Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 ✝ Gerður Sigurð-ardóttir fædd- ist á Sleitustöðum í Skagafirði 11. febr- úar 1915. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sig- urðardóttir, hús- móðir, frá Víðivöll- um í Skagafirði, f. 29. júní 1886, d. 4. júlí 1969 og Sigurður Þorvaldsson, kennari, bóndi og hreppstjóri frá Álft- ártungukoti á Mýrum, f. 23. jan- úar 1884, d. 21. desember 1989. Gerður ólst upp hjá foreldrum sínum á Sleitustöðum í stórum systkinahópi og eru þau: Sig- rún, f. 1910, d. 1988; Gísli, f. 1911, d. 1966; Sigurður, f. 1917, d. 1999; Guðrún, f. 1918, d. 2000; Þorvaldur Pétur, f. 1920, d. 1922 og tvíburi hans, dreng- ur, d. 1920; Lilja, f. 1923, d. 2008 og Rósa tvíburi hennar, d. 1923; Þórveig, f. 1925; Jón, f. 1927, d. 1928, Jón, f. 1929 og Guðjón Þór Ólafsson (fóst- urbróðir), f. 1937, d. 1998. Einkabarn Gerðar er Ragn- sýslum, 1943-1946. Veturinn 1949-1950 kenndi hún á Stokks- eyri. Gerður stundaði nám í Kennaraskólanum með hléum en lauk prófi þaðan árið 1949 með handavinnu að sérgrein. Haustið 1950 flutti hún til Keflavíkur og kenndi lengst af handavinnu við Barnaskóla Keflavíkur eða til ársins 1984. Eftir það vann hún á sauma- stofum í Reykjavík í fjóra vetur. Eftir að Gerður eignaðist Ragn- hildi, dóttur sína, bjuggu þær á heimili Þórveigar systur hennar og hennar manns, Ólafs Jóns- sonar. Börn Þórveigar og Ólafs eru uppeldissystkini Ragnhild- ar. Þau eru Ragnar Smári, f. 27. október 1958, Sigrún Erla, f. 11. október 1959, Hrafnhildur Inga, f. 12. desember 1960 og Sólveig Jóna, f. 16. ágúst 1964. Æsku- slóðir Gerðar, að Sleitustöðum í Skagafirði, voru henni afar kærar. Þar undi hún sér best og dvaldi nær öll sumur og jól ævi sinnar. Eftir langa og góða starfsævi flutti Gerður í Sigtún, húsið sitt á Sleitustöðum, en bjó nokkra mánuði á veturna á heimili dóttur sinnar og fjöl- skyldu í Reykjavík. Frá árinu 2009 til æviloka bjó Gerður á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Gerðar fer fram frá Dómkirkjunni að Hólum í Hjaltadal í dag, 25. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar hildur Björk Sveinsdóttir, kenn- ari, f. 24. febrúar 1957. Faðir hennar var Sveinn Viggó Stefánsson, f. 1913, d. 1987. Eig- inmaður Ragnhild- ar er Eiríkur Odd- ur Georgsson, húsasmiður, f. 22. september 1956. Börn Ragnhildar og Eiríks Odds eru: 1) Þorgerð- ur Hulda, læknir, f. 25. sept- ember 1977, gift Peter Frisch, f. 20. september 1967, dóttir þeirra er Lena Sóley, f. 27. febr- úar 2011. 2) Hugrún Ösp, sagn- fræðingur, f. 29. desember 1978, gift Ólafi Kjartanssyni, f. 29. mars 1977, sonur þeirra er Sverrir Ragnar, f. 17. júlí 2010. Faðir Þorgerðar Huldu og Hug- rúnar Aspar er Reynir Þór Sig- urðsson. 3) Trausti, há- skólanemi, f. 12. maí 1988. Unnusta hans er Helga Dagný Arnarsdóttir, f. 22. janúar 1990. Aðalstarfsvettvangur Gerðar var kennsla. Hún kenndi tvo vetur á Skógarströnd, 1941- 1943 og þrjá vetur í Húnavatns- „Þetta var góður dagur,“ sagði hún oft að kveldi dags þeg- ar miklu hafði verið afkastað þann daginn. Þessi setning lýsir lífi hennar og lífsviðhorfi. Lífið hennar var góður dagur og miklu afkastaði hún um ævina. Hún var sú kjarnakona sem átti sterkar rætur í þeirri menningu þar sem sjálfstæði, dugnaður, ósérhlífni, hjálpsemi, hógværð og kærleikur eru aðalsmerki. Hún lagði einstaka alúð í öll sín verk og ræktaði garðinn sinn vel. Hún var ákaflega vinnusöm og greiðvikin, féll aldrei verk úr hendi og var alltaf að létta undir með öðrum. Hún sá lausnir við hverjum vanda. Hún var mikil hannyrðakona og allt sem hún gerði virtist leika í höndum hennar. Hógværð og jákvæðni einkenndi dagfarið. Hún unni ljóðum, tónlist og öllu sem fagurt má teljast. Hún hafði mikið þrek og lífskraft og naut lífsins í ríkum mæli. Öll við hin nutum alls þess sem hún var okkur. En fyrst og fremst var hún mikil móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Mikill er arfur hennar okkur til eftir- breytni. Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Takk fyrir elskuna þína alla. Vertu kært kvödd. Ragnhildur og Oddur. Ég elska blóm og að þeim hlynni, einkum dafna virðist mér þau sem hjá mér eru inni, þótt ekki stundi hin ég ver. Ég vatna þeim og við þau losa visinn anga sölnað blað, mér finnst sem blessuð blómin brosa blíðlega til mín fyrir það. (Grímur Thomsen.) Þorgerður Hulda. Aldin heiðurskona hefur lokið lífsgöngu sinni 97 ára gömul. Við minnumst Gerðar móðursystur okkar frá Sleitustöðum með þakklæti og virðingu. Þegar horft er til baka kemur upp í hugann mynd af henni við hey- skap, hvort heldur var að raka, moka heyi inn í hlöðu eða tína bagga á vagninn. Hún gaf þeim sem yngri voru ekkert eftir við vinnuna. Hún var listamaður í hönd- unum og munum við hana sníða og sauma, oft upp úr gömlum fötum, og skapa sannkallaðan glæsifatnað, sem við fengum að njóta góðs af eins og margir aðr- ir í stórfjölskyldunni. Öll útsaumslistaverkin sem eftir hana liggja og fegra heimili einkadóttur hennar, Ragnhildar, eru til vitnis um hve hæfileikarík hún var á því sviði líka og naut hún þess að geta fram á tíræð- isaldur saumað slík verk af þeirri vandvirkni sem einkenndi öll hennar störf. Líf Gerðar og Lóleyjar systur hennar var lengi samtvinnað og var önnur þeirra varla svo nefnd að á hina væri ekki líka minnst. Þær fóru ungar saman til Reykjavíkur til náms í Kennara- skólanum ásamt Lilju móður okkar, og héldu þær tvær fyrr- nefndu seinna meir saman heim- ili í Keflavík ásamt Ólafi manni Lóleyjar, börnum þeirra og dótt- ur Gerðar. Til þeirra var gott að koma. Gerður fylgdist alla tíð vel með fjölskyldu sinni og spurði gjarnan frétta af hverjum og einum og vildi hag ættingjanna allra sem mestan og bestan. Við þökkum Gerði frænku okkar fyrir þann kærleik sem hún sýndi okkur og biðjum Guð að blessa minningu hennar og styrkja Ragnhildi, Odd, Gerðu, Hugrúnu, Trausta og fjölskyldur þeirra. Þorvaldur, Björg, Anna og fjölskyldur. Látin er í hárri elli Gerður Sigurðardóttir frá Sleitustöðum. Gerði hef ég þekkt nánast alla mína ævi. Hún var kennari um árabil við Barnaskólann í Kefla- vík, kenndi þar nokkrum kyn- slóðum handavinnu við góðan orðstír. Gerði kynntist ég svo betur þegar ég var svo lánsöm að lenda í bekk með dóttur hennar Ragnhildi og hófst þá vinskapur sem aldrei hefur borið skugga á. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga hvílík gæfa það var fyrir Gerði að hafa eignast einkadótturina hana Ragnhildi. Afar vel fór á með þeim mæðg- um og umgengust þær hvor aðra af hlýju og virðingu. Eftir að Gerður fór á eftirlaun hélt hún heimili með dóttur sinni og hennar fjölskyldu, en auðvitað var alltaf farið í Skagafjörðinn á sumrin. Á Sleitustöðum átti Gerður sitt annað heimili og þangað var farið í öllum fríum og sótt í félagsskap frændgarðs- ins stóra á æskustöðvunum. Við vinkonurnar í saumaklúbbnum sem haldið höfum hópinn í rúm 40 ár vorum alltaf aufúsugestir í sveitinni á sumrin hjá Gerði og Ragnhildi og eigum aðeins ljúfar og góðar minningar frá dvölinni þar. Ekki var nú alltaf rólegheit- unum fyrir að fara hjá okkur unglingsstelpunum en aldrei var orðinu hallað og komið fram við okkur af virðingu og sem jafn- ingja. Þar sem virðing og væntum- þykja einkennir samskipti manna þar eru störf einnig unn- in af alúð. Gerður tók virkan þátt í sveitastörfunum og gekk í öll verk meðan heilsan leyfði en hún var heilsuhraust nánast alla tíð. Man ég eitt sinn er ég var gestkomandi hjá Ragnhildi að Gerður tók, þá komin hátt á átt- ræðisaldur, til verkfæri og sagð- ist ætla að huga að því að gera við girðingu skammt frá bænum. Þannig var hún, sístarfandi og féll aldrei verk úr hendi. Og allt var gert af vandvirkni. Hún gerði hannyrðir, saumaði m.a. út langt fram á efri ár og ber öll sú handavinna sem hún skilur eftir sig handbragðinu fagurt vitni. Gerður var einkar jafnlynd manneskja og aldrei heyrði ég hana skipta skapi. Það var yfir henni ára rólyndis en alltaf stutt í glensið. Gerður var afar lánsöm í líf- inu að búa samvistum við Ragn- hildi dóttur sína og Odd mann hennar. Sjálfsagt er ekki hægt að hugsa sér betri dóttur sem hafði hagsmuni móður sinnar að leiðarljósi í hvívetna og annaðist hana af alúð. Ekki leyndu sér kærleikar þeir sem voru á milli Odds og „tengdó“ eins og hann kallaði Gerði. Hann gerði jafnan góðlátlegt grín að Gerði og hlýj- an leyndi sér ekki þegar hann sagði kryddaðar gamansögur af henni. Barnabörnin þrjú, Gerða, Hugrún og Trausti, hafa verið stolt ömmu sinnar og gleði. Nú hafa svo bæst tvö langömmu- börn í hópinn og von er á því þriðja. Gerður lagði land undir fót og heimsótti m.a. dótturdótt- ur sína Gerðu til Þýskalands er hún var þar við nám. Hefur sú heimsókn verið henni mikilvæg og minnisstæð á fallegum slóð- um í faðmi fjölskyldunnar. Ég vil að leiðarlokum þakka heiðurskonunni Gerði fyrir ævi- langa vináttu og góðvild. Ragn- hildi vinkonu minni og Oddi og fjölskyldunni allri votta ég sam- úð og bið Guð að blessa minn- ingu Gerðar Sigurðardóttur frá Sleitustöðum. Kristjana B. Héðinsdóttir. Það er mikil gæfa að kynnast og hafa samfylgd með traustum og tryggum vinum á vegferð okkar hér á jörð. Gerður Sigurð- ardóttir reyndist fjölskyldu okk- ar slíkur vinur alla tíð frá því að leiðir okkar lágu saman um miðja síðustu öld. Þegar faðir okkar lést frá fjórum ungum börnum árið 1951 var hún á heimili okkar, hún veitti okkur systrunum og móður ómetan- lega aðstoð með sína hlýja við- móti og rósemi. Gerður var vönduð kona, virðuleg og bar sig vel. Allir sem henni kynntust báru virðingu fyrir henni og hlustuðu vel á það sem hún lagði til varðandi hin ýmsu málefni. Hún var alla tíð vinsæll kennari, það flögraði ekki að nemendum hennar að sýna fálæti eða kæruleysi varð- andi námið. Hún átti auðvelt með að vekja áhuga þeirra og löngun til að tileinka sér þekk- ingu á verkefninu hverju sinni. Hún var þekkt fyrir mikla þekk- ingu og hæfileika á sviði hann- yrða og handmenntar. Þegar við stúlkurnar töldum okkur vera komnar á þann aldur að við værum ekki börn lengur var gott að fá góð ráð hjá henni varðandi hvernig bæri að takast á við þá tilveru sem hæfði aldri okkar. Hún var góður ráðgjafi sem óhætt var að treysta. Þó Gerður yndi hag sínum vel hér í Keflavík um áratuga skeið var Skagafjörður fæðingarhérað ætíð ofarlega í huga hennar og þegar kennslu lauk á vordögum fór hún venjulega þangað sem hún nefndi heim að Sleitustöðum og sinnti heyskap og öðrum störfum sem tilheyrðu sveita- konu. Ég hygg að margir eigi henni mikið að þakka hún hafði mikil áhrif á nemendur sína og vini og reyndist ráðholl. Eg vil kveðja Gerði vinkonu mína með orðum Þórunnar Sig- urðardóttur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Við Ari ásamt systrum mínum sendum Ragnhildi og fjölskyldu hennar og öðrum vinum og ætt- ingjum innilegar samúðarkveðj- ur og í hug okkar allra lifir minning um heiðurskonu sem veitti birtu í líf þeirra sem henni kynntust. Blessuð sé minning hennar. Halldóra Jensdóttir. Gerður Sigurðardóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, STEFANÍA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR skurðhjúkrunarfræðingur, Skriðuseli 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 19. ágúst. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 28. ágúst kl. 13.00. Gylfi Eiríksson, Sigríður Gylfadóttir, Hannes Hauksson, Sverrir Jón Gylfason, Sandra Rós Pétursdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ANNA MARGRÉT VESTMANN EINARSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistuheimilinu að Boðaþingi í Kópavogi fimmtudaginn 23. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðríður Vestmann Guðjónsdóttir, Hallgerður Á. Guðjónsdóttir, Björgvin M. Hjelvik Snorrason, Magnea Thor Guðjónsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Óli Þór Valgeirsson, Anna Jóna Guðjónsdóttir, Þorbjörn Daníelsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN VALGARÐSSON, Hrauntungu 21, Kópavogi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 22. ágúst. Útför auglýst síðar. Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Hauksson, Erla Magnúsdóttir, Hannes Þór Hafsteinsson, Sigurður Páll Snorrason, Ingvi Örn Snorrason, Íris Björk Snorradóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRÓÐI JÓHANNSSON frá Dalsgarði í Mosfellsdal, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 23. ágúst. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 28. ágúst kl. 11.00. Högni Fróðason, Ragna Fróðadóttir, Þorkell Sigurður Harðarson, Halla Fróðadóttir, Hákon Pétursson, Birta Fróðadóttir, Mímir, Ari og Mía, Högna Sól og Harpa Kristín, Máni og Bjartur. ✝ Elskuleg frænka okkar, SIGURLÍN SIGURGEIRSDÓTTIR, Bláskógum, Sólheimum, Grímsnesi, lést á heimili sínu föstudaginn 17. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Sólheima, kt. 620586-1299, reikningsnúmer 152–05–264033. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.