Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 43
MESSUR 43Á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 AKRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Magnea G. Sigurðardóttir, um- sjónarmaður safnaðarheimilis, kvödd eftir tveggja áratuga starf. Veitingar til heiðurs Magneu. Messa kl. 12.45 á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. AKUREYRARKIRKJA | Akureyr- armessa kl. 11. Akureyrsk tónlist og akureyrskir sálmar. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja, organisti er Ey- þór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari og prédikar. Org- anisti er Peter Maté, kirkjukórinn leið- ir safnaðarsöng. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari er Tinna Sigurðardóttir og organisti er Magnús Ragnarsson. Kaffisopi á eft- ir. Sjá askirkja.is. BESSASTAÐAKIRKJA | Bæna- og íhugunarmessa kl. 11. Lögð verður áhersla á bæn og íhugun. Jóhanna Ósk Valsdóttir söngkona og Bjartur Logi Guðnason organisti leiða tónlist- ina ásamt Írisi Dögg Gísladóttur fiðlu- leikara. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir íhugun og prédikar. Einnig verð- ur fyrirbænarstund. Messunni verður útvarpað á Rás eitt. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Fé- lagar úr kór Breiðholtskirkju leiða söng, organisti er Douglas Brotchie. Molasopi á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Bústaðakirkju syngja. Jónas Þórir kantor við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða, prestur sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestar sr. Gunnar Sigurjónsson og Magnús Björn Björnsson. Fræðslu- messa fyrir fermingarbörn. Messan er í raun hefðbundin messa en skýr- ingar eru gefnar á flestum messul- iðum. Foreldar fermingarbarna sér- staklega velkomnir. Organisti er Zbigniew Zuchowich og kór Digra- neskirkju leiðir safnaðarsöng. Á eftir er hádegisverður og framhald ferm- ingarfræðslu. Sjá www.digra- neskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Kola- portsmessa kl. 14. EYRARBAKKAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir pré- dikar, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Kórar Eyrarbakka- Stokks- eyrar- og Gaulverjabæjarkirkna syngja. Kaffi í Stað á eftir. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 20. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni leiðir stundina og flytur hug- leiðingu. Tónlistarnemar Ólafs Elías- sonar, Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir og Hróbjartur Böðvarsson annast undir- leik. Jóhanna Skúladóttir, Íris og Marta Andrésdætur syngja þrísöng. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Kefas | Samkoma kl. 16.30. Tónlist, söngur og Greg Aikins prédikar. Aðstaða fyrir börn. Á eftir er kaffi og samvera. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Anna Sigga og kór Fríkirkjunnar í Reykjavík leiða tónlistina ásamt Að- alheiði Þorsteinsdóttur, orgelleikara. Þetta er jafnframt síðasta guðsþjón- usta sem Anna Sigga og Aðalheiður annast tónlist í. GAULVERJABÆJARKIRKJA | Bent er á messu í Eyrarbakkakirkju. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 20. sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, fé- lagar úr kór Glerárkirkju leiða söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Íbúar í Fannafold taka þátt í athöfninni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Ari Trausti Guðmundsson les ljóð, Benedikt Kr. Magnússon leikur á harmónikku, Pálín Ósk Einarsdóttir og Magnús Ásgeirsson lesa ritning- arlestra og Guðrún Jónsdóttir les bænir. Organisti er Hákon Leifsson, Kristín Sigurðardóttir leiðir safn- aðarsöng. Kaffi á eftir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til langveikra barna. Messuhópur þjón- ar, kirkjukór Grensáskirkju syngur, organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eftir. GRUND dvalar- og hjúkr- unarheimili | Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðarsal á vegum Félags fyrrum þjónandi presta. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson, fyrrverandi sóknarprestur, þjónar. Grundarkórinn leiðir söng und- ir stjón Kristínar Waage organista. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson og Barbörukórinn syngur. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Foreldrafundur ferm- ingarstarfsins eftir messu. Skráning í fermingarstarf vetrarins stendur yfir á hafnarfjardarkirkja.is. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson skóla- prestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar úr röðum nemenda og stúdenta aðstoða. Sögustund fyrir börnin, félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnason- ar. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Fé- lagar úr Kammerkór Háteigskirkju syngja, organisti Kári Allansson. Prestur sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. Vænst er þátttöku ferming- arbarna vorsins 2013 og foreldra þeirra, skráning í fermingarfræðsluna fer fram að messu lokinni. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sjá hjallakirkja.is. HÓLADÓMKIRKJA | Kveðjumessa kl. 14. Vígslubiskup sr. Jón Að- alsteinn Baldvinsson messar og er þetta jafnframt síðasta messa hans í embætti á Hólum. Sr. Gunnar Jó- hannesson þjónar fyrir altari, kór Hóladómkirkju syngur, organisti og kórstjóri er Jóhann Bjarnason. Kaffi á eftir. HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 14. Steinunn Jóhannesdóttir flytur erindi, Birna Rúnarsdóttir syngur, organisti er Steinar Guðmundsson. Prestur er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 20 með lofgjörð og fyrir- bænum. Friðrik Schram prédikar. Kaffi á eftir samkomu. Auka- aðalfundur kirkjunnar kl. 19.30. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13.00 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs- kirkju syngur undir stjórn Lenku Má- téová, kantors kirkjunnar. KVENNAKIRKJAN | Útimessa verð- ur á Bríetartorgi á horni Þingholts- strætis og Amtmannsstígs kl. 17. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flytur hug- vekju og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng. Kaffi á eftir í stofum Kvennakirkjunnar að Þingholtsstræti 17. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson þjónar og Gunnar Gunnarsson leikur á orgel. Kaffi á eftir. Sjá laugarneskirkja.is. LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Skírnir Garðarsson þjónar. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir, kirkjukór Lágafellssóknar og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja, m.a. lög við texta Halldórs Laxness. Brynhildur Ásgeirsdóttir leikur á þverflautu og Ágústa Dómhildur Karlsdóttir á fiðlu. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi á eftir. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Guðs- þjónusta kl. 11. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmundsson. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns H. Krist- inssonar organista. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjón- usta kl. 20. Maul eftir messu. Sjá www.ohadisofnudurinn.is. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjónusta kl. 11. Signý Sæ- mundsdóttir óperusöngkona syngur. Safnaðarsöngur undir stjórn Sigrúnar Steingrímsdóttur organista. Sr. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir alt- ari og prédikar. SALT kristið samfélag | Sam- koman kl. 17 í safnaðarheimili Grens- áskirkju. Ræðumaður er sr. Kjartan Jónsson. SELJAKIRKJA | Messa í Skógarbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Seljakirkju leiða söng, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Kvöldguðs- þjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng, org- anisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Prestur er Sigurður Grét- ar Helgason. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur annast prestsþjónustuna, organisti er Jón Bjarnason. SÓLHEIMAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Axel Árnason Njarðvík þjónar fyrir altari og prédikar. Ester Ólafsdóttir organisti leiðir safnaðarsöng. Með- hálpari er Valgeir Fridolf Backman. STOKKSEYRARKIRKJA | Bent er á messu í Eyrarbakkakirkju. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 20. Söngur, hugvekja og bænastund. Fermingarbörn og foreldrar sér- staklega boðuð til messunnar. Prest- ur er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Hátíðarmessa kl. 13.30. 100 ára af- mælis kirkjunnar minnst. Vígslubisk- upinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson, prédikar og prestar kirkj- unnar þjóna fyrir altari. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar og Hermundur Guð- steinsson syngur einsöng. Hátíð- arsamsæti í umsjón kvenfélags- kvenna verður í Þjórsárveri eftir messu. ÞINGVALLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Guð- mundur Vilhjálmsson. Orð dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7) Villingaholtskirkja í Flóa. Mikið varstu góð systir Gréta mín. Þú varst tíu árum eldri en ég og fimm árum eldri en Haukur bróðir okkar. Ég man eftir að þú sagðir einu sinni hlæjandi við mig að það hefði verið auðvelt fyrir þig að passa Hauk þegar hann var lítill, bara láta hann hafa nokkra fallega steina meðan þú fórst frá og hann var á sama stað þegar þú komst aftur. Annað var upp á teningnum þegar Haukur passaði mig, alltaf hlaupandi í burtu og ég finn hann ekki, sagði hann mæðulega. Þegar við fluttum frá Flateyri til Raufarhafnar varst þú 14 ára og fórst fljótlega að fara að heim- an, tvo vetur á Laugarvatni og svo í Kvennaskólann á Blönduósi og síðan fórstu að læra hjúkrun, þannig að þú varst lítið á Rauf- arhöfn. Flateyri var þinn staður, þú áttir góðar minningar þaðan og þar áttirðu þessa frábæru vin- konu hana Stellu, þið hélduð allt- af góðu sambandi alla tíð. Mér er það minnisstætt hvað mamma var ánægð þegar þú varst nemi í hjúkrun, hvað þú fékkst margar gjafir þegar sjúk- lingar voru að útskrifast. Þetta var á þeim árum sem fólk þurfti að standa í biðröð í marga klukkutíma til að ná í eina skó Gréta mín, þú varst svona góð hjúkrunarkona að því að þú gafst svo mikið af þér og umönnun var þér í blóð borin, þú hafðir þennan yndislega húmor að geta gert Guðný Margrét Magnúsdóttir ✝ Guðný Margrétfæddist á Flat- eyri við Önundar- fjörð 27. desember 1928. Hún lést á lyf- lækningadeild FSA 1. ágúst 2012. Útför Guðnýjar Margrétar fór fram í kyrrþey 14. ágúst 2012. hversdagslega hluti skemmtilega þegar þú sagðir frá þeim. Þannig að allir höfðu gaman af. Mikið var alltaf vel tekið á móti mér á heimili ykkar Val- garðs þegar ég strákpjakkur var að koma til ykkar, þessi ljúffengi mat- ur hjá þér, sama hvað var á borðum, hvergi hef fengið betri smákökur eða tertur og hafa dætur þínar erft það frá þér. Þú varst gæufsöm að eiga þennan frábæra eiginmann og góða kennara sem fór allt of snemma, aðeins 53 ára að aldri. Blessuð sé minning hans. Ég minnist þess þegar ég handleggs- brotnaði í göngum á Bjarmalandi í Axarfirði, hvað þú varst rögg- söm og ákveðin hvernig standa ætti að verki, sem kom sér vel. Þú fórst í erfiða hjartaaðgerð og sagðir að henni lokinni að þú færir ekki aftur í svona aðgerð heldur myndirðu taka því sem að höndum bæri og við það stóðstu. Elsku systir, það er gott að hafa átt þig að í gegnum árin. Þótt langt hafi verið á milli okkar, ég í Vestmannaeyjum og þú á Ak- ureyri, þá fannst mér þú ein- hvern veginn svo nálæg alltaf, svo artarleg og dugleg að hafa samband. Þakka þér fyrir allt og allt. Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran) Þinn bróðir, Björgvin Magnússon. Amma Hjördís var yndisleg kona með einstaka skapgerð, já- kvæð, ljúf og góð og reyndi alltaf að sjá það besta í fari annarra. Ég er fyrsta barnabarn ömmu og afa og var mikið hjá þeim sem barn. Amma var alltaf með eitt- hvað gott að borða og þá var hryggurinn í hádeginu á sunnu- dögum í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Amma bakaði mikið og átti alltaf nokkrar sortir til, enda stöðugur gestagangur í Skipholt- inu. Stundum fékk ég að hjálpa til við baksturinn eða búa til kara- mellur hjá ömmu. Á kvöldin sagði amma mér oft sögur frá því hún var barn og sögur af álfum og huldufólki. Við fórum alltaf með bænirnar á kvöldin og kenndi amma mér margar af þeim bænum sem ég kann í dag. Amma Hjördís var svo hlý og góð og ömmuleg. Hún vann á leikskólanum Nóaborg þar til hún komst á eftirlaunaald- ur og kölluðu börnin hana alltaf ömmu. Þegar ég var unglingur tók ég stundum vinkonur mínar með í Skipholtið í heimsókn og þá Hjördís Jóhannsdóttir ✝ Hjördís M. Jóhannsdóttir fæddist í Hafnar- firði 16. ágúst 1934. Hún lést 10. ágúst sl. Jarðarför Hjör- dísar Magdalenu fór fram frá Há- teigskirkju 24. ágúst 2012. stjanaði amma við okkur og fyllti borð- ið af kræsingum. Ein vinkvenna minna spurði mig hvort hún mætti fá ömmu Hjördísi lán- aða þegar hún átti að skrifa verkefni um ömmu sína í ensku. Hún sagði að amma Hjördís væri eins og amma úr teiknimynd eða ævintýrum, lítil, dúlluleg með gráar krullur og í plísereðu pilsi, alltaf bakandi og brosandi. Þegar ég sagði ömmu frá því þá varð hún hissa og hló bara og sagði að það væri nú sjálfsagt. Amma tók vel á móti öllum og lét fólk finna að það var velkomið. Ég er þakklát fyrir all- ar stundirnar sem við amma átt- um saman. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson.) Megi Guð blessa minningu góðrar konu. Dís Gylfadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.