Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 8

Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Varaformaður VG telur ómak-legt að þegar rætt er um ESB og aðildarmál hér á landi sé farið í manninn en ekki boltann, eins og fram kom á flokks- ráðsfundi í gær. Henni er með öðr- um orðum illa við að nefndir séu til- teknir ein- staklingar þegar rætt er um þessi mál.    Nú er það svo að oft er rætt umESB-mál án þess að rætt sé um einstaklinga. Sennilega er um fátt meira rætt, því miður, enda er margt sem á meira erindi í um- ræðuna. Við það verður þó ekki ráðið því að VG og Samfylking hafa sótt um aðild að ESB fyrir Íslands hönd.    Umsóknin er mikil svik VG viðstefnu sína og kjósendur. Þannig er það að minnsta kosti oft orðað, en það er vitaskuld aðeins gert til einföldunar.    Flokkurinn er tilteknir ein-staklingar og í þessu tilviki er í raun aðeins um hluta flokksins að ræða og aðeins nokkra ein- staklinga.    Staðreyndin er sú að nokkrir ein-staklingar í VG sviku kjós- endur sína og aðra flokksmenn þegar þeir sóttu um aðild að ESB.    Katrín Jakobsdóttir kvartar yfirþví að minnt sé á þessi svik en hún verður að sætta sig við að þau hafa mikla þýðingu.    Hún vill að þau gleymist en get-ur ekki ætlast til að þeir sem voru sviknir taki undir það. Katrín Jakobsdóttir Maðurinn, boltinn og svikin STAKSTEINAR DRESSMANN LAUGAVEGI LOKAR. RÝMINGARSALA ERUM MEÐ TIL SÖLU! Fataslár,hengi, ljósaskilti,hillur á lager,borð ofl á góðu verði. Salan fer fram 28. og 29. ágúst frá kl. 10-18 í verslun Dressmann á Laugavegi 18b. Laugavegur. S: 5629730 Veður víða um heim 24.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 rigning Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 10 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 rigning Vestmannaeyjar 10 rigning Nuuk 7 alskýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 17 skúrir Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 18 léttskýjað París 17 skúrir Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 32 léttskýjað Moskva 17 skýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 30 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Róm 31 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 22 skýjað Montreal 25 léttskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 29 léttskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:52 21:09 ÍSAFJÖRÐUR 5:47 21:23 SIGLUFJÖRÐUR 5:29 21:07 DJÚPIVOGUR 5:19 20:41 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þvert á spár um að gengi krónunnar muni veikjast á ný í vetur eins og verið hefur í kjölfar árstíðabundinn- ar styrkingar, sem fylgir gjaldeyr- isinnkomu með erlendu ferðamönn- unum í sumar, er ný verðbólguspá Seðlabankans byggð á því að krónan haldist jafnsterk og hún er nú næstu mánuði og misseri. Spurð um áhrif þess ef þetta geng- ur eftir á ferðamannaþjónustuna á komandi vetri segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að mikilvægast sé að gengi krónunnar haldist stöð- ugt. „Það er alveg ljóst að sú gríðar- lega veiking krónunnar sem orðið hefur eftir hrunið hjálpar öllum út- flutningsgreinum og þar með ferða- þjónustunni. En við höfum oft sagt að óskastaða okkar er fyrst og fremst sú að hafa stöðugleika í geng- inu,“ segir hún. „Ferðaþjónustan þarf að verð- leggja sig mjög langt fram í tímann og við höfum búið við það í gegnum tíðina að fyrirtækin vita aldrei hvað kemur í budduna þegar ferðamað- urinn borgar fyrir þjónustuna, sem pöntuð var löngu fyrr. Þetta hefur verið okkar vandamál í gegnum tíð- ina, vegna þess að krónan hefur hoppað og skoppað eins og korktappi í stórsjó. Það er verst. Það skiptir kannski ekki öllu hvort hún er tíu prósentunum hærri eða lægri ef hún héldist stöðug svo menn vissu hvað þeir væru að selja og hvað þeir fengju þegar kemur að því að fá greitt,“ segir Erna. Óheppileg tímasetning Töluverð og nokkuð óvænt veiking varð á gengi krónunnar á síðustu dögum. Vakin var athygli á þessu í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. Evran kostar nú rúma 151 krónu á innlendum millibankamarkaði og hefur hækkað í verði fyrir landann um 2,1% á vikutíma. „Hreyfing krónunnar nú er at- hyglisverð þar sem svo snarpar veik- ingarhrinur hafa síðustu ár aðeins komið fram á vetrarmánuðum, þegar gjaldeyrisflæði tengt vöru- og þjón- ustujöfnuði hefur verið með óhag- stæðasta móti og við hefur bæst út- flæði tengt vaxtagreiðslum og/eða gjalddögum lána,“ segir í umfjöllun greiningardeildar Íslandsbanka. Bent er á að tímasetning veiking- arinnar nú sé örlítið óheppileg fyrir Seðlabankann, sem er nýbúinn að gefa út hagspá þar sem gert er ráð fyrir að gengi evru verði að jafnaði 150 kr. fram til ársloka 2014. „Þótt vitaskuld sé litlar ályktanir hægt að draga af einnar viku geng- isþróun er hreyfing síðustu daga áminning um það hversu lítið þarf til þess að veikja krónuna, jafnvel á þeim árstíma þegar gjaldeyrisinn- flæði vegna ferðamennsku er hvað mest.“ Stöðugt gengi skiptir mestu  Lítið þarf til þess að veikja krónuna  Gengi krónu lækkar töluvert í sömu viku og Seðlabankinn birtir spá um að krónan haldist jafnsterk á næstu mánuðunum Ferðamenn Ferðaþjónustan er næm fyrir gengissveiflum. Morgunblaðið/Eggert Lögregla höfuðborgarsvæðisins handtók í gær karlmann sem fór um bílastæði við Kringluna í Reykjavík og stal úr bílum sem þar stóðu. Mað- urinn var færður á lögreglustöð þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Fleiri þjófar voru á ferli í gær því tilkynntur var þjófnaður úr búnings- klefa íþróttahúss í Kópavogi. Þar var ýmsum verðmætum stolið, með- al annars farsíma. Minnir atvikið á önnur fyrr í vikunni þegar stolið var úr búningsklefum íþróttahúsa í Reykjavík og Kópavogi. Þá var tilkynnt innbrot í hús í austurborginni og þjófnaður á ýms- um munum. Einnig var brotist inn í hjólhýsi í Breiðholti. Ekki liggur fyr- ir hvort einhverju hafi verið stolið úr því. Stal úr bíl- um við Kringluna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.