Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðasmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Grænkáls- draumur NÝR SAFAMATSEÐILL FULLUR AF HOLLUM OG NÆRINGAR- RÍKUM ÞEYTINGUM OG SÖFUM Íslenskt grænkál lífræn t Ofurfæðudrykkur með nýuppteknu lífrænu grænkáli, hlaðinn vítamínum og steinefnum til að auka orku og þrek. Einstaklega bragðgóður og seðjandi. ÚR BÆJARLÍFINU Birna G. Konráðsdóttir Borgarfjörður Sumarið hefur leikið við Borgfirð- inga. Hitamet slegin, mannfólkið fengið tölvuvert af D-vítamíni sem sýnt hefur sig með dekkri húðlit og bændabrúnku. Bændur una þokka- lega við sitt. Regn í byrjun ágúst breytti þar ýmsu. Vetrarforði er því víða betri en horfur voru á.    Margir landeigendur hafa hlunnindi af laxveiði sem skiptir máli er kemur að afkomu. Hlýindi undanfarin sumur hafa valdið vatnsleysi í laxveiðiám í Borgar- firði. Snjór er féll snemma síðasta vetur skipti víða sköpum þetta árið. Sá silfraði hefur samt sem áður ekki séð ástæðu til að mæta í þeim mæli sem vænst var og margur veiðimaðurinn ókátur. Umræðuefn- ið ærið og vangavelturnar marg- víslegar.    Samkvæmt lögum ber veiði- réttareigendum að sjá til þess að laxveiðiá í þeirra eigu sé sjálfbær. Flestir veiðiréttareigendur hafa staðið sig á vaktinni og hafa því góða samvisku í þessum efnum, fátt upp á þá að klaga. Þeir vita að áin þeirra er í góðum málum. Þeg- ar árar öðruvísi er því eðlilegt að menn beini sjónum að skilyrðum í hafinu. Hvað er að gerast þar?    Þegar þörf er á svörum er horft til fræðimanna. Er kemur að þekkingu á laxfiski treysta bændur og landeigendur á starfsmenn Veiðimálastofnunar. Þeir hafa stundað rannsóknir á íslenskum laxi í áratugi. Þar er þekking til staðar sem vart verður metin til fjár. Á sama tíma og veiðiréttar- eigendur og veiðimenn vildu sjá aukið fjármagn veitt til þessarar stofnunar eru blikur á lofti um til- vist hennar í stjórnkerfinu. Það er kannski stóra fréttin.    Færri veiðimenn hafa sést nú síðla sumars á bökkum laxveiðiáa en oft áður. Kemur það m.a. til af þeirri staðreynd að alltaf er verið að kaupa laxinn sem veiddist í síð- ustu veiðiferð. Kannski merkilegt því eðli málsins samkvæmt verður veiðiskapur alltaf happdrætti. Þótt veiðileyfasalar barmi sér eins og bestu búmenn þá vita veiðiréttar- eigendur fullvel að allt byrjar og endar heima. Þeir halda þó ró sinni og hugsa sem svo að súrt sé gott með sætu. Enginn kann að meta góðar laxveiðiár nema slæmt komi inn á milli. Bændur og landeig- endur eiga mikið undir þessum hlunnindum. Borgfirðingar ætla þó ekki að hengja haus. Náttúran hef- ur ætíð tekið sveiflur, átt góð ár og slæm til að kenna mannfólkinu að meta hið góða. Árnar sjálfar eru flestar í góðum málum, þ.a.l. trúa menn því að ástandið sé einstakt og endurtaki sig ekki. Laxinn sem veiddist síðast Morgunblaðið/Birna G. Konráðsdóttir Laxveiði Veiðimaður í Gljúfurá í Borgarfirði með góðan feng. Uppskeru- & auðlindahátíðin Krækiberið á Vesturlandi hefst í dag, laugardag, og stendur til 9. september. Boðið verður upp á fjölda við- burða, námskeiða og tilboða vítt og breitt um Vesturland á hátíðinni. Viðamikla dagskrá hátíðarinnar má sjá á vefsíðunni www.vestur- land.is. Krækiberið Í kvöld verður boðið upp á mikið sjónarspil við Jökulsárlón þegar hin árlega flugeldasýning við lónið verður haldin en auk þess verður búið að lýsa upp ísjaka í lóninu með kertum. Saman skapar þetta ógleymanlega upplifun fyrir gesti, segir í tilkynningu. Sýningin sjálf hefst kl. 23.00 og varir í ca. hálftíma á meðan flug- eldum er skotið upp en undirbún- ingur hefst nokkrum tímum fyrr þegar kveikt er á fjölda kerta sem dreift er um ísjakana í lóninu. Von er á fjölda gesta en síðustu ár hafa yfir þúsund gestir komið hvert ár og fer fjöldinn stigvaxandi. Björgunarfélag Hornafjarðar stendur að sýningunni í samstarfi við ferðaþjónustuna á Jökulsárlóni og Ríki Vatnajökuls. Viðburðurinn er mikilvæg fjáröflun fyrir björg- unarfélagið og rennur allur að- gangseyrir óskiptur til félagsins, það er 1.000 krónur á mann. Hægt verður að fylgjast með flugeldasýningunni að einhverju leyti gegnum vefmyndavél Mílu. Sjónarspil Hin árlega flugeldasýning við Jökulsárlón er mikilfengleg. Flugeldasýning við Jökulsárlón Hið árlega hjólaskíðamót Skíða- göngufélagsins Ulls fer fram sunnudaginn 26. ágúst og verður ræst kl. 10:00 um morguninn. Keppt verður með hefðbundinni að- ferð og mun mótið fara fram á göngustígum umhverfis Seltjarnar- nes. Rásmark og endamark verður á móts við smábátahöfnina, við gatnamót Suðurstrandar og Bakka- varar, og gengnir 5 km inn á Eiðs- granda að drykkjarstöð og til baka. Þetta er nær lárétt leið en viðbúið að vindur virki eins og brekkur hvað erfiði varðar, segir í tilkynn- ingu. Þátttökugjald er 1000 kr. og greiðist á staðnum. Keppt verður í flokkum karla og kvenna 17- 39 ára og 40 ára og eldri. Keppendur fá frítt í Sundlaug Seltjarnarness að keppni lokinni. Skráning fer fram á heimasíðu félagsins: www.ullur.is og einnig á staðnum frá kl. 9:30. Allir þeir sem æfa á hjólaskíðum eru hvattir til að vera með og nota mótið sem lið í æfingum sínum. Jafnframt er þetta kjörið tækifæri til að sjá hvernig ganga á hjólaskíð- um fer fram. Annað útivistarfólk er beðið að taka tillit til keppendanna á göngustígnum en keppni ætti að verða lokið fyrir kl. 11:30. Hjólaskíðamót á Seltjarnarnesi Gissur Páll Gissurarson tenór, Ágúst Ólafs- son barítón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó- leikari flytja saman marga vinsælustu dúetta óperubókmenntanna á tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20, er nefnast Bræðralag og barátta. Að auki koma fram Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona og karlakórinn Voces Masculorum. Hugmynd að tónleikunum kviknaði á tónlistarhátíðinni Bergmáli á Dal- vík sumarið 2011. Gissur Páll og Ágúst hafa reglulega unnið saman síðustu ár, nú síðast í La Boheme í Íslensku óperunni, en á hátíð- inni komu þeir fram á vel heppnuðum tón- leikum með Evu Þyri og Helgu Rós í Bergi á Dalvík og Miðgarði í Skaga- firði. Strax var ljóst að framhald yrði á samstarfi þeirra og var ákveðið að endurtaka leikinn í Salnum í kvöld. Aðgangseyrir er 3.800 krónur. Bræðralag og barátta í Salnum í kvöld Ágúst Ólafsson, Eva Þyri og Gissur Páll í Salnum í kvöld. Sumarbúðir KFUM og KFUK í Ölveri undir Hafnarfjalli fagna 60 ára starfsafmæli um þessar mundir og halda upp á það á morgun. Árið 1952 hófst starfið á núverandi stað og hafa sumar- búðirnar starfað þar óslitið síðan. Þær höfðu verið á nokkrum stöð- um áður en fastur samastaður fannst í Ölveri. Saga starfsins teygir sig til ársins 1939 en Kristrún Ólafsdóttir var stofn- andi sumarbúðanna. Á sunnudag- inn verður árleg kaffisala sum- arbúðanna í Ölveri frá kl. 14-17. Boðið verður upp á glæsilegar veitingar og drykki og rennur allur ágóði kaffisölunnar til upp- byggingar starfsins. Allir eru hjartanlega velkomnir á kaffisöl- una og að fagna afmæli sumar- búðanna, segir í tilkynningu. Afmæli Ölvers STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.