Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Löngu fyrir krakkið, á dögum ríkisbanka, stofnuðu nokkrir bankamenn klúbb upp á spil og glas. Hlaut hann nafnið Urriði. Hálfdán léði herbergi í húsi Steindórsprents á Tjarnargötu 4. Þar komu saman gleðimenn, allt frá stm. á plani ofan í banka- stjóra og lögfræðinga. Samkom- an var andaktug. Mest var fjörið er Hálfdán birtist, hraðskreiður, brattur og brosandi og spurði: „Jæja drengir, hvað býður Bakkus?“ Slík voru fyrstu kynnin af Hálfdáni. Síðar skildi leiðir um skeið en lágu saman á ný innan vébanda Oddfellowreglunnar. Þar kynntist ég nýrri hlið í návígi; hugsjónum, starfsþreki og logandi einbeitingu. Hann var kappsfullur framkvæmdamaður og framsýnn, gat verið harður í horn að taka og gleymdi sér stundum í hita leiksins. Lang- rækinn var hann þó ekki. Hálfdán var mikilvirkur í starfi Oddfellowreglunnar um áratuga skeið og lagði henni til starfskrafta sína og hagsýni. Vinnudagurinn var oft æði lang- ur, enda mörg járn í eldinum. Hálfdán og fjölskylda hans ráku fyrirtæki sín í þágu þjóð- arheilla og létu sér annt um starfsfólk sitt. Hagur fyrirtæk- isins byggðist á því að gera vel við starfsmenn og verðleggja af sanngirni. Því voru prentsmiðj- urnar fjölskyldufyrirtæki í stærstu og beztu merkingu þess orðs. Auk þess greiddi hann úr eigin vasa fyrir ýmislegt er stóð hjarta hans næst. Það er geymt – en ekki gleymt. Hálfdán var frumherji, braut- ryðjandi og bardagamaður að Hálfdán Steingrímsson ✝ Hálfdán Stein-grímsson fædd- ist á Flateyri við Önundafjörð 26. september 1920. Hann lést á Land- spítala, Landakoti, miðvikudaginn 15. ágúst síðastliðinn. Útför Hálfdánar fór fram frá Foss- vogskirkju fimmtu- daginn 23. ágúst 2012. eðlislagi. Hann var framsýnn, réttsýnn og yfirvegaður átakamaður en líka skapmaður og gat verið harður í horn að taka. Hálfdán var fulltrúi orðheldni og festu, gleði og lífs- listar. Þar með er ekki sagt að allir hans dagar hafi verið bjartir dagar – en það á við alla. Hann er maður hand- sals, heiðarleika og hagsýni. Mættu ógæfumenn þjóðarinnar – svokallaðir peningamenn – margt af honum læra. Hann fæddist á Flateyri við Önundarfjörð, en Ingibjörg Steindórsdóttir k.h. í Rvík. Þar kynntust þau og giftu sig á kvenréttindadaginn 19 júní 1943. Hinn 19. júní 1915 fengu kon- ur á Íslandi kosningarétt til Al- þingis þegar Kristján X Dana- kóngur samþykkti nýja stjórnarskrá, fyrir 97 árum. Það þarf hugrekki til að gifta sig á kvenréttindadaginn, en slíkir smámunir vöfðust aldrei fyrir Hálfdáni. Í ár höfðu þau verið gift í 69 ár. Geri margir betur! Orðið öldungur er fallegt orð og alltof lítið notað. Oddfellowar nota það um sína elztu bræður. Í huga okkar er þetta heiðurs- nafnbót og felur í sér virðingu fyrir reynslu, ævistarfi, þraut- seigju og æðruleysi. Að leiðarlokum hyllum við manninn, starfsævi hans og eft- irlifandi maka, frú Ingibjörgu. Maður verður að rækta garð- inn sinn, sagði Birtingur Voltai- res. Hálfdán ræktaði garð sinn svikalaust, vissi alltaf hvað hann var að gera og ölvaðist aldrei af velgengni. Það er heilladrýgst að sinna því sem er okkur næst. En þar er hvorki átt við sér- hyggju, sjálfselsku eða óhóf heldur þvert á móti. Hann var sannur drengskaparmaður og mannvinur. Blessuð sé minning hans. Haraldur G. Blöndal – St. nr. 18 Ara fróða og María Aldís Kristinsdóttir – St. nr. 10 Soffíu IOOF. Elsku Gunna mín. Nú ert þú hjá Guði en þú kannast kannski við þig þar. Þegar ég var lítill strákur tókst þú svo vel á móti mér. Mér fannst ég alltaf velkom- inn og eins og hluti af fjölskyld- unni. Þó að við værum ekki skyld þá varstu amma mín. Heimilið þitt var svo fallegt og notalegt og þangað komu vin- konur þínar gjarnan. Eldhúsið var staðurinn. Ilmurinn af kaffi og nýbökuðum pönnukökum fyllti húsið og lokkaði fimm ára pjakkinn niður í heimsókn. Við gátum rætt um alla heima og geima og stundum spjölluðum við svo lengi að ég steingleymdi að fara aftur upp til pabba og Lóu. En þeim þótti nú bara vænt um það að ég færi niður að spjalla við ykkur Guðrún Jónsdóttir ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1921. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 15. ágúst síðastliðinn. Útför Guðrúnar fór fram frá Bú- staðakirkju fimmtudaginn 23. ágúst 2012. Bjarna, þó að ég borðaði mig svo pakksaddan af pönnukökum að ég gat lítið borðað af kvöldmatnum sem hún Lóa ykkar var búin að elda sér- staklega fyrir mig. Þú sagðir alltaf við mig að ég ætti að vera prestur. Ég sá það ekki alveg fyrir mér þá, en að einhverju leyti varstu sannspá. Ég veit líka að besta leiðin til að boða kærleika ljóssins er að vera eins og þú, Gunna mín. Vera ljósið. Með nærveru þinni og gjafmildi gafstu mér veganesti út í lífið. Ég var lánsamur drengur að fá að kynnast þér og vil þakka þér fyrir tímann sem þú gafst mér og bróður mínum. Guð geymi þig. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Pétur Þór Benediktsson.✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar elskaða föður, bróður, mágs, vinar og frænda, INGÓLFS PÁLSSONAR, Austurbrún 6, Reykjavík. Rúnar Páll Gígja Ingólfsson, Hákon Pálsson, Ingibjörg Hafsteinsdóttir, Sigurður Pálsson, Margrét Kristjánsdóttir, Sigurjón Pálsson, Halla Pálsdóttir, Sigsteinn Sigurðsson, Þrúður Pálsdóttir, Þorgeir Yngvason, Dagmar Pálsdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir og fjölskyldur þeirra. ✝ Þökkum ykkur öllum sem sýnt hafið samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNHEIÐAR VALGARÐSDÓTTUR kennara, Dalsgerði 3d, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á öldrunar- deildum Sjúkrahússins á Akureyri, bæði í Seli og Kristnesi, þar sem hún naut einstakrar og kærleiksríkrar umönnunar. Valgarður Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigurður Klausen, Ragnheiður Haraldsdóttir, Veturliði Rúnar Kristjánsson, Valgerður Valgarðsdóttir, Gísli Jón Júlíusson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Við þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, vinkonu, ömmu og langömmu, JÓNÍNU MARGRÉTAR PÉTURSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13E á LSH og á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Hörður Halldórsson, Þórgunnur Skúladóttir, Gunnlaugur Halldórsson, Bryndís Halldórsdóttir, Hany Hadaya, Matthías Bjarnason, barnabörn og langömmubörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, BRYNHILDAR RÖGNU FINNSDÓTTUR, Staðarhóli, Eyjafjarðarsveit, sem lést föstudaginn 10. ágúst. Sigurgeir Garðarsson, Garðar Rúnar Sigurgeirsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Finnur Sigurgeirsson, Valdimar Sigurgeirsson, Soffía Pálmadóttir, Unnsteinn Sigurgeirsson, Harpa Gylfadóttir, Magnús Geir Sigurgeirsson, Linda Robinson, Sigurgeir Sigurgeirsson, Ásta Heiðrún Stefánsdóttir, Ragnheiður Sigurgeirsdóttir, Gísli Baldursson, Kolbrún Sigurgeirsdóttir, Aðalsteinn Ómar Þórisson, Erla Sigurgeirsdóttir, Finnur Steingrímsson, Kristrún Sigurgeirsdóttir, Þórarinn Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR JÓHANNSDÓTTUR, Miðholti 10, Þórshöfn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11-G á Landspítalanum fyrir einstaka hlýju og góðvild. Úlfar Þórðarson, Kristín Kristjánsdóttir, Jóhann Ólafur Þórðarson, Freygerður Friðriksdóttir, Þóra Ragnheiður Þórðardóttir, Bergur Steingrímsson, Þórður Þórðarson, Líney Sigurðardóttir, Oddgeir Þórðarson, Sigrún Inga Sigurðardóttir, Helena Þórðardóttir, Höskuldur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýs- ingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstand- endur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina við- vart. Minningargreinar Þrjátíu pör í sumarbrids Spilamennskan í sumar- brids fer nú að styttast í ann- an endann en miðvikudaginn 22. ágúst var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 30 para. Efstu pör voru: Haukur Ingason – Helgi Sigurðsson . 59,3% Erla Sigurjónsdóttir – Guðni Ingv- arsson 57,2% Árni Hannesson – Oddur Hannes- son 56,8% Sigurjón Harðarson – Guðlaugur Bessason 56,0% Sigurður Steingrsson – Gísli Stein- grímsson 55,9% Egill D. Brynjólfsson – Helgi Boga- son 54,9% Það er spilað í sumarbrids á mánudags- og miðvikudags- kvöldum og byrjar spila- mennska kl. 19. Reynt er að hjálpa til við myndun para hverju sinni. Keppnisgjald er 1.000 kr. á spilara og eldri og yngri spilarar borga 600 kr. Tíu borð í Gullsmáranum Þátttakan er í rétta átt í Gullsmára. Spilað var á 10 borðum fimmtudaginn 23. ágúst. Úrslit í N/S: Samúel Guðmsson – Jón Hannesson 211 Guðlaugur Nielsen – Guðm. Magn- ússon 197 Kristín Óskarsdóttir – Gróa Þor- geirsdóttir 179 A/V Guðbjörg Gísladóttir – Sigurður Sigurðsson 218 Sigurður Njálsson – Ari Þórðarson 191 Sigurður Björnsson – Stefán Frið- bjarnarson 190 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.