Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Mest selda bókin á Íslandi 2012 Heilsuréttir fjölskyldunnar 3. PRENTU N KOMINÍ VERSLA NIR! bokafelagid.is BAKSVIÐ Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is „Stjórnarsamstarfið snýst ekki um umsókn Íslands að Evrópusam- bandinu. Það snýst um að skapa vel- ferðarsamfélag á Íslandi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í ræðu sinni við upphaf flokksráðsfundar VG í gærkvöld. Í ræðu sinni lýsti Katrín yfir von- brigðum með illdeilur og átök innan flokksins: „Stærstu vonbrigði mín á kjörtímabilinu eru að sú samstaða og samheldni sem einkennt hefur okkar hreyfingu frá upphafi hefur horfið.“ Katrín sagði Evrópusambands- málið hafa reynst flokknum erfiðara en önnur mál og að skipta mætti flokksmönnum í þrjá hópa hvað varðaði afstöðu þeirra til ESB. Í fyrsta lagi væri það meirihluti flokksmanna sem væri andvígur að- ild að ESB en liti á það mál sem eitt af mörgum stefnumálum flokksins sem bæri að vega og meta í sam- hengi við önnur mál. Í því sambandi benti hún á að aðildarumsóknin að ESB hefði verið ein af forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins við Sam- fylkinguna. Í öðru lagi væri hópur flokks- manna þeirrar skoðunar að VG gerðist einsmálshreyfing sem byggði afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við aðild Íslands að ESB. „Ljóst er að þegar við geng- um til stjórnarsamstarfs við Sam- fylkinguna voru sárafáir á þessari skoðun en síðan þá hafa slíkar radd- ir orðið enn háværari,“ sagði Katrín og benti á að þótt hópurinn væri há- vær væri þetta mikill minnihluti flokksmanna. Hún sagði miður að margir í forystu hreyfingarinnar hefðu þurft að sitja undir stöðugum svikabrigslum frá þessum hópi fyrir það eitt að fylgja eftir samþykktum flokksins. Þá nefndi Katrín þriðja hópinn innan VG en það væru þeir flokks- menn sem væru hlynntir aðild að ESB. Hún sagði þann hóp hafa sætt sig við að vera í minnihluta innan flokksins. „Það er ljóst að umtals- verður hluti kjósenda VG kaus flokkinn í seinustu kosningum þrátt fyrir afstöðu hans til Evrópusambandsins, ekki vegna hennar,“ sagði Katrín. Hún sagði ríkisstjórnina hafa náð grundvallar- markmiðum stjórnarsátt- málans. Það væri að tryggja efnahagslegan stöðugleika og leita þjóð- arsamstöðu um leið Ís- lands til endurreisnar. Samstaðan og samheldnin horfin  Katrín lýsti vonbrigðum með illdeilur og átök innan VG VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta mun hafa mikil áhrif á okk- ar viðskipti og gæti hreinlega gengið af íslenska markaðnum dauðum,“ segir Sander Van Ops- tal, eigandi og framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Askja Reizen, um fyrirhugaða hækkun stjórnvalda á virðisauka- skatti á hótelgistingu úr 7% í 25,5%. Hann var staddur hér á landi í vikunni og fékk að heyra nánar af þessum áformum og hvernig viðbrögðin eru hjá ís- lensku ferðaþjónustunni. „Við skiljum það vel að íslenska ríkið glímir við mikinn halla á fjárlögum en með því að ætla að hækka virð- isaukaskattinn þetta mikið mun það hafa mikil áhrif á markaðinn hér,“ segir Opstal. Hann bendir á að Ísland sé frek- ar dýr áfangastaður fyrir ferða- menn, ekki síst fyrir þá sem koma hingað til lengri dvalar. Ef hækka eigi skattinn af hótelgistingunni í 25,5% muni það hafa bein áhrif á hvaða áfangastaði ferðamenn velja, hætt sé við að Ísland verði ekki lengur sá valkostur sem það hefur verið nú seinni árin. Mörg störf í hættu Sander van Opstal segir Hol- lendinga öfunda Íslendinga fyrir hvað vel hafi tekist til við end- urreisn eftir efnahagshrunið. Tek- ist hafi að skapa nýjar og öflugar atvinnugreinar, í stað fjármála- kerfisins sem hrundi, og nefnir ferðaþjónustuna sem dæmi. „Ferðaþjónustan er ung grein og enn í mótun og þróun. Hún er einnig árstíðabundin, þó að tekist hafi að auka straum ferðamanna til Íslands utan háannatíma, og er viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum. Svona skattahækkun get- ur auðveldlega dregið mjög úr tekjumöguleikunum,“ segir Opstal og telur skynsamlegra fyrir stjórnvöld að setjast niður með fulltrúum ferðaþjónstunnar og ræða saman hvaða leiðir aðrar eru færar til að auka tekjur þjóðarbús- ins af ferðamönnum, þannig að greinin nái að vaxa og dafna á sjálfbæran hátt. „Ferðaþjónustan skapar mörg störf, eins og á sumrin fyrir náms- menn til að fjármagna sitt nám yf- ir veturinn. Hækkun virðisauka- skattsins mun ekki aðeins koma sér illa fyrir hótelin heldur grein- ina í heild sinni, flugfélögin, bíla- leigurnar, verslanir, veitingahús og alla þá aðila sem á einhvern hátt hafa tekjur af ferðamönnum,“ segir hann og bætir við: „Ef auka á kostnað ferðamanna þá leita þeir bara annað, svo einfalt er það. Ís- land hefur svo margt upp á að bjóða og okkar viðskiptavinir koma heim í skýjunum eftir ferðir hingað, segjast hafa uppgötvað eitthvað einstakt.“ Gæti gengið af ferðamarkaðn- um dauðum  Hollenskur ferðafrömuður mælir gegn hækkun skatts á hótelgistingu Ferðaþjónusta Sander van Opstal var staddur hér á landi í vikunni. Löng reynsla af Íslandi » Sander Van Opstal á hlut í íslenska ferðaþjónustufyrir- tækinu GoNorth, sem þjón- ustar ferðamenn Askja Reizen en þeir eru hátt í 2.000 árlega. » Ferðaskrifstofan hefur flutt inn hollenska og aðra evrópska ferðamenn til Íslands í 25 ár. » Unnur Svavarsdóttir hjá Go- North tekur undir áhyggjur Opstal og segir Ísland vera að missa af bókunum næsta árs vegna óvissu um skattlagn- inguna. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Deilur um starfsemi leigubifreiða á Suðurnesjum komu í vikunni inn á borð bæjarráðs Reykjanesbæjar og var Árna Sigfússyni, bæjarstjóra þar, falið að vinna í málinu, eins og það er orðað í fundargerð. Áður fyrr voru sérstök þjónustusvæði fyrir leigubifreiðar á höfuðborgarsvæðinu og á Suður- nesjum, en nú er svæðið algerlega opið. „Eftir að skipulagi þjónustu leigubifreiða var breytt telja þeir, sem hafa leigubílarekstur hér að at- vinnu, að aðstaða þeirra hafi versnað til muna,“ segir Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ. Að sögn Árna snýst óánægja leigubílstjóra m.a. um flugstöðina í Keflavík, en hann segir að dæmi séu um að leigu- bílstjórar frá Reykjavík taki bara til sín farþega sem eigi leið til höf- uðborgarinnar. Hafa enga sérstöðu „Það er eitthvað um að þeir hafni því að taka farþega sem ætla að ferðast um svæðið hér og það er al- gerlega ótækt. Það er hvimleitt að fólki sé vísað frá leigubifreiðum vegna þess að það býr á Suður- nesjum,“ segir Árni. Leigubílastjórar sem starfa í Reykjavík hafa aðgang að svoköll- uðum starfsstöðvum í borginni, en þar geta leigubílstjórar lagt bílnum þegar þeir eru ekki með farþega. Þeir sem starfa á Suðurnesjum hafa ekki leyfi til að nota þessar stöðvar. Á flugvellinum í Keflavík hafa Suður- nesjamenn hins vegar enga sérstöðu gagnvart öðrum, en allir leigubíl- stjórar geta notað þá starfsstöð sem þar er í boði fyrir leigubíla. Eins og fyrr kom fram var málið tekið upp á fundi bæjarstjórnar í vik- unni, en að sögn Árna er málið í vinnslu. „Við munum gera allt sem við getum til að koma þessum málum í skikkanlegt horf. Málið er komið inn á borð sveitarfélagsins og við munum fara vandlega yfir það,“ segir hann. Hafa verulegar áhyggjur af starfsemi leigubifreiða  Málið komið inn á borð bæjarstjóra Reykjanesbæjar Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur á flokksráðsfundinum kom fram að flokksmenn Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs mættu vera stoltir yfir verkum flokksins í meirihlutasamstarf- inu. „Nú þegar átta mánuðir eru til alþingiskosninga er gleðilegt að geta sagt að við höfum náð grundvallarmarkmiðum ríkis- stjórnarsamstarfsins,“ sagði Katrín. Hún sagði Íslandi hafa tekist að vinna sig hraðar út úr kreppunni en öðrum þjóðum Evrópu og það á eigin for- sendum. „Þrátt fyrir erfiðar aðgerðir í ríkisfjármálum, niðurskurð og skattahækk- anir, hefur okkur tekist að hlífa þeim sem veikast standa,“ sagði Katrín og benti á að árangurinn hefði vakið heimsathygli. Árangurinn er gleðilegur ERFIÐAR AÐGERÐIR Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænir Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer fram á Hólum í Hjaltadal nú um helgina. Í ræðu sinni við upp- haf fundarins í gær sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, að ESB-málið hefði reynst flokknum afar erfitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.