Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 ● Viðskiptahalli í Japan hefur aldr- ei verið meiri en í nýliðnum júl- ímánuði, sam- kvæmt því sem fram kemur hjá Greiningarþjón- ustu IFS. Útflutn- ingur til Evrópu dróst saman um 25% frá sama tíma í fyrra. Inn- flutningur á eldsneyti til landsins var áfram mikill og er ástæðan sú að þörf er á að bæta upp fyrir tapaða orku frá kjarnorkuverum landsins. Var við- skiptahallinn mun meiri en markaðs- aðilar höfðu gert ráð fyrir. Útflutningur til Evrópu dróst saman um 25% Útflutningur minnk- aði um 25%. Samdráttur í bresku efnahagslífi reyndist vera 0,5% á öðrum ársfjórð- ungi, apríl til júní, sem er minni sam- dráttur en hafði verið spáð. Bráða- birgðatölur höfðu bent til þess að samdrátturinn hefði verið 0,7%. Breska hagstofan gaf út nýjar tölur í gær og þar var m.a. sú skýring gefin að samdrátturinn hefði verið minni en fyrri spár gerðu ráð fyrir vegna þess að byggingageirinn hefði ekki skopp- ið jafnmikið saman á tímabilinu og reiknað hafði verið með. Í frétt á vef Breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær kemur fram að þessi nið- urstaða komi fjölmörgum hagfræð- ingum ekki á óvart, sem hefðu spáð, þvert á spá Bresku hagstofunnar (e. Office for National Statistics), að samdrátturinn yrði ekki jafnmikill og hagstofan spáði í fyrri spám sínum. Þegar ONS gaf út fyrri spá sína í júlímánuði, fyrir annan ársfjórðung, var henni tekið með mikum efasemd- um af fjölda sérfræðinga og hagfræð- inga sem og talsmönnum ákveðinna atvinnugreina sem sögðu þá, að þeir sæju engin teikn á lofti um að sam- drátturinn yrði jafnalvarlegur og hag- stofan spáði. „Útkoman hjá helstu framleiðslu- greinunum var ekki alveg jafn slæm og við höfðum spáð og ekki heldur hjá byggingargreinunum,“ sagði Joe Grice hjá ONS í samtali við BBC. Einnig kom fram í nýjum tölum frá ONS að byggingageirinn skrapp sam- an um 3,9% á öðrum ársfjórðungi en því hafði verið spáð að samdrátturinn yrði 5,2%. Grice sagði jafnframt að þótt út- koman væri heldur skárri á öðrum ársfjórðungi en spáð hafði verið, breytti það engu um heildarmyndina af bresku efnahagslífi sem hefði und- anfarin tvö ár verið í lægð. Ákveðnir álitsgjafar í Bretlandi hafa sakað ríkisstjórnina um að bera ábyrgð á því að samdráttur hefur mælst í breska efnahagslífinu þrjá ársfjórðunga í röð, með stórfelldum niðurskurðar- og sparnaðaraðgerðum. AFP Bretland Samdráttur mælist í efnahagslífinu þrjá ársfjóðunga í röð. Stjórn- arandstaðan segir að þörf sé á framkvæmdum til að auka hagvöxt. 0,5% samdráttur mælist í Bretlandi  Útkoman ögn skárri en spáð var Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna, og Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, taka vel í að skoða nánar hugmyndir um að sjávar- útvegurinn muni kaupa ríkisskulda- bréf fyrir 150 milljarða króna af er- lendum fjárfestum sem eru fastir með fjármuni hér á landi eftir að gjaldeyr- ishöftum var komið á. Skuldir ríkis- sjóðs myndu í kjölfarið lækka sem því nemur. Þessi aðgerð kæmi í stað áforma um auðlindagjald. Þetta væri liður í því að skola burt hluta snjó- hengjunnar sem er mikilvægt skref í afnámi gjaldeyrishafta. Þurfi breiða sátt Vilhjálmur segir að til að þetta geti gengið eftir þurfi að nást breið sam- staða um auðlindagjald til lengri tíma og það geti reynst þrautin þyngri. Hugmyndin sé flókin í framkvæmd og væntanlega taki langan tíma að ná henni í gegn en „er ágætis hugsun“. Róbert Guðfinnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri útgerðarinnar Þormóðs ramma og stjórnarformaður fisksölufyrirtækis sem þá hét Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, sagði frá hugmyndum sínum um hvernig nýta mætti auðlindagjaldið til að leysa snjó- hengjuna í Viðskiptablaði Morgun- blaðsins síðasta fimmtudag. Sjávarút- vegurinn ætti að búa til auðlindasjóð. Hann borgi 50 milljónir evra (nálægt átta milljörðum króna) á ári inn í hann til næstu 20 ára. Sjóðurinn gæfi út skuldabréf og það selt strax erlendis. Þá væri sjóðurinn kominn með háar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri út á framtíðarauðlindagjaldið. Fjárhæðina gæti sjávarútvegurinn nýtt til að bjóð- ast til að kaupa hluta sjóhengjunnar af erlendum vogunarsjóðum á 50% af- slætti gegn því að greiða þeim strax með erlendum gjaldeyri. Við svo búið færu talsmenn sjávarútvegsins á fund stjórnvalda og ríkissjóðs og segðu: „Við ætlum að staðgreiða fyrirfram auðlindagjald næstu tuttugu ára hér og nú og afhenda ríkissjóði 150 millj- arða króna virði af ríkisskuldabréfum gegn því að þið látið okkur í friði næstu tuttugu árin.“ Friðrik segir að það sé vert að skoða hugmyndina nánar. „Ef þetta er raunverulegur möguleiki þarf að henda sér í að athuga málið nánar,“ segir hann, en setur fyrirvara við fjár- hæðina sem Róbert nefndi, það þurfi einfaldlega að kafa betur ofan í töl- urnar. Þær þurfi að vera í takt við hugmyndir um hagnað af útgerðinni og nefnir að margir hafi misst sjónar af því eins og auðlindagjaldið sé núna. Ágætlega reknar útgerðir muni greiða meira í auðlindagjald, eins og það er nú, en sem nemi hagnaðinum. „Því verður að hafa fyrirvara á töl- unum, en það er einfaldlega verkefni til að leysa.“ Aðspurður um hvað honum þætti um að festa auðlindagjaldið til 20 ára, segir Friðrik, að hann hefði viljað sjá auðlindagjaldið fest til enn lengri tíma. Gott innlegg „Mér finnst þetta mjög gott innlegg hjá Róberti,“ segir Vilhjálmur. „Við höfum talað mikið saman um þetta. Hugmyndir sem þessar færa menn nær lausn í málinu. Það er mjög brýnt að gjaldeyrishöftin verði afnumin sem fyrst.“ Vilhjálmur telur líklegt að er- lendu aðilarnir séu reiðubúnir til að selja innlendu eignirnar með afslætti gegn því að komast út. „Þessar kröfur hafa gengið kaupum og sölum með af- slætti,“ segir hann. Þær tölur sem Róbert nefndi að út- gerðin eigi að greiða í nýjan auðlinda- sjóð eru lægri en núverandi hug- myndir ríkisstjórnarinnar um auðlindagjald. Útgerðin leysi snjóhengju  LÍÚ og SA taka vel í að skoða nánar hugmyndir um nýtt auðlindagjald Brýnt „Hugmyndir sem þessar færa menn nær lausn í málinu. Það er brýnt að gjaldeyrishöftin verði afnumin sem fyrst, “ segir Vilhjálmur Egilsson. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.+/ +0-.1/ +,-.// ,-.+00 ,-.23+ +/.,4+ +,2.,0 +.2,03 +/,.21 +2-.42 +,-.43 +0-./4 +,+.,1 ,-.,2/ ,-.51, +/.,04 +,2.54 +.214, +/1.-3 +2-./3 ,+-.22+0 +,-.35 +0+.1 +,+.2/ ,-.1+3 ,-.501 +/.143 +,2.00 +.21/3 +/1.5+ +2+.,0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á gr af ik a. is 12 AUGLÝSING UM INNTÖKU NÝNEMA Í LÖGREGLUSKÓLA RÍKISINS Auglýst er eftir hæfum umsækjendum til að stunda almennt lögreglunám við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins. Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2012. NÁMIÐ Námið skiptist í bóknám og starfsnám og hefst í janúar 2013. Það stendur yfir í a.m.k. tólf mánuði og þar af verður starfsnám í lögreglu ríkisins a.m.k. fjórir mánuðir. RÉTTINDI SEM NÁMIÐ VEITIR Hver sá sem lýkur almennu lögreglunámi með fullnægjandi árangri er hæfur til að sækja um laus störf lögreglumanna í lögreglu ríkisins. Hann þarf að uppfylla skilyrði lögreglulaga, sbr. einnig reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar, til að geta hlotið skipun til slíkra starfa til fimm ára í senn. AÐ HVERJUM ER LEITAÐ Lögreglustarfið er um margt spennandi og krefjandi vettvangur fyrir dugandi fólk enda eru líklega ekki gerðar jafn fjölþættar kröfur til umsækjenda um mörg önnur störf. Gerð er krafa um lágmarks menntun en einnig gott andlegt og líkamlegt atgervi því í lögreglustarfinu reynir á ýmsa ólíka eiginleika þeirra sem því sinna. Reyndin er sú að umsækjendur hafa fjölbreyttan bakgrunn og lögreglan hefur gegnum tíðina fengið til liðs við sig afbragðs starfsfólk með t.d. iðnmenntun og aðra fagmenntun, auk þess sem háskólamenntuðum hefur fjölgað á síðustu árum. Þá er góður kostur að hafa fjölþjóðlega reynslu. Leitað er að skynsömum, jákvæðum, hraustum og reglusömum konum og körlum sem eiga auðvelt með mannleg samskipti. NÁNARI UPPLÝSINGAR Upplýsingar um inntökuskilyrði, námið, feril umsókna, inntökupróf, umsóknar- eyðublöð, læknisvottorð og handbók valnefndar er að finna á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir Lögregluskóli ríkisins - Inntaka nýnema. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur V. Snævarr formaður valnefndar í síma 577-2200. 24. ágúst 2012. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.