Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 WWW.EBK.DK Á þessum fundi, gerum við þér grein fyrir þeim byggingarmöguleikum sem EBK býður upp á. Við förum yfir byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús frá EBK á Íslandi. Það er möguleiki á einkafundum og við gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum. Skráning á einkafund hjá: Trine Lundgaard Olsen – farsími +45 6162 0525 – netfang: tlo@ebk.dk Söluráðgjafar eru dönsku- og enskutalandi. Vinsamlegast virðið tímaskráningu. EBK HUSE A/S hefur meira en 35 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með 4 útibú í Danmörku og 3 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af sumarhúsabyggingum á Íslandi, Þýskalandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. EBK HUSE A/S býður hér með til byggingarfundar 29. ágúst 2012 í Reykjavík. EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Símí + 45 5856 0400, netfang info@ebk.dk 12 33 1 Ert þú í byggingarhugleiðingum? DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR) WWW.EBK.DK SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Stefnan er að gera betur en stiga- taflan segir til um,“ segir Gunnar Björnsson, formaður Skáksambands Íslands, um væntingar á ólympíu- skákmótinu sem hefst eftir helgi. Ólympíuskákmótið, helsti skák- viðburður heims, fer fram í Istanbúl í Tyrklandi dagana 27. ágúst til 10. september. Lið frá um 160 þjóðum taka þátt í mótinu og sendir Skák- samband Íslands tvö lið til keppni, eitt lið í opnum flokki og annað í kvennaflokki. Ísland tók fyrst þátt í ólympíu- mótinu 1930 og varð þá í 15. sæti af 18. 1939 sigraði Ísland í b-riðli, en besti árangurinn náðist 1986 þegar íslenska liðið varð í 5. sæti. 6. sætið 1992 var þó jafnvel betri árangur því þá voru Sovétríkin ekki lengur eitt lið. Fyrir tveimur árum var íslenska liðið í 40. sæti af 148 liðum og nú er markmiðið að reyna að gera betur. „Menn væru mjög sáttir við að kom- ast inn á topp 30,“ segir Gunnar um karlaliðið og bætir við að vonandi verði kvennaliðið líka í efri helm- ingnum. „Það yrði mjög gott.“ Styrktarmót í dag Undirbúningur hefur gengið vel, að sögn Gunnars, og hefur landsliðs- fólkið verið í stífum æfingum und- anfarna daga. Kvennaliðið hóf und- irbúninginn eiginlega með þátttöku á skákmóti í Tékklandi í fyrrahaust en karlaliðið byrjaði seinna. Íslenskir skákáhugamenn fá tæki- færi á að kveðja keppendur því sér- stakt mót þeim til heiðurs, upphit- unarmót og fjáröflun í leiðinni, verður haldið á Blómatorginu í Kringlunni í dag klukkan 13 til 15.30. Um fimmtíu skákmenn taka þátt í mótinu og verður þetta eitt sterkasta hraðskákmót ársins. „Þau gerast ekki miklu sterkari,“ segir Gunnar. Stóra stundin að renna upp í Istanbúl  Ísland með tvær sveitir á ólympíuskákmótinu í Tyrklandi Morgunblaðið/Kristinn Efnilegur Hjörvar Steinn Grétarsson er aðeins 19 ára en samt einn öflugasti skákmaður landsins. Fjórir stórmeistarar eru í sveit Íslands í opnum flokki, en Héð- inn Steingrímsson, Hannes Hlíf- ar Stefánsson, Henrik Daniel- sen, Hjörvar Steinn Grétarsson og Þröstur Þórhallsson skipa liðið. Liðsstjóri er Helgi Ólafs- son, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Kvennaliðið skipa Lenka Ptácníková, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir. Liðsstjóri er Davíð Ólafsson. Reyndir skákmenn ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ „Það er með þennan veg eins og svo marga aðra hálendis- og mal- arvegi að það er einfaldlega tak- markað fé til viðhalds. Tíðarfarið hefur einnig haft sitt að segja en það hefur verið mjög þurrt í sumar og þá er ómögulegt að hefla,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Fram kom í Morgunblaðinu í gær, að rútubílstjóri hefði hætt að aka með ferðamenn í Landmanna- laugar sökum slæms ástands veg- arins. G. Pétur segir þó að veg- urinn hafi verið heflaður fyrir skemmstu. „Auðvitað tökum við mið af því hvernig umferðin er en við tökum líka mið af því fjármagni sem við höfum til viðhalds. Vetrarþjónustan á síðasta ári var mjög dýr og síðast- liðinn vetur var erfiður og við erum nú þegar komin langt yfir það fé sem við höfðum til umráða. Við er- um því í raun búin með okkar fé þó svo haustið og fyrri partur vetrar séu eftir,“ segir G. Pétur að lokum. davidmar@mbl.is Tíðarfarið truflar  Vegagerðin segir lítið fé til viðhalds á malar- og hálendisvegum Morgunblaðið/RAX Vandi Víða eru hálendisvegir mjög illa farnir. Að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er erfitt að sinna vegunum sökum fjársveltis og tíðarfars. Ekki trúa þessum sóðaskrifum á netinu, segir Marina Schcherbac- heva í tölvupósti sl. þriðjudag til Einars S. Einarssonar, fyrrverandi forseta Skáksambands Íslands, vegna frétta af henni og Boris Spassky, eiginmanni hennar, í tengslum við óvænta brottför skák- meistarans til Moskvu frá París fyr- ir rúmri viku. Haft var eftir eiginkonu Spass- kys á vef Chessbase að skákmeist- arinn hefði yfirgefið heimili þeirra fimmtudagskvöldið 16. ágúst og væri á leiðinni til Rússlands. Á öndverðum meiði Síðan var sagt frá símaviðtali við Spassky í rússneska blaðinu Komsomolskaya Pravda þar sem haft var eftir honum í Moskvu að hann hefði ekki fengið rétta með- höndlun á stofnun í París eftir að hafa fengið heilablóðfall 2010. Sagði Spassky, að sögn blaðsins, að þegar hann var fluttur heim hefði hann komist að því að búið hefði verið að slíta símann úr sambandi og ekkert netsamband verið á heimilinu. Hann hefði óskað eftir því að vera fluttur til Moskvu en enginn hefði hlustað á hann. Hann hefði flúið með hjálp vina og fengið vegabréf í rússneska sendiráðinu því þó hann væri ekki auðugur maður teldi hugsanlega einhver sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að hann gæfi upp öndina. Sl. miðvikudag kom fram í les- endabréfi í Soviet Sport frá Iraidu Spasskayu, systur Spasskys í St. Pétursborg, að fjölskyldan vissi ekki hvar Spassky væri. Hún hefði heimsótt fjölskylduna í París í byrj- un mánaðarins og þá hefðu allir verið ánægðir en þremur dögum síðar hefði Spassky horfið. Hún sagði að honum hefði verið rænt og að kona ætti hlut að máli. Í viðtali við sama blað sagði Iraida Spasskaya að fyrr í mán- uðinum hefði Spassky verið í mun betra ástandi en hún hefði gert ráð fyrir. Hún sagði að fyrrnefnd um- mæli, sem höfð væru eftir honum, gætu ekki verið frá honum komin. Þvert á móti hefði fjölskyldunni lið- ið vel í París og allt væri til alls á heimili þeirra hjóna. Endur- hæfingin gæti ekki verið á betri stað. Hún segist hafa þekkt eig- inkonu bróður síns frá því hjónin kynntust fyrir meira en 30 árum og Marina væri heiðvirð kona. Hún hefði gert sitt besta til að aðstoða Boris í endurhæfingunni og mik- ilvægast væri að þeirri meðferð, sem hann fékk í París, yrði haldið áfram. steinthor@mbl.is Ekki trúa rógi um Spassky á netinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á Íslandi Boris Spassky þegar hann kom til Íslands árið 2002.  Sögusagnir um flótta frá París til Rússlands  Misvísandi fréttir Skáksnillingur » Boris Spassky var einn af fremstu skáksnillingum sög- unnar. » Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá einvígi hans og Bobbys Fischers í Laugardalshöll um heimsmeistaratitilinn í skák. » Spassky kom síðast til Ís- lands 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.