Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 39
Hvíli ég nú á kodda rótt kröftum á ný ég safni. Gefðu okkur öllum góða nótt guð minn í Jesú nafni. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við elskum þig. Þín afabörn, Brynjar Snær, Sunneva Dís og Karen Sif. Elsku afi. Engill hefur bæst í hópinn sem guð á himnum nú fær. Það er minn ljúfi afi sem var mér svo kær. Þótt svo að fjarlægð skildi okkur að alltaf gott var að vita það. Að góðan afa maður átti að alltaf var hann tilbúinn að sýna það. Tárin hrynja því niður minn vanga að afi er horfinn okkur frá. Hann sefur nú svefninn langa sem líkami hans var farinn að þrá. Kannski var kominn hans tími? Kannski var komin hans stund? Kannski var kominn sá tími að guð kallaði hann á sinn fund? Sárt er að kveðja þig afi svo margt sem ég átti eftir að segja þér. Ég vona þó að þú vitir hversu mikils virði þú varst mér. (Höf. ókunnur.) Elsku afi okkar, við viljum þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum með þér. Blessuð sé minning þín. Þín afabörn, María, Telma, Pálmar, Berglind, Bjarki, Brynjar, Alexander, Sunneva, Bjart- mar og Karen. Mágur minn, Pálmar á Egg, er látinn. Hann laut í lægra haldi fyrir illvígu krabbameini sem hann hafði líklega barist við í rúm þrjú ár. Pálmar var einn þessara hógværu manna sem stunda vinnu sína, búskapinn, af trúmennsku án þess að gera of miklar kröfur eða hreykja sér hátt. Betur fellur mér við þá sem vinna störf sín þannig en þá sem hrópa hátt á torgum. Í samræmi við manninn Pálmar Jóhannes- son þá verða þessi fátæklegu orð mín hvorki mörg né hástemmd. Pálmar var fæddur og uppal- inn á Egg. Hann var örugglega mikill gleðigjafi foreldrum sínum og öðru heimilisfólki á Egg, en þeim Jóhannesi og Jónínu hafði áður fæðst andvana sonur. Pálm- ar hóf búskap á Egg ásamt Sig- urbjörgu eiginkonu sinni upp úr 1970. Þau Sigurbjörg og Pálmar stunduðu að mestu mjólkurfram- leiðslu og var búskapur þeirra alla tíð til fyrirmyndar. Þar var gengið vel um garða og allt til eftirbreytni bæði innan- og utan- dyra. Búið á Egg var oft í hópi nythæstu kúabúa landsins og oft- ar en einu sinni áttu þau nyt- hæstu kúna á landinu. Pálmar var mikill reglumaður og fór vel með öll sín tæki og það var gam- an að sjá þegar hann stillti upp grænu dráttarvélunum sínum í röð. Pálmar var hávaxinn og grannur, samsvaraði sér vel og var sívinnandi, að því er ég gat séð. Hann tók vel undir í um- ræðum þegar fjallað var um áhugamál hans og var vel heima á mörgum sviðum. Hann var tón- elskur og starfaði í kórum fyrr á árum, en Jónína móðir hans var vel að sér í tónlist og var meðal annars organisti um tíma í Ríp- urkirkju. Jóhannes faðir Pálm- ars var einnig söngvinn og af þekktri skagfirskri tónlistarætt. Öll fimm börn þeirra Jóhannesar og Jónínu eru tónelsk. Vonandi berst þessi skagfirska tónelska áfram til afkomenda Pálmars. Ég á góðar minningar um Pálmar sem ég mun geyma í huga mér og hjarta. Ég bið Guð að blessa afkomendur hans og við hjónin og börnin okkar send- um Sigurbjörgu, börnum og barnabörnum innilegar samúð- arkveðjur. Bjarni E. Guðleifsson Möðruvöllum. Nú er höggvið stórt skarð í systkinahópinn frá Egg í Hegra- nesi. Okkar hjartkæri bróðir, Pálmar, hefur kvatt þessa jarð- vist um aldur fram, eftir erfiðan og illvígan sjúkdóm. Við mann- fólkið erum ekki alltaf sátt, en svona er lífið. Guð einn ákveður hvenær hann kallar hvern og einn, og enginn ræður sínum næturstað. Það er margs að minnast frá barnæsku okkar á Egg. Oft var glatt á hjalla hjá okkur systkin- um og öllum sumardvalarbörn- um, sem voru í sveit á heimili okkar. Pálmar var stundum dá- lítið stríðinn við okkur systkinin, en það var nú oftast fljótlega fyr- irgefið. Þegar hann þroskaðist tók hann þá ákvörðun að fara í bændaskóla og tók síðan við búi á móti foreldrum okkar, þegar afi Sigurður og dætur hans, Sigríð- ur og Halldóra, brugðu búi. Það fór honum vel úr hendi enda eignaðist hann hörkuduglega konu, hana Sigurbjörgu, sem gekk með í öll þau störf sem þurfti að sinna. Saman ræktuðu þau jörðina og byltu sverðinum í fagurgræn tún. Þeim hjónum fæddust fjögur vel gerð og mannvænleg börn sem öll eru uppkomin og eiga sínar fjöl- skyldur og barnabörnin eru orð- in fjölmörg. Við systkinin erum þeim hjón- um afar þakklát fyrir þá umönn- un sem þau veittu foreldrum okkar á þeirra efri árum. Það var okkur mikils virði að taka hring- ferð um sveitina, hitta fólkið okk- ar, setjast niður yfir kaffi og meðlæti og ræða um lífsins gagn og nauðsynjar. Síðan ef til vill að fara í göngutúr á gamlar slóðir, fram í borgir eða út í Bæjarklöpp og njóta þess að horfa yfir fjörð- inn okkar fagra. Já, við söknum þessara stunda, og við söknum þín, kæri bróðir okkar, en við vit- um að nú líður þér vel. Þú ert laus við þjáningar og erfiðleika og ert kominn í annan og betri heim þar sem vel er tekið á móti þér. Hafðu bestu þakkir fyrir all- ar okkar samverustundir gegn- um tíðina. Elsku Sigurbjörg, Abba, Dóra, Þórður, Jónína og fjöl- skyldur, Guð veri með ykkur á erfiðum tímum og gefi ykkur styrk og kraft í sorginni. Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi eg jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akurbreiður blessun skaparans. (Bjarni Ásgeirsson) Hvíl í friði. Ingibjörg, Pálína, Elín og Sigurður. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Eftir óvægið stríð við krabba- mein hefur Pálmar móðurbróðir minn lotið í lægra haldi. Sjúk- dómsgangan var erfið og átak- anleg og hefur reynt á hans nán- ustu, sem eiga heiður skilinn fyrir dugnað sinn og styrk í bar- áttunni. Nú biðjum við góðan Guð að gefa eiginkonu hans, börnum og fjölskyldum þeirra styrk til að takast á við lífið í gjörbreyttri mynd. Með frænda mínum er genginn góður maður, hafi hann þökk fyrir samfylgd alla. Aðstandendum öllum send- um við innilegustu samúðar- kveðjur. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) Guð blessi minningu Pálmars Jóhannessonar, Ragnheiður Hlín Sím- onardóttir og fjölskylda. Okkur langar til að minnast Pálmars frá Egg með örfáum orðum. Fyrir nærri tveimur áratug- um fór Gunnar Ingi okkar að gera hosur sínar grænar fyrir Dóru dóttur Pálmars og eiga þau nú tíu ára hjónaband að baki og þrjú börn, síðan fóru Sylvía okk- ar og Þórður sonur Pálmars að vera saman og eru nýgift og eiga tvo syni. Samskipti okkar á milli hafa því eðlilega verið töluverð. Þegar Elín Petra okkar var stelpa fór hún oft með systkinum sínum í heimsókn í Egg og alltaf var frá mörgu að segja þegar heim var komið, hún fékk að fara í fjósið og „hjálpa til þar“, leika við krakkana, kíkja á hænurnar, líta inn hjá gömlu hjónunum, for- eldrum Pálmars, og alltaf voru Sigurbjörg og Pálmar svo góð við hana að hún vildi helst fara sem fyrst aftur. Aldrei munum við eftir Pálm- ari öðruvísi en rólegum, yfirveg- uðum og miklum ágætismanni, bónda af lífi og sál, manni sem gott var að vera nálægt, en stutt var í glettni og húmor. Veikindi hans eru búin að vera löng og erfið en alveg fram á síð- asta skipti sem ég kíkti til hans spurði hann „hvað er að frétta af ykkur“, alltaf þessi umhyggja fyrir öðrum. Við viljum þakka fyrir nota- lega viðkynningu öll árin og hvað var gott að eiga Pálmar frá Egg að vini. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku Sigurbjörg, börn, tengdabörn og barnabörn. Guð styrki ykkur og blessi ykkar ógengnu spor. Guð blessi minningu Pálmars Jóhannessonar. Sólveig og Gunnar Pétursson. Þegar ég settist niður og ætl- aði að byrja að skrifa minngar- grein um þig, elsku vinur, þá kom þessi vísa upp í huga minn og langar mig að láta hana fylgja með. Lítil ég var er ég kynntist þér fyrst og alltaf í sveitinni að dreyma. Ætíð þú gast mann knúsað og kysst aldrei því mun ég gleyma. (Elín Petra) Þá er komið að kveðjustund. Það er afskaplega skrítið að hugsa til þess að geta ekki kíkt á Egg í sveitina til ykkar Sigur- bjargar lengur, það var alltaf jafn vel tekið á móti manni þegar maður kom í heimsókn og mér leið bara eins og ég væri eitt af ykkar barnabörnum. Ég var nú ekki gömul þegar Gunnar Ingi bróðir fór að vera með Dóru og var það mjög oft sem þau buðu mér að koma með í sveitina og alltaf tók maður því mjög vel, fá að koma og kíkja í fjósið, fjárhúsin og svo bara leika sér úti með krökkunum, ég á svo yndislegar minningar úr sveit- inni og þær verða ávallt geymdar í hjarta mínu. En núna ertu kom- inn á betri stað eftir erfið veik- indi og ég veit að þú átt sko eftir að fylgjast vel með manni og þá sérstaklega í bústörfunum, enda margt í þeim sem þú kenndir mér og hef ég sko getað notað það vel eftir að ég kynntist Elv- ari og fór að vera í Hegranesinu eins og þú. Ég hugsaði oft um að mig langaði að búa í sveitinni hans Pálmars og er sá draumur að verða að veruleika og ég nærri flutt í Hegranesið. Elsku Sigurbjörg, börn, barnabörn og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum og megi góður guð vaka yfir ykkur. Elsku vinur, takk fyrir allt, hvíldu í friði og við sjáumst síðar. Þín vinkona, Elín Petra. Einhvern veginn er það svo, að þótt dauðastríð manna sé orð- ið langt og strangt og endalokin fyrirsjáanleg verður manni hverft við þegar kveðjustundin rennur að lokum upp. Svo fór þeim, sem þetta rita, að þegar Sigurbjörg hringdi sunnudags- morguninn 19. ágúst til að segja frá andláti Pálmars, eiginmanns síns, þótti okkur syrta að á ann- ars björtum morgni. Pálmar og Sigurbjörg Valtýs- dóttir, kona hans, tóku við búi á Egg árið 1973 og er óhætt að segja að búskapur þeirra hafi verið til fyrirmyndar að flestu leyti. Afurðasemi kúabúsins var með því besta sem gerðist á landsvísu og í allmörg ár var hún Örk, þeirra afurðamesta kýr, jafnframt afurðahæsta mjólkur- kýr landsins, skilaði um og yfir 12 þús. lítrum mjólkur ár hvert. Það var líka auðfundið þegar maður kom í fjósið á Egg, að andrúmsloftið var þar einstak- lega gott og fór ekki milli mála að bændurnir litu á gripina sem vini sína og afurðasemin var ekki síst að þakka nærgætni og góðu at- læti þeirra. Hjónin voru líka ein- staklega samhent, verkhyggin og vinnusöm. Pálmar Jóhannesson var ekki maður margra orða, honum lét betur að láta verkin tala. Hann var í hærra lagi að líkamsvexti, fríður sýnum, grannholda og vel gerður maður að flestu leyti. Við- mótsgóður var hann svo af bar og umtalsfrómur, brosið hlýtt og handtakið þétt. Við Pálmar urðum snemma góðir kunningjar og seint á átt- unda áratugnum varð úr að við hjónin fengum til afnota svolitla skák í sunnanverðu landi jarðar- innar á bakka vesturkvíslar Hér- aðsvatna og reistum svo bústað þar haustið 1980. Má segja að til þess megi rekja vináttutengsl milli þeirra Eggjarhjóna og okk- ar. Á þá vináttu hefur engan skugga borið öll þessi ár og erum við í ævarandi þakkarskuld við þau að hafa fengið að eignast þennan sælureit okkar í landi þeirra. Fyrir rúmum þremur árum greindist Pálmar með þann sjúk- dóm, sem nú hefur bundið enda á farsæla ævi hans. Framan af voru líkur á lækningu taldar nokkuð góðar og voru vonir við það bundnar að þau gætu lokið búskap sínum á Egg þegar þeim hentaði. En svo fór, að sjúkdóm- urinn tók sig upp aftur og síðasta haust var útséð um að lækning fengist. Þá voru þau að mestu hætt búskaparumsvifum og var jörðin seld ungum hjónum, sem nú hafa tekið við merkinu og von- andi endist þeim aldur og heilsa til að halda í byggð og ræktun jörðinni, sem þau Sigurbjörg og Pálmar hafa gert að því góðbýli sem það er í dag. Við hjónin viljum nú á þessari kveðjustund þakka Pálmari og Sigurbjörgu alla vináttu þeirra og tryggð í okkar garð. Við vott- um Sigurbjörgu, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Minn- inguna um traustan eiginmann, föður, tengdaföður og afa tekur enginn frá þeim. Droplaug og Þorkell. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES JÓNSSON flugvirki, Markbakkabraut 30, Kópavogi, lést fimmtudaginn 23. ágúst. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 13.00. Sigrún Sveinsdóttir, Sveinn Stefán Hannesson, Helga Kristinsdóttir, Arnar Hannesson, Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Einar Hannesson, Ása Rún Björnsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri JÓHANN ÖRN MATTHÍASSSON, Asparskógum 22, Akranesi, lést mánudaginn 20. ágúst. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju miðvikudaginn 29. ágúst kl. 14.00. Hulda Ágústsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Ómar Traustason, Kristjana Jóna Jóhannsd., Höskuldur Kr. Guðmundsson, Sigurður Jóhannsson, Árni Jóhannsson, Ásdís Ósk Elfarsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. ✝ Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, dóttir, amma og systir, ÞURÍÐUR BAXTER, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 19. ágúst. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samhjálp kvenna. Stefán Baxter, Linda Rut Benediktsdóttir, Sigríður Þ. Ottesen, Elvar Þór, Eiður Aron og Ísak Andri, Þorlákur Baxter og fjölskylda, Kristín Atladóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær bróðir okkar, frændi og vinur, STEINGRÍMUR EGILSSON frá Mið-Grund, Skagafirði, Ægisgötu 6, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Oddný Egilsdóttir, Gottskálk Egilsson, Lilja Egilsdóttir, frændfólk og vinir. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.