Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 5. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  198. tölublað  100. árgangur  Á GÚMMÍBÁT TIL BRULLAUPS FÓRU ÞAU AKUREYRI MEÐ AUGUM EÐVARÐS SPILAÐ Á ALLAN TILFINNINGA- SKALANN SUNNUDAGSMOGGINN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Í VETUR 52GIFTU SIG Í FURUFIRÐI 10 AFP Dæmdur Anders Behring Breivik ásamt verjanda sínum Geir Lippestad.  „Þeir sem liðu hvað mestar kvalir vegna ofbeldis Anders Behring Breivik eru fórnarlömb hans og ættingjar þeirra. Það er fólkið sem getur loksins farið að horfa fram á veginn.“ Þetta sagði Björn Kasper sem er einn þeirra sem báru vitni í málinu gegn Breivik, eftir að dóms- niðurstaðan var ljós í gærmorgun. Dómurinn yfir Breivik kveður á um að hann sé sakhæfur og ábyrg- ur gjörða sinna. Breivik var dæmd- ur samkvæmt hryðjuverkalögum í 21 árs fangelsi. Mögulegt verður að lengja refsinguna eftir þann tíma til fimm ára í senn. Frá dómnum er dregið 445 daga gæsluvarðhald, en Breivik hefur verið í haldi frá því að hann framdi fjöldamorðin 22. júlí í fyrra. »27 Fórnarlömb Anders Breivik geta loks horft fram á veginn Skúli Hansen skulih@mbl.is Tveir menn voru handteknir á Kefla- víkurflugvelli í gær þegar þeir fram- vísuðu fölsuðum grískum skilríkjum. Að sögn Sigríðar Bjarkar Guðjóns- dóttur, lögreglustjóra á Suðurnesj- um, eru vísbendingar um að menn- irnir geti verið frá Sýrlandi. Þá segir hún báða mennina hafa sótt um hæli hér á landi. Þetta eru ekki fyrstu Sýrlending- arnir sem koma hingað til lands eftir að gríðarleg átök brutust út þar í landi gegn ríkisstjórn Bashar al-As- sad í mars á síðasta ári. Að sögn Þor- steins Gunnarssonar, forstöðu- manns hælissviðs Útlendingastofn- unar, hefur einn Sýrlendingur óskað eftir hæli hér á landi fyrr á þessu ári. Þá segir Þorsteinn annan Sýrlend- ing hafa sótt um hæli á síðasta ári áð- ur en átökin hófust en þar að auki hafi tveir Sýrlendingar sótt um hæli árið 2010. Tveir sóttu um hæli  Segir vísbendingar um að mennirnir séu frá Sýrlandi Morgunblaðið/RAX Rústir Stríðsástand hefur verið í Sýrlandi og átök gríðarleg. Ágúst Ingi Jónsson Viðar Guðjónsson „Niðurstaðan sýnir að meira hefur verið af makríl í íslenskri lögsögu í sumar heldur en nokkru sinni síðan þessar rannsóknir Íslendinga, Norð- manna og Færeyinga hófust árið 2009,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur. Í heild mældist um 5,1 milljón tonna af makríl á rannsóknarsvæðinu í Norðaustur-Atlantshafi og þar af 1,5 milljónir tonna innan íslenskrar efna- Aldrei meira af makríl  Um 29% makrílstofnsins í NA-Atlantshafi í íslenskri lögsögu í sumar  Spyrja má hvort kröfur séu of hóflegar, segir framkvæmdastjóri LÍÚ hagslögsögu eða um 29% af heildar- magninu. Í lögsögu Norðmanna mældust 1.680 þúsund tonn eða 33,1% og í færeyskri lögsögu 746 þúsund tonn eða 14,7%. Að mati Sigurgeirs Þorgeirssonar, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðu- neyti, sem jafnframt leiðir samninga- nefnd fyrir Íslands hönd í makríldeil- unni, styrkja niðurstöðurnar samningsstöðu Íslands. „Menn hljóta að átta sig á því að ekki verður vikist undan því með neinni sanngirni að Ísland fái veru- lega góðan hlut í þessum veiðum,“ segir Sigurgeir. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir með Sigurgeiri um að samningsstaða Íslendinga styrkist og bætir við um niðurstöðu rannsóknarinnar. „Hún hvetur okkur enn frekar til að fá ásættanlegan samning um veiðarnar. Miðað við síðustu rannsóknir ættum við að spyrja okkur hvort kröfur okk- ar séu ekki of hóflegar,“ segir Friðrik. MStyrkir samningsstöðuna »2 Makríll á Íslandsmiðum » Um 1,5 milljónir tonna af makríl mældust í íslenskri lög- sögu. » Tvö síðustu ár var magnið tal- ið 1,1 milljón hvort ár. » Mesti þéttleiki makríls og rauðátu, sem er helsta fæða makrílsins, var vestan við Ísland. Mikið er um dýrðir í höfuðstað Norðurlands, Ak- ureyri, í tilefni af því að bærinn fagnar um þess- ar mundir 150 ára afmæli. Í gær var sjálfri Ís- landsklukkunni hringt hvorki meira né minna en 150 sinnum í tilefni afmælisins, en klukka þessi er listaverk Kristins E. Hrafnssonar. Hún stend- ur við Háskólann á Akureyri og fulltrúar bæjar- ins og Háskólans sáu um að hringja bjöllunni, fimm högg hver. Og börn aðstoðuðu við verkið. Íslandsklukkunni hringt 150 sinnum í tilefni afmælis Skapti Hallgrímsson  Í ræðu sinni við upphaf flokksráðsfundar VG í gær lýsti Katrín Jakobs- dóttir, varafor- maður flokksins, yfir vonbrigðum með illdeilur og átök innan flokksins: „Stærstu vonbrigði mín á kjör- tímabilinu eru að sú samstaða og samheldni sem einkennt hefur okk- ar hreyfingu frá upphafi hefur horfið.“ Katrín sagði Evrópusam- bandsmálið hafa reynst flokknum erfiðara en önnur mál. Illdeilur og átök á kostnað samstöðu Katrín Jakobsdóttir „Hækkun virðisaukaskattsins mun ekki aðeins koma sér illa fyrir hót- elin heldur greinina í heild sinni, flugfélögin, bílaleigurnar, verslanir, veitingahús og alla þá sem á ein- hvern hátt hafa tekjur af ferða- mönnum,“ segir Sander Van Ops- tal, eigandi hollensku ferðaskrifstofunnar Askja Reizen, um fyrirhugaða hækkun stjórn- valda á virðisaukaskatti á hótelgist- ingu. Ef hækka eigi skattinn af hótel- gistingu í 25,5% muni það hafa bein áhrif á hvaða áfangastaði ferða- menn velja, hætt sé við að Ísland verði ekki lengur sá valkostur sem það hefur verið nú seinni árin. Töluverð og nokkuð óvænt veik- ing hefur orðið á gengi krónunnar á síðustu dögum. Vakin var athygli á þessu í Morgunkorni Íslands- banka í gær. „Þótt vitaskuld sé litl- ar ályktanir hægt að draga af einn- ar viku gengisþróun er hreyfing síðustu daga áminning um það hversu lítið þarf til þess að veikja krónuna,“ segir þar. »4 og 8 Hækkun skattsins slæm fyrir marga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.