Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Litli tónsprotinn Allir komast í hátíðarskap á jólatónleikum Sinfóníunnar þar sem sígild jólalög hljóma í flutningi Þóru Einarsdóttur, Stúlknakórs Reykjavíkur o.fl. Kynnir er trúðurinn Barbara. Seiðandi danstónlist, kraftmikið slagverk og riddaraleg lúðraköll einkenna þetta framúrskarandi færeyska barnaverk. Sögumaður er Benedikt Erlingsson. ÁLFAR OG RIDDARARJÓLATÓNLEIKAR Við höldum á vit ævintýranna með Pétri og úlfinum og Leikfanga- sinfóníunni. Tónleikar og brúðu- leikhús eins og það gerist best. Brúðugerðarmeistari er Bernd Ogrodnik. Sögumaður er Halldóra Geirharðsdóttir. Í náttfatapartíi Sinfóníunnar hljómar falleg nætur- tónlist, vögguvísur og taktföst kvikmyndatónlist úr Harry Potter og Ghostbusters. Kynnir er trúðurinn Barbara. NÁTTFATAPARTÝPÉTUR OG ÚLFURINN Bakhjarlar: Gönguleið þar sem hægt er að upplifa fjölbreytta hafntengda starfsemi, verslanir, veitingastaði og ferðaþjónustu hefur verið merkt frá tónlistarhúsinu Hörpu að Grandagarði. Tilgangurinn er að vekja athygli gesta hafnar- innar á þessum möguleika og gera gönguleiðina aðgengilegri. Rekstraraðilar við höfnina hafa kallað leiðina Hafnarstíginn, seg- ir í frétt frá Reykjavíkurborg. Gönguleiðin sem er um kíló- metri að lengd var máluð með vél sem yfirleitt er notuð til að merkja bílastæði og vegi. Á tveimur stöðum hafa verið málaðir myndskreyttir sexhyrn- ingar sem mynda torg sem hægt væri að nýta fyrir viðburði, eða staði til þess að mæla sér mót á. Torgin tvö eru annars vegar merkt með akkeri og áttavitarós og hins vegar með bátsstýri og hvölum. Innan tíðar verði hafist handa við gerð útiæfingasvæðis við höfnina á svæðinu milli Sjó- minjasafnsins og gamla slippsins. Svæðið verður hannað af hönn- unarteyminu Stáss design og framkvæmt í samstarfi við Mjölni. Hönnuðir Hafnarstígsins eru Massimo Santanicchi og Ragnar Már Nikulásson sem hönnuðu einnig fánana sem lífga upp á svæðið við Austurbakka við Hörpu. Mattia Gambardella var ráðgjafi. Hafnarstígurinn er sam- starfsverkefni Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar. Tekið var mið af eldri gönguleiðum sem Faxaflóahafnir höfðu áður merkt. Göngustíg- ur merktur við höfnina  Tengir Hörpuna og Grandagarð Morgunblaðið/Eggert Nýr stígur Hafnarstígur setur mikinn svip á gömlu höfnina. Árleg landbúnaðarsýning og bændahátíð, Sveitasælan 2012, fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í dag. Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra með meiru, setur hátíðina kl. 11 og í kjöl- farið tekur við fjölbreytt dagskrá sem endar með kvöldvöku í kvöld undir stjórn Gísla Einarssonar frétta- manns. Í tengslum við Sveitasæluna verð- ur opið hús á fjórum búum í Skaga- firði á morgun frá kl. 11-16. Þetta eru hrossaræktarbúið Hof á Höfða- strönd, loðdýrabúið Urðarköttur á Syðra-Skörðugili, kúabúið á Hlíðar- enda í Óslandshlíð og sauðfjárbúið á Brúnastöðum í Fljótum. Að sögn Karls Jónssonar hjá fyr- irtækinu Markvert, sem undirbúið hefur sýninguna fyrir hönd aðstand- enda hennar, er búist við allt að 2.000 gestum í dag. Um árlegan viðburð er að ræða þar sem skagfirskir bændur og fyrirtæki á sviði landbúnaðar koma saman og gera sér glaðan dag, um leið og kynn- ing fer fram á starfi þeirra og þjón- ustu. Af fjölbreyttri dagskrá í reið- höllinni má nefna vélasýningu bænda og vélasala, smalahundasýningu, hrútasýningu, hæfileikakeppni gröfu- mannsins, dráttarvélasýningu, leit að nálinni í heystakknum, tónlistaratriði og meistaramót í óhefðbundnum hestaíþróttum. Sveitasæla í Skagafirði Ljósmynd/Markvert.is Bændahátíð Undirbúningur fyrir Sveitasæluna stóð sem hæst í gær.  Búist við allt að 2.000 manns í reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki í dag  Fjölbreytt dagskrá á árlegri sýningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.