Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 10
Bláberjadagar í Súðavík standa nú yfir og verður fjölbreytt, fjölskyldu- væn dagskrá í boði í dag og á morgun. Bláber verða í aðal- hlutverki á hátíðinni en hana sóttu í fyrra bæði ferðalangar og brott- fluttir Súðvíkingar í bland við heimamenn. „Þetta er í annað sinn sem við höldum hátíðina en hún hitti í mark í fyrra og var aðsókn framar björt- ustu vonum. Þetta er eina berjahá- tíð landins og fókusinn er á ber sem afurð. Við höldum til að mynda uppskriftakeppni þar sem við köll- um eftir fólki sem tínir ber á hverju einasta hausti til að búa til eitthvað ljúffengt og nýstárlegt. Það er eng- in spurning að þessi keppni á eftir að vaxa þegar fram líða stundir. En vinningsuppskriftin frá því í fyrra er þegar komin inn í matreiðslubækur. Þá kemur hingað til okkar tökulið í dag sem ætlar að gera heimild- armynd undir formerkjum bláberja- blúss,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík. Á svæðinu eru feiknagóð berja- lönd og er berjaspretta með betra móti þetta árið að sögn Ómars. „Ég tók þátt í slökkvistarfi í Laugardal á dögunum og er mikill missir að því berjasvæði. Þó eigum við því lána að fagna að hér eru hlíðar grænar eftir sumarið og önn- ur berjalönd í miklum blóma. Gestir á hátíðinni geta fengið sérstök berjakort hjá okkur þar sem hægt er að sjá hvar heimilt er að tína ber og ítarlegri upplýsingar um svæðið. Berjasprettan er verulega góð þetta árið og á mínu heimili eru ber í Bláberjadagar í Súðavík Vaskir þátttakendur háma í sig bláberjagóðgæti 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is B rúðkaup Hannesar Arnórssonar og Krist- jönu Þrastardóttur sem fram fór í sumar var heldur óhefð- bundið en ferja þurfti brúðkaups- gesti síðasta spölinn á áfangastað í gúmmíbát. Athöfnin fór fram á Hornströndum, nánar tiltekið í bænahúsinu í Furufirði en þar er hvorki rafmagn né símasamband. Staðurinn tengir ættirnar Athygli þeirra Hannesar og Kristjönu á tengingunni við bæna- húsið var fyrst vakin þegar þau fundu gamla grein sem Jón Arn- órsson sendi í Þjóðviljann í byrjun árs 1899. Þar skrifaði hann um byggingu bænahússins sem var vígt árið 1905 en unnið hefur verið að endurbótum á því seinustu árin. Kom þá í ljós að staðurinn tengdi þau Hannes og Kristjönu saman á skemmtilegan hátt. „Kristjana er frá Vestfjörðum og ég á ættir að rekja þangað. Langalangafi minn, Jón Arnórs- son, sem var hreppstjóri í Grunna- vík, lagði til að byggt yrði bæna- hús í Furufirði, en það var síðan langalangafi Kristjönu, Benedikt Hermannsson, sem hafði umsjón með byggingu bænahúsins. Þannig að staðurinn tengir saman ættir okkar og þess vegna varð hann fyrir valinu en það verður að segj- ast að þetta er ekki aðgengilegasti staður Íslands. Það eru engir vegir sem liggja þangað og því ekki hægt að keyra. Ekki var kostur að fljúga vegna veðurs þannig að við fórum með bát sem sigldi frá Norðurfirði eins langt og við kom- umst. Það er engin bryggja heldur í Furufirði svo það varð að ferja gestina í land í litlum gúmmíbát,“ segir Hannes Nærri veðurtepptir gestir Umhverfið skapaði rómantíska umgjörð í kringum brúðkaupið og þar voru aðeins samankomnir nán- ustu vinir og ættingjar enda hafði staðsetningin sín áhrif á gesta- fjöldann. Séra Pétur Þorsteinsson Giftu sig í afskekktum firði Hin nýgiftu Hannes Arnórsson og Kristjana Þrastardóttir voru gefin saman í bænahúsinu í Furufirði á Hornströndum í sumar en húsið tengir ættir brúð- hjónanna saman. Nokkur fyrirhöfn var að koma brúðhjónum og brúðkaups- gestum á staðinn en ferja þurfti hópinn síðasta spölinn á áfangastað í gúmmíbát. Eftir brúðkaupið dvöldu gestir í Reykjarfirði og nutu fagurrar náttúru svæðisins. Nýgift Brúðhjónin sæl á svip, brúðurinn klæddist fallegum skautbúningi. Skemmtileg lífsstílsblogg er gaman að skoða enda eru þau oftast full af fallegum myndum sem gleðja augað og kveikja með manni góðar hug- myndir. Vefsíðan mydream- canvas.blogspot.it er slík vefsíða en henni heldur úti Anu nokkur sem er mikil áhugakona um ritstörf, ferðalög og ljósmyndun. Anu hefur unun af því að festa á filmu allt það litríka og fal- lega sem fyrir augu ber í sínu dag- lega lífi og á ferðalögum. Hún er upp- runalega frá Indlandi en býr í Bandaríkjunum og setur hún inn myndir héðan og þaðan úr heiminum. Það er um að gera að kíkja á þessa líflegu bloggsíðu. Vefsíðan www.mydreamcanvas.blogspot.it Hugleiðsla Slökum á og njótum þess fallega sem er allt í kringum okkur. Fegurð hversdagsins á mynd Íslensk-tékknesk þjóðlagahátíð verð- ur haldin á Árbæjarsafni á morgun, sunnudag 26. ágúst, í tilefni af komu tékkneska þjóðlagahópsins Osminku frá Prag. Hópurinn er skipaður börn- um og ungmennum á aldrinum 10-25 ára sem munu syngja, leika á hljóð- færi og dansa tékkneska þjóðlaga- tónlist í litríkum þjóðbúningum heimalandsins. Osminka-hópurinn hefur ferðast víða um heim og hvar- vetna vakið athygli fyrir glaðlegan flutning af mestu gæðum. Hópurinn er nú hérlendis öðru sinni en hópur- inn heimsótti Ísland einnig 2008. Nú hefur Osminka þegar komið fram á Menningarnótt í Reykjavík og á fjöl- skylduhátíð í Vogum. Jafnframt kem- ur fram þjóðlagahópur nemenda úr Tónlistarskóla Kópavogs, barna- og unglingadanshópur úr Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur og Rósa Jóhann- esdóttir fiðluleikari og kvæðakona ásamt dætrum. Tónleikarnir hefjast kl. 13.00 en þennan dag er einnig árlegur haust- markaður á Árbæjarsafni og er að- gangur ókeypis. Endilega… …sækið íslensk-tékkneska þjóðlagahátíð á Árbæjarsafni Osminka Hópurinn vekur hvarvetna athygli fyrir glaðlegan flutning. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Síðasta sýningarhelgi Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Hortus Conclusus Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir Sýningin stendur til 2. september Inside Iceland Olíumálverk Valerie Boyce Sýningin stendur til 2. september Vefuppboð Ástþór Magnússon Myndlist Silfur og skartgripir Hljómplötur Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.