Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 ✝ Þórður PálmarJóhannesson fæddist að Egg í Hegranesi 20. jan- úar 1945. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks 19. ágúst 2012. Foreldrar hans voru Jónína Sigurðardóttir, f. 30.4. 1914, d. 31.3. 2010, og Jóhannes Hannesson, f. 21.8. 1913, d. 30.3. 2007. Systkini Pálmars eru: Ingibjörg Jóhanna, f. 1947, Pálína Sigríður, f. 1949, Elín Gerður, f. 1951 og Sigurður, f. 1957. Eftirlifandi eiginkona Pálm- ars er Sigurbjörg Valtýsdóttir frá Bröttuhlíð í Svartárdal, f. 8.8. 1950. Pálmar og Sigurbjörg 4 ) Jónína Pálmarsdóttir, f. 1984, unnusti hennar er Halldór Svanlaugsson, eiga þau þrjú börn, Brynjar Snæ, Sunnevu Dís og Karen Sif. Pálmar hóf sína skólagöngu í barnaskólanum í Hróarsdal. Ár- ið 1963 lá leið hans í bændaskól- ann á Hvanneyri og útskrifaðist hann þaðan árið 1965. Á ár- unum 1965 til 1970 vann hann á skurðgröfu og við löndun, einn- ig var hann þrjá vetur á vertíð í Grindavík. Með þessum verkum vann hann einnig á búi foreldra sinna og var þeim mjög hjálp- legur. Pálmar hafði mikið yndi af söng og tónlist og var hann í karlakórnum Heimi í nokkur ár. Vorið 1973 hófu Pálmar og Sig- urbjörg búskap á Egg og bjuggu þau þar myndarbúi til vorsins 2012. Pálmar var fyrirmynd- arbóndi í einu og öllu. Hann ræktaði vel sína jörð og snyrti- mennska var þar í fyrirrúmi. Pálmar verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 25. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 11. giftust þann 8. ágúst 1971. Börn þeirra eru: 1) Val- björg Pálm- arsdóttir, f. 1973, á hún tvær dætur, Maríu Ósk og Berglindi Björgu með Sigurði Frey Emilssyni, þau skildu. Unnusti Valbjargar er Birgir Örn Hreins- son. 2) Halldóra Björk Pálm- arsdóttir, f. 1975, eiginmaður hennar er Gunnar Ingi Gunn- arsson, eiga þau þrjú börn, Telmu Björk, Pálmar Inga og Bjarka Frey. 3) Þórður Ingi Pálmarsson, f. 1981, eiginkona hans er Sylvía Dögg Gunn- arsdóttir, eiga þau tvo syni, Al- exander Franz og Bjartmar Dag. Elsku pabbi minn, nú er komið að síðustu kveðjustundinni. Sjúkdómurinn sem þú hefur bar- ist svo hetjulega við í rúm þrjú ár hafði að lokum betur. Þú varst svo ótrúlega duglegur og barst þig alltaf svo vel og hughreystir okkur hin þegar við áttum erfitt. Mér þykir vænt um hvað ég gat verið mikið hjá þér og mömmu og stutt ykkur í þessari erfiðu baráttu. Það er svo skrítið og mikill missir að hafa þig ekki lengur hjá okkur. Ég er afskap- lega þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem ég á um þig og mömmu, og okkur öll saman í sveitinni. Á svona erfiðum stund- um hjálpar það mikið að rifja þær upp. Það var yndislegt að alast upp hjá ykkur mömmu í sveitinni og mun ég búa að því alla tíð. Þú varst svo góður pabbi og alltaf til staðar fyrir okkur systk- inin. Þú varst mín stoð og stytta og fyrirmynd mín í lífinu. Þú varst yndislegur afi og börnin mín eiga ótal margar og góðar minningar um þig sem mér og þeim þykir alveg ómetanlegt. Ég sakna þín svo óendanlega mikið að engin orð fá lýst því. Það er svo margt sem mig langar til að segja en þegar ég las þetta ljóð fannst mér eins og ég væri að tala til þín. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Minningar um einstakan mann og yndislegan pabba munu lifa í hjarta mínu um alla eilífð. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, ég mun ávallt elska þig. Þín dóttir, Halldóra Björk. Elsku pabbi, nú er kallið kom- ið, ég vissi að hverju stefndi en ég er ekki tilbúin að missa þig. Þú varst á besta aldri og áttir eft- ir að gera svo margt. Ég á svo ótal margar minningar um þig elsku pabbi minn, þú varst mín fyrirmynd í lífinu. Að fá að alast upp hjá ykkur mömmu í sveitinni var ómetanlegt og hefur það mótað mig í gegnum árin. Ég var ekki há í loftinu þegar ég var með þér úti í verkunum, þú þreyttist aldrei á að að hafa okkur systk- inin í kringum þig í nánast hverju sem var. Það mun hjálpa mér í sorginni að hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman í sveitinni við leik og störf. Þegar ég komst á unglingsárin varstu alltaf tilbúinn að keyra mig og vinkonur mínar á böll í hvaða veðri sem var. Við fórum á rússajeppanum ef það var snjór og hálka. Eftir að ég varð full- orðin varð samband okkar enn nánara. Þú varst kletturinn í mínu lífi, ef eitthvað bjátaði á hjá mér hringdi ég alltaf fyrst í þig. Þú áttir alltaf svör við öllum mínum vandamálum og áhyggjum. Þú hughreystir mig, bentir mér á björtu hliðarnar og leystir úr vandræðum mínum, hversu mikil sem þau voru. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér þó þennan tíma. Þú varst svo hamingjusamur og stoltur þegar ég gerði þig að afa fyrir 17 árum. Dætur mínar hafa fengið að njóta góðvildar þinnar og manngæsku, þú varst þeim svo góður afi og þær eiga margar yndislegar minningar um þig sem þær geyma í hjarta sínu alla tíð. Fyrir rúmum þremur árum greindist þú með illvígan sjúk- dóm. Þú sýndir svo mikið æðru- leysi og hugrekki í veikindum þínum, þú hughreystir okkur hin og sagðir að við yrðum að halda í vonina, þannig varst þú. Það var mér ómetanlegt að geta verið með þér og stutt þig í þessari baráttu. Við áttum margar stund- ir sem við nýttum vel. Ég trúi að þú hafir það betra núna, þú fylg- ist með okkur öllum og veitir okk- ur styrk. Við munum passa upp á mömmu, þið voruð svo náin og samstiga í öllu ykkar lífi. Ég veit að þú munt taka vel á móti mér þegar minn tími kemur elsku pabbi. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Minning um hjartahlýjan mann og yndislegan pabba mun lifa í hjarta mér um ókomna tíð. Elsku pabbi, takk fyrir allt, ég mun alltaf elska þig. Þín dóttir, Valbjörg. Elsku pabbi. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Það er svo erfitt að þurfa að sætta sig við að elsku besti pabbi minn sé látinn. Eftir sitjum við ástvinir hans og félagar, skiljum hvorki upp né niður og spyrjum okkur sjálf af hverju hann fékk ekki að vera lengur hjá okkur. Ég trúi því að afi og amma taki á móti pabba á æðri stað og þeim sé öllum ætlað stórt hlutverk þar, sem þau þurfa að vinna í samein- ingu. Þessi trú styrkir okkur auk þess sem allar góðu minningarn- ar um pabba hjálpa okkur að milda sorgina Það er gott að eiga minningar. Það er gott að lifa lífinu. Það er gott að eiga fjölskyldu. Það er gott að eiga vini. Það er gott að hugsa til þess að pabba líði vel núna. Það er gott að eiga mömmu sem þykir vænt um mann. Þessi orð mín eru nú ósköp fá- tækleg til minningar um elsku besta pabba minn sem átti svo skilið að lifa miklu lengur. Fyrir hönd pabba og fjölskyld- unnar okkar vil ég þakka öllum þeim, sem önnuðust pabba í veik- indum hans og studdu okkur fjöl- skylduna, kærlega fyrir okkur. Elsku besta mamma mín, við verðum öll með þér og styðjum þig í sorginni. Við verðum að muna allar góðu stundirnar með pabba og trúa því að hann sé allt- af með okkur. Blessuð sé minn- ing elsku besta pabba míns. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okk- ar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkar fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn eru fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Hvíldu í friði, elsku besti pabbi minn. Þórður Ingi. Elsku pabbi minn! Mikið getur lífið stundum ver- ið ósanngjart. Að þú, þessi hrausti og heilbrigði maður skyldir fá þennan ömurlega sjúk- dóm sem tók þig í burtu frá okk- ur alltof snemma. Það var rosa- lega erfitt að horfa uppá hvernig sjúkdómurinn yfirtók líkama þinn og geta ekkert gert til að hjálpa, en ekki kvartaðir þú, sagðir alltaf að þér liði bara ágætlega og hélst alltaf í vonina. Nú verðum við að trúa því að þú sért kominn á betri stað og laus við allar þjáningar. Þú varst svo góður pabbi og góður afi. Snerist í kringum afa- börnin og gafst þeim súkku- laðirúsínur, sem þér sjálfum þóttu alltaf svo góðar. Ég á svo ótal margar minningar um þig, elsku besti pabbi, sem ég geymi í hjarta mér. Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin sé þín brá og bleikt og fölt sé ennið, er kossi’ þrýsti ég á. Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég hef misst, en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem ég hefi kysst. Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á mig þá lengst af finn ég huggun við minn- inguna’ um þig. Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo helg og heit og hreinni’ bæði og ástríkari’ en nokkur maður veit. Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða hól um þig, en lengst af þessi hugsun mun fróa og gleðja mig. Og lengi mun þín röddin lifa’ í minni sál til leiðbeiningar för minni’ um verald- arál. --- Og tár af mínum hrjóta hvörmum og heit þau falla niður kinn, því vafinn dauðans er nú örmum hann elsku – hjartans pabbi minn. (Kristján Albertsson.) Takk elsku pabbi fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Elsku mamma, þú ert ótrúlega sterk og dugleg og stóðst við hlið pabba í gegnum allt eins og klett- ur. Ég bið góðan Guð um að styrkja okkur öll og styðja á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, og hvíl þú í friði. Þín dóttir, Jónína Pálmarsdóttir. Elsku Pálmar. Mig langar í fáeinum orðum að minnast elsku tengdapabba míns, Þórðar Pálmars Jóhannes- sonar. Ég hef þekkt hann í mörg ár en kynntist honum best þegar ég kom inní fjölskylduna fyrir 9 árum og hann tók vel á móti mér þó ekki væri hann mjög opinn. Við höfum átt mörg góð og eft- irminnileg samtöl sem ég mun varðveita vel í hjarta mínu. Pálmar var góður maður sem var til í að hjálpa öllum og vildi gera öllum gott í kringum sig. Hann var yndislegur afi og því kynntist ég vel þegar við Þórður eignuð- umst syni okkar sem hafa haldið mikið uppá Pálmar afa og Sig- urbjörgu ömmu í gulu sveitinni Egg. Elsku Pálmar minn, síðastlið- in þrjú ár hefur þú barist við ill- vígan sjúkdóm er sigraði að lok- um. Hvílíkan dugnað og kraft sýndir þú á brúðkaupsdegi okkar í apríl síðastliðnum, þegar þú tókst þá ákvörðun að vera svara- maður sonar þíns þrátt fyrir að vera þá orðinn fársjúkur maður, en þú stóðst þig eins og hetja og verðum við óendanlega þakklát fyrir þann dag. Söknuðurinn er mikill, þó einkum hjá Sigurbjörgu, eigin- konu hans, sem sér nú á bak traustum eiginmanni, er ætíð var hennar stoð og stytta. Þau voru mjög samrýnd og samtaka í öllu er þau tóku sér fyrir hendur. Þá ríkir mikil sorg hjá börnum þeirra og barnabörnum en þau sjá nú á bak elskulegum föður sínum og afa í blóma lífsins. Ég á eftir að sakna þín mikið, Pálmar, þér hefur verið ætlað eitthvert mikilvægara hlutverk á æðri stöðum, en sárt er að missa svona yndislegan tengdapabba. Að lokum vil ég tileinka þér þennan sálm með kveðju frá mér: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Elsku Sigurbjörg, börn og barnabörn, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þín tengdadóttir, Sylvía Dögg. Besti afi í heimi. Ég man þegar mamma, María og pabbi fóru til Spánar þá var ég í sveitinni og ég fór alltaf í fjósið með afa. Svo þegar mamma, María og pabbi komu heim frá Spáni þá vildi ég ekki fara til mömmu af því að afi var svo of- boðslega góður og skemmtileg- ur. Hvíldu í friði. Þín afastelpa, Berglind Björg Sigurðardóttir. Elsku afi minn. Ég man þegar ég kom í sveit- ina til ykkar ömmu þá komst þú mjög oft keyrandi á móti okkur á dráttarvélinni þinni. Mér fannst alltaf svo gaman að fara út með þér á dráttarvélina að gefa hrossunum eða vinna einhver önnur sveitastörf svo stundum sofnaði ég í vélinni þegar ég var yngri. Ég á svo fullt af minning- um um þig sem ég mun aldrei gleyma og ég mun aldrei gleyma þér. Ég vona að þér líði vel og við hittumst aftur. Hvíldu í friði. Þín afastelpa, Telma Björk. Elsku afi. Þú varst alltaf svo góður og hjartahlýr maður. Betri manni hef ég ekki kynnst. Margar góð- ar minningar á ég um þig, elsku afi, og eru nokkrar þeirra ofar- lega í huga mínum núna. Ég man þegar ég var lítil og þú varst að gefa kúnum fóðurbæti þá leyfðir þú mér alltaf að sitja í hjólbör- unum og keyrðir mig um gang- inn og ég hjálpaði þér að gefa þeim. Það voru nú ófáar drátt- arvélarferðirnar með þér í hey- skapnum og oft kom fyrir að ég sofnaði hjá þér í vélinni. Ekki má heldur gleyma öllum fjórhjóla- ferðunum sem þú fórst með okk- ur krakkana í, það þótti okkur gaman. Öll góðu og notalegu jólin með þér og ömmu í sveitinni eru eft- irminnileg. Ég mun sakna allra góðu, skemmtilegu og rólegu daganna í sveitinni með þér og ömmu. Ég sakna þín mjög en trúi því að þú sért kominn á betri stað núna. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér svona mikið og veit að ég hefði ekki getað hugsað mér betri afa en þig, því þú varst besti afi minn. Að lokum vil ég þakka þér, elsku afi, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Allar góðu minn- ingarnar um þig mun ég varð- veita í hjarta mér alla tíð. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár. Æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt. Hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn yndislegi afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Þitt barnabarn. María Ósk. Elsku afi okkar! Við söknum þín svo mikið. Það var svo gott að koma til þín og vera með þér. Við munum svo vel þegar við komum í sveitina til þín og ömmu og þú fórst með okkur á fjórhjólið og í dráttarvélina. Þeg- ar við vorum með þér í fjósinu og þegar þú gafst okkur súkku- laðirúsínur í vélageymslunni, það var best. Karen Sif er svo lítil enn þá en við ætlum að vera dug- leg að hjálpa henni að muna eftir þér, sýna henni myndir og tala um þig. Nú ertu kominn til Guðs og hann ætlar að passa þig og við ætlum að passa ömmu fyrir þig. Þórður Pálmar Jóhannesson HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Þú varst minn besti vinur og sorgin á mér dynur. Ég vona að við eigum endurfund, þó ekki sé nema í nokkra stund. Aldrei mun ég gleyma þér, þú átt alltaf stað í hjarta mér. En ósk mín er sú að betri stað þú sért á nú. Þú ert stærsta fyrirmyndin mín, afi, mikið sakna ég þín. (E.S) Elsku afi, takk fyrir allt. Þinn nafni, Pálmar Ingi Gunnarsson. 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.