Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 SVIÐSLJÓS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mörgum Norðmönnum var létt í gær þegar dómarar í máli Anders Behrings Breivik kváðu upp þyngsta fangelsisdóm sem hægt er að fella fyrir fjöldamorð og hryðju- verk samkvæmt norskum lögum. Flestir Norðmenn telja að dómurinn verði til þess að fjöldamorðinginn verði í haldi til æviloka. Allir dómararnir fimm í undirrétt- inum í Ósló komust að þeirri niður- stöðu að Breivik væri sakhæfur og ábyrgur gerða sinna. Saksóknarar höfðu óskað eftir því að fjöldamorð- inginn yrði dæmdur ósakhæfur vegna geðveiki. Rétturinn dæmdi fjöldamorðingj- ann í 21 árs „öryggisgæslu“ fyrir hryðjuverk, en samkvæmt norskum lögum er hægt að dæma hættulega afbrotamenn í slíka gæslu ef talið er að samfélaginu stafi mikil ógn af þeim. Markmiðið með þessari refs- ingu er fyrst og fremst að vernda samfélagið. Þegar hinn dæmdi hefur afplánað 21 árs fangelsisdóminn geta dómarar framlengt öryggis- gæsluna í fimm ár í senn og eins oft og þörf er talin á. Hægt er því að halda afbrotamanninum í fangelsi eða lokaðri geðdeild til æviloka ef samfélaginu er talin stafa ógn af honum. Slík öryggisgæsla getur því í raun jafngilt lífstíðarfangelsi. Hægt hefði verið að dæma Brei- vik í 30 ára fangelsi hefði hann verið ákærður fyrir glæp gegn mannkyn- inu. Þá hefði hins vegar ekki verið hægt að framlengja fangelsisdóminn og öryggisgæsla er eina refsiúrræð- ið sem getur jafngilt ævilöngu fang- elsi. Norska Stórþingið samþykkti árið 2009 að lengja hámarksrefsinguna fyrir hryðjuverk úr 21 ári í 30. Þetta lagaákvæði öðlast þó ekki gildi fyrr en lögreglan og dómstólarnir hafa fengið nýja gagnagrunna en þeir hafa ekki enn verið teknir í notkun. Ekki var því hægt að dæma hryðju- verkamanninn á grundvelli ákvæðis- ins, að því er fram kemur á fréttavef norska ríkisútvarpsins. Ætla ekki að áfrýja Margir Norðmenn fögnuðu fang- elsisdómnum yfir Breivik og skoð- anakannanir benda til þess að þorri þeirra telji að hann sé sakhæfur. Lögmenn fjöldamorðingjans sögðu að hann hygðist ekki áfrýja dómnum og fréttavefur norska ríkisútvarps- ins sagði að saksóknarar hefðu ákveðið að áfrýja ekki. Breivik og margir ættingjar þeirra sem biðu bana vildu ekki að hann yrði dæmdur ósakhæfur vegna geðveiki. Mörgum þeirra var því létt og lög- menn þeirra fögnuðu dómnum. „Þetta sýnir að dómskerfið virkar og dómstólarnir eru sjálfstæðir,“ hafði Aftenposten eftir einum lögmann- anna, John Christian Elden. „Þetta er sanngjarnt, hreint og beint,“ sagði Mette Yvonne Larsen, annar lögmaður þeirra sem eiga um sárt að binda vegna fjöldamorðanna. Lög- mennirnir sögðu skjólstæð- inga sína vera ánægða með dóminn og vona að ákæruvaldið myndi ekki áfrýja honum vegna þess að þeir vildu ekki ganga aftur í gegnum þær þjáningar sem fylgdu slíkum réttarhöldum. Norskir fjölmiðlar höfðu eftir sér- fræðingum að dómstóllinn hefði sýnt hugrekki og sjálfstæði með því að hafna því mati tveggja réttargeð- lækna að Breivik væri ósakhæfur vegna ofsóknargeðklofa. Rétturinn óskaði eftir mati annarra réttargeð- lækna og niðurstaða þeirra var að Breivik væri sakhæfur. „Dómurinn sýnir að við þurfum aukna umræðu og umbætur á sviði réttargeðlækninga í áttina að því sem þekkist í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, sem eru með stofnanir og faglegri ramma um mat réttargeð- lækna,“ hafði Aftenposten eftir Agn- ar Aspaas, öðrum geðlæknanna sem lögðu fram síðara matið og töldu Breivik sakhæfan. Norskir stjórnmálamenn fögnuðu einnig dómnum. „Þetta er góður grunnur að því að honum verði hald- ið í fangelsi til æviloka,“ hafði frétta- veitan AFP eftir Knut Storberget, sem var dómsmálaráðherra Noregs þegar ódæðisverkin voru framin. „Mjög mikilvægum kafla er nú lokið. Það leikur ekki nokkur vafi á því að þessi löngu réttarhöld hafa lagst þungt á eftirlifendur. Ég vona að niðurstaða réttarins verði til þess að þeir geti tekið næsta skref fram á við í sorgarferlinu,“ sagði Helga Pedersen, formaður þingflokks Verkamannaflokksins. Leiðtogar annarra stjórnmála- flokka tóku í sama streng og sögðu að þingið þyrfti að ræða hvort breyta þyrfti refsilöggjöfinni í ljósi fjöldamorðanna og tilhöguninni á mati réttargeðlækna á sakhæfi morðingja. Grunni að lífstíðarfangelsi fagnað AFP Áfrýjar ekki Fjöldamorðinginn heilsaði að hætti hægri öfgamanna með því að rétta út hnefa þegar hann kom í dóm- salinn í gær. Hann sagði síðar í yfirlýsingu að hann viðurkenndi ekki dómstólinn en hygðist ekki áfrýja dómnum.  Fangelsisdómi yfir Anders Behring Breivik almennt vel tekið í Noregi  Var dæmdur í sérstaka öryggisgæslu  Hægt verður að framlengja dóminn og halda Breivik í öryggisgæslu til æviloka Glotti við tönn » Fjöldamorðinginn glotti þeg- ar fangelsisdómurinn var kveð- inn upp yfir honum eftir tíu vikna réttarhöld. » Dómararnir sögðu að Brei- vik væri haldinn andfélags- legum persónuleikatruflunum og sjálfsdýrkun en ekki alvar- legri geðsýki. » Könnun, sem blaðið Verdens Gang birti í gær, bendir til þess að 62% Norðmanna telji að fjöldamorðinginn gangi aldrei laus aftur. Nokkrir þeirra sem lifðu af hryðjuverkin í Noregi létu í ljósi ánægju sína með fangelsisdóminn á samskiptavefjum í gær. „JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!“ sagði ein þeirra, Emma Matinovic, á Twitter. „Búið. Endir,“ tísti Viljar Hansse, sem fékk byssukúlu í höf- uðið í skotárás fjöldamorðingj- ans í Útey. „Þessari þvælu er loksins lokið. Lífið getur byrjað núna,“ tísti Ingrid Nymoen, sem komst lífs af í Útey. „Okkur er létt og við erum sátt við dóminn,“ hafði Aftenposten eftir Eirik Eriksen, sem missti son sinn Aleksander í skotárásinni í Útey í fyrra. „Núna finnst okkur að við getum haldið áfram að lifa lífinu.“ „Réttur dómur“ Norskir fjölmiðlar fögnuðu einnig niðurstöðu dómstólsins. „Þetta er góður og réttur dómur,“ sagði blaðið VG í forystugrein í vefútgáfu sinni. „Anders Behring Breivik vissi hvað hann var að gera, að það var illmennska. Það er siðferðislega rétt að sá sem fremur illvirki sé kallaður til ábyrgðar.“ Alls biðu 77 manns bana í hryðju- verkunum, átta í sprengjuárás í miðborg Óslóar og 69 í skotárás- inni í Útey. „Þessari þvælu loksins lokið“ FÓLK SEM LIFÐI ÁRÁSIRNAR AF FAGNAR DÓMNUM Einn dómaranna, Arne Lyng, við dómsuppkvaðninguna. Þrjár íbúðir lausar Við Suðurlandsbraut 58 - 62 eru sjötíu og átta glæsilegar þjónustuíbúðir fyrir sextíu ára og eldri sem eru í eigu Grundar og eru leigðar með íbúðarréttarfyrirkomulagi. Nú er einungis þremur þriggja herbergja íbúðum óráðstafað og eru þær 138 m2 að stærð. Íbúðirnar eru á fyrstu og annarri hæð í húsum 60 og 62. Um er að ræða þjónustuíbúðir þar sem íbúar geta fengið heitan mat í hádegi, læknis- og hjúkrunarþjónustu, tekið þátt í ýmsu félagsstarfi, íþróttum og sjúkraþjálfun. Þá er verið að reisa innisundlaug og heilsuræktarstöð ásamt því að unnið er að frágangi á púttvelli í garði. Áhugasamir hafi samband við Kristján Sigurðsson í síma 618 9200 eða með tölvupósti á kristjan@grund.is, en einnig má sjá nánari upplýsingar á www.mörkin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.