEÐALLAGI. KASTALAR ERU BARA EKKI BYGGÐIR LENGUR EINS OG ÁÐUR FYRR! ÉG TRÚI ÞVÍ VARLA AÐ GRÍMUR HAFI FYLLT TALBLÖÐRUNA SÍNA MEÐ HELÍUMI OG AÐ HÚN FLJÚGI NÚ UM Í TEIKNIMYNDAHEIMI. HVAÐ ÆTLI GRÍMUR SÉ AÐ REYNA AÐ SEGJA OKKUR? ÉG PISSAÐI Á STOFU- GÓLFIÐ. GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.